Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 17:39 Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Snævar Örn Kristmannsson með verðlaun sín sem Íþróttafólk ársins sem þau voru bæði að vinna í fyrsta sinn. Vísir/Lýður Valberg Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Snævar Örn Kristmannsson voru í dag útnefnd besta íþróttafólk ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra fyrir árið 2025. Íþróttasamband fatlaðra heiðraði í dag framúrskarandi íþróttafólk og brautryðjendur á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Á þessari árlegu athöfn ÍF voru kynnt Íþróttakona og Íþróttamaður ÍF 2025 auk þess sem Hvataverðlaun ÍF voru afhent. Í ár hlaut frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir nafnbótina Íþróttakona ÍF 2025 og var sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson útnefndur Íþróttamaður ÍF 2025. Magnús Orri Arnarson hlaut Hvataverðlaun ÍF fyrir framúrskarandi starf í þágu íþróttafólks með fötlun. Ingeborg Eide og Snævar Örn voru bæði að fá þessi verðlaun í fyrsta skipti. Ingeborg Eide Garðarsdóttir setti eitt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Ingeborg setti metið á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi dagana 27. september – 5. október. Ingeborg tók þátt á þremur mótum erlendis árið 2025, Grand Prix í París í Frakklandi, Grand Prix í Olomouc í Tékklandi og Heimsmeistaramót IPC í Nýju Delí á Indlandi. Á Grand Prix í París endaði Ingeborg í 2. sæti með kast upp á 9,00 metra. Á Grand Prix í Tékklandi endaði hún í 3. sæti með kast upp á 9,52 metra en það mót var fyrsta kvenna Grand Prix-mótið í sögunni hjá IPC. Ingeborg endaði tímabilið á því að keppa á Heimsmeistaramóti IPC í New Delhi á Indlandi. Þar lauk hún keppni í 6. sæti með kast upp á 10,08 metra sem var nýtt Íslandsmet í hennar flokki og í fyrsta skiptið sem Ingeborg kastar yfir 10 metra. Árið 2024 keppti Ingeborg á sínum fyrstu Paralympics sem fram fóru í París en hún hefur einnig tekið þátt áður í heims- og Evrópumeistaramótum fyrir Íslands hönd. Á síðustu árum hefur hún tekið stórstígum framförum og öðlaðist keppnisrétt í París með svokölluðu „high performance” lágmarki en hún hefur síðustu misseri skipað sér á sess með tíu fremstu kösturum heims í flokki F37 (hreyfihamlaðir). Snævar Örn Kristmannsson setti samtals 33 Íslandsmet í sundi árið 2025. Á árinu bætti hann sig í öllum sínum helstu greinum, þar á meðal 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi, 50 metra og 100 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi og 100 metra og 200 metra fjórsundi. Á Íslandsmóti SSÍ setti Snævar þrenn Evrópumet í 100 metra flugsundi á tímanum 59,77 sek, 200 metra flugsundi á tímanum 2:14,57 mín. og 100 metra fjórsundi á tímanum 1:06,65 mín. Á mótinu setti Snævar einnig heimsmet í 50 metra flugsundi þegar hann synti á tímanum 26,69 sek. Á Norðurlandamótinu í sundi setti Snævar Evrópumet í tveimur greinum, 100 metra flugsundi með tímann 59,61 sek og 200 metra fjórsundi með tímann 2:25,75. Snævar tók þátt í heimsmeistaramóti VIRTUS sem fór fram í Bangkok í Tælandi en þar náði hann í þrenn silfurverðlaun í 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi og bætti einnig Íslandsmet í öllum þremur greinunum. Í 50 metra skriðsundi endaði Snævar í fimmta sæti á nýju Íslandsmeti. Virtus eru alþjóðleg samtök sem halda utan um afreksíþróttafólk með þroskahamlanir og einhverfu þar sem keppt er eftir reglum samkvæmt IPC. Snævar keppir innan raða Virtus í flokki II3, sem er flokkur fyrir íþróttafólk með einhverfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Snævar hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra. Málefni fatlaðs fólks Sund Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Sjá meira
Íþróttasamband fatlaðra heiðraði í dag framúrskarandi íþróttafólk og brautryðjendur á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Á þessari árlegu athöfn ÍF voru kynnt Íþróttakona og Íþróttamaður ÍF 2025 auk þess sem Hvataverðlaun ÍF voru afhent. Í ár hlaut frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir nafnbótina Íþróttakona ÍF 2025 og var sundmaðurinn Snævar Örn Kristmannsson útnefndur Íþróttamaður ÍF 2025. Magnús Orri Arnarson hlaut Hvataverðlaun ÍF fyrir framúrskarandi starf í þágu íþróttafólks með fötlun. Ingeborg Eide og Snævar Örn voru bæði að fá þessi verðlaun í fyrsta skipti. Ingeborg Eide Garðarsdóttir setti eitt Íslandsmet á árinu 2025 í flokki F37 í frjálsum íþróttum. Ingeborg setti metið á stóra sviðinu þegar hún keppti á Heimsmeistaramóti IPC í frjálsum íþróttum sem haldið var í Nýju Delí á Indlandi dagana 27. september – 5. október. Ingeborg tók þátt á þremur mótum erlendis árið 2025, Grand Prix í París í Frakklandi, Grand Prix í Olomouc í Tékklandi og Heimsmeistaramót IPC í Nýju Delí á Indlandi. Á Grand Prix í París endaði Ingeborg í 2. sæti með kast upp á 9,00 metra. Á Grand Prix í Tékklandi endaði hún í 3. sæti með kast upp á 9,52 metra en það mót var fyrsta kvenna Grand Prix-mótið í sögunni hjá IPC. Ingeborg endaði tímabilið á því að keppa á Heimsmeistaramóti IPC í New Delhi á Indlandi. Þar lauk hún keppni í 6. sæti með kast upp á 10,08 metra sem var nýtt Íslandsmet í hennar flokki og í fyrsta skiptið sem Ingeborg kastar yfir 10 metra. Árið 2024 keppti Ingeborg á sínum fyrstu Paralympics sem fram fóru í París en hún hefur einnig tekið þátt áður í heims- og Evrópumeistaramótum fyrir Íslands hönd. Á síðustu árum hefur hún tekið stórstígum framförum og öðlaðist keppnisrétt í París með svokölluðu „high performance” lágmarki en hún hefur síðustu misseri skipað sér á sess með tíu fremstu kösturum heims í flokki F37 (hreyfihamlaðir). Snævar Örn Kristmannsson setti samtals 33 Íslandsmet í sundi árið 2025. Á árinu bætti hann sig í öllum sínum helstu greinum, þar á meðal 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi, 50 metra og 100 metra skriðsundi, 400 metra skriðsundi og 100 metra og 200 metra fjórsundi. Á Íslandsmóti SSÍ setti Snævar þrenn Evrópumet í 100 metra flugsundi á tímanum 59,77 sek, 200 metra flugsundi á tímanum 2:14,57 mín. og 100 metra fjórsundi á tímanum 1:06,65 mín. Á mótinu setti Snævar einnig heimsmet í 50 metra flugsundi þegar hann synti á tímanum 26,69 sek. Á Norðurlandamótinu í sundi setti Snævar Evrópumet í tveimur greinum, 100 metra flugsundi með tímann 59,61 sek og 200 metra fjórsundi með tímann 2:25,75. Snævar tók þátt í heimsmeistaramóti VIRTUS sem fór fