MAST búið að snúa hnífnum Eiður Þór Árnason skrifar 6. desember 2025 00:03 Hundurinn Úlfgrímur Lokason og eigandi hans Margrét Víkingsdóttir. vísir/Lýður Valberg MAST hefur frestað fyrirhugaðri aflífun hundsins Úlfgríms um mánuð til að gefa eigenda hans færi á að sýna að hann hljóti viðeigandi meðferð. Í kjölfarið verður ákvörðunin endurskoðuð ef hann sýnir batamerki. Þetta segir Margrét Víkingsdóttir sem hefur lengi átt í deilum við MAST um heilsu hundsins. Hún fékk tilkynningu um frestunina á föstudag og furðar sig á vinnubrögðum stofnunarinnar. Hundurinn hafi vissulega gengist undir endurhæfingu og meðhöndlun frá því að hann greindist með gigt og meðal annars tekið inn verkjalyf. Tíu ára gamli hundurinn, sem er einnig kallaður Úffi, er Margréti mjög kær en hann bjargaði henni frá eldsvoða í fyrra. „Mér er haldið alveg með hnífinn í og það er bara verið að snúa honum aðeins. Þetta er bara ömurlegt,“ segir Margrét. MAST hefur gert athugasemdir við heilsufar Úffa og að hann hafi reglulega verið í bandi fyrir utan heimili Margrétar í miðborg Reykjavíkur. Í tilefni ábendinga hóf MAST eftirlit og komst dýralæknir þeirra að því að hundurinn væri gigtveikur og með skerta hreyfigetu. Sjá einnig: Dagar Úffa mögulega taldir Margrét segist hafa álit annarra dýralækna sem segi lífsgæði hundsins ágæt miðað við aldur. Síðast í gær hafi hún leitað til nýs dýralæknis í Kópavogi sem hafi skoðað Úffa og furðað sig á framgöngu MAST. „Hann sagði bara: „Ég trúi þessu ekki. Ég sé alveg að hundurinn er pínu haltur, hann er með gigt og hann er tíu ára. En þetta er fjörugur og góður strákur.““ Að sögn Margrétar taldi hann ekki ástæðu fyrir MAST að fara fram á aflífun og hyggist að útbúa heilsufarsskýrslu sem bætist í bunka skjala frá öðrum dýralæknum. „Hann var bara eiginlega alveg gáttaður,“ bætir hún við. Það væri eðlilegt að hundur með gigt sé svolítið haltur. Bæði sé hann að taka inn verkjalyf og í þjálfun. Fréttamaður kíkti í heimsókn til Margrétar og Úffa í kvöldfréttum Sýnar á fimmtudag. Lítur á þetta sem valdníðslu „Sum sé þá ætla þau sem sagt ekki að lóga honum núna heldur kannski eftir mánuð ef ég verð ekki þæg, og fer með hann í allar meðferðir og ég get sannað það að hann sé í meðferð. Þetta er niðurstaðan í dag,“ segir Margrét um nýjustu vendingarnar í málinu. Hún sér þetta ekki sem áfangasigur heldur að MAST sé einungis að lengja í hengingarólinni. Sjá einnig: Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta „Þetta er bara óboðsleg valdníðsla og frekja. Ég meina, hvað eru margir hundar á Íslandi, af hverju látið þið fara svona með einn hund? Bara af því að hann er Schafer og býr niðri í miðbæ? Það er einhvern veginn verið að sýna einhver völd þarna. Kannski af því að þegar þau stóðu hérna yfir mér, húsið var brunnið og ég var þarna niðri í kjallara með hundinn fyrir utan og opið inn þá ofbauð mér svo þessi afskipti og var ekkert sérstaklega orðfögur við þau. Ég held að ég hafi bara sagt þeim að hundskast í burtu og þetta kæmi þeim ekkert við,“ segir Margrét. Hún hafi orðið mjög reið þegar þrír fulltrúar MAST mættu fyrst til hennar. Þá hafi eflaust ekki hjálpað að á þeim tímapunkti hafi hún verið orðin langþreytt á því að búa í kjallara hússins og dvelja á hörðu þvottahússgólfi í átta mánuði eftir að íbúð hennar brann og unnið var að viðgerð. Kannar möguleikann á liðskiptaaðgerð Margrét segist ekki eiga í neinum vandræðum með að sýna fram á að Úffi hafi gengist undir endurhæfingu og þjálfun hjá dýrasjúkraþjálfara og dýralæknum. „Ég er með þetta allt á pappírum.“ Þá bíði hún eftir að komast með hundinn í sérstakt vatnskar þar sem hann getur gengið á göngubretti og byggt upp vöðvana á afturfótunum sem rýrni vegna gigtarinnar. „Svo ég er alveg inni í þessu öllu,“ segir Margrét. Einnig kanni hún möguleikann á því að fara með Úffa erlendis þar sem hægt sé að græða í hann gervilið. Slík aðgerð sé ekki ólík því þegar fólk fer í mjaðmaskiptaaðgerð til að auðvelda hreyfingu og draga úr sársauka, að sögn Margrétar en slík aðgerð sé ekki í boði hérlendis. Hún segist að lokum vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún hafi fundið fyrir frá fólki úti í samfélaginu. Dýr Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Tengdar fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Kona sem á hundi sínum líf sitt að þakka segist harmi slegin eftir að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna skorts á heilsu. Tveir dýralæknar hafi vottað heilsu Úlfgríms, eða Úffa eins og hann er kallaður. 4. desember 2025 21:46 Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Hundaeigandi furðar sig á afskiptum Matvælastofnunar af hundi sínum vegna útiveru dýrsins á lóð hennar. Í bréfi frá stofnuninni kemur fram að aflífa eigi sjúk dýr þó að tveir dýralæknar segi hundinn í fínu ásigkomulagi. Gæludýrið skipti hana öllu máli enda á hún honum líf sitt að þakka. 7. október 2025 19:09 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þetta segir Margrét Víkingsdóttir sem hefur lengi átt í deilum við MAST um heilsu hundsins. Hún fékk tilkynningu um frestunina á föstudag og furðar sig á vinnubrögðum stofnunarinnar. Hundurinn hafi vissulega gengist undir endurhæfingu og meðhöndlun frá því að hann greindist með gigt og meðal annars tekið inn verkjalyf. Tíu ára gamli hundurinn, sem er einnig kallaður Úffi, er Margréti mjög kær en hann bjargaði henni frá eldsvoða í fyrra. „Mér er haldið alveg með hnífinn í og það er bara verið að snúa honum aðeins. Þetta er bara ömurlegt,“ segir Margrét. MAST hefur gert athugasemdir við heilsufar Úffa og að hann hafi reglulega verið í bandi fyrir utan heimili Margrétar í miðborg Reykjavíkur. Í tilefni ábendinga hóf MAST eftirlit og komst dýralæknir þeirra að því að hundurinn væri gigtveikur og með skerta hreyfigetu. Sjá einnig: Dagar Úffa mögulega taldir Margrét segist hafa álit annarra dýralækna sem segi lífsgæði hundsins ágæt miðað við aldur. Síðast í gær hafi hún leitað til nýs dýralæknis í Kópavogi sem hafi skoðað Úffa og furðað sig á framgöngu MAST. „Hann sagði bara: „Ég trúi þessu ekki. Ég sé alveg að hundurinn er pínu haltur, hann er með gigt og hann er tíu ára. En þetta er fjörugur og góður strákur.““ Að sögn Margrétar taldi hann ekki ástæðu fyrir MAST að fara fram á aflífun og hyggist að útbúa heilsufarsskýrslu sem bætist í bunka skjala frá öðrum dýralæknum. „Hann var bara eiginlega alveg gáttaður,“ bætir hún við. Það væri eðlilegt að hundur með gigt sé svolítið haltur. Bæði sé hann að taka inn verkjalyf og í þjálfun. Fréttamaður kíkti í heimsókn til Margrétar og Úffa í kvöldfréttum Sýnar á fimmtudag. Lítur á þetta sem valdníðslu „Sum sé þá ætla þau sem sagt ekki að lóga honum núna heldur kannski eftir mánuð ef ég verð ekki þæg, og fer með hann í allar meðferðir og ég get sannað það að hann sé í meðferð. Þetta er niðurstaðan í dag,“ segir Margrét um nýjustu vendingarnar í málinu. Hún sér þetta ekki sem áfangasigur heldur að MAST sé einungis að lengja í hengingarólinni. Sjá einnig: Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta „Þetta er bara óboðsleg valdníðsla og frekja. Ég meina, hvað eru margir hundar á Íslandi, af hverju látið þið fara svona með einn hund? Bara af því að hann er Schafer og býr niðri í miðbæ? Það er einhvern veginn verið að sýna einhver völd þarna. Kannski af því að þegar þau stóðu hérna yfir mér, húsið var brunnið og ég var þarna niðri í kjallara með hundinn fyrir utan og opið inn þá ofbauð mér svo þessi afskipti og var ekkert sérstaklega orðfögur við þau. Ég held að ég hafi bara sagt þeim að hundskast í burtu og þetta kæmi þeim ekkert við,“ segir Margrét. Hún hafi orðið mjög reið þegar þrír fulltrúar MAST mættu fyrst til hennar. Þá hafi eflaust ekki hjálpað að á þeim tímapunkti hafi hún verið orðin langþreytt á því að búa í kjallara hússins og dvelja á hörðu þvottahússgólfi í átta mánuði eftir að íbúð hennar brann og unnið var að viðgerð. Kannar möguleikann á liðskiptaaðgerð Margrét segist ekki eiga í neinum vandræðum með að sýna fram á að Úffi hafi gengist undir endurhæfingu og þjálfun hjá dýrasjúkraþjálfara og dýralæknum. „Ég er með þetta allt á pappírum.“ Þá bíði hún eftir að komast með hundinn í sérstakt vatnskar þar sem hann getur gengið á göngubretti og byggt upp vöðvana á afturfótunum sem rýrni vegna gigtarinnar. „Svo ég er alveg inni í þessu öllu,“ segir Margrét. Einnig kanni hún möguleikann á því að fara með Úffa erlendis þar sem hægt sé að græða í hann gervilið. Slík aðgerð sé ekki ólík því þegar fólk fer í mjaðmaskiptaaðgerð til að auðvelda hreyfingu og draga úr sársauka, að sögn Margrétar en slík aðgerð sé ekki í boði hérlendis. Hún segist að lokum vera þakklát fyrir þann stuðning sem hún hafi fundið fyrir frá fólki úti í samfélaginu.
Dýr Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Tengdar fréttir Dagar Úffa mögulega taldir Kona sem á hundi sínum líf sitt að þakka segist harmi slegin eftir að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna skorts á heilsu. Tveir dýralæknar hafi vottað heilsu Úlfgríms, eða Úffa eins og hann er kallaður. 4. desember 2025 21:46 Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Hundaeigandi furðar sig á afskiptum Matvælastofnunar af hundi sínum vegna útiveru dýrsins á lóð hennar. Í bréfi frá stofnuninni kemur fram að aflífa eigi sjúk dýr þó að tveir dýralæknar segi hundinn í fínu ásigkomulagi. Gæludýrið skipti hana öllu máli enda á hún honum líf sitt að þakka. 7. október 2025 19:09 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Dagar Úffa mögulega taldir Kona sem á hundi sínum líf sitt að þakka segist harmi slegin eftir að hafa fengið bréf frá Matvælastofnun þess efnis að aflífa eigi hundinn innan tveggja vikna vegna skorts á heilsu. Tveir dýralæknar hafi vottað heilsu Úlfgríms, eða Úffa eins og hann er kallaður. 4. desember 2025 21:46
Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Hundaeigandi furðar sig á afskiptum Matvælastofnunar af hundi sínum vegna útiveru dýrsins á lóð hennar. Í bréfi frá stofnuninni kemur fram að aflífa eigi sjúk dýr þó að tveir dýralæknar segi hundinn í fínu ásigkomulagi. Gæludýrið skipti hana öllu máli enda á hún honum líf sitt að þakka. 7. október 2025 19:09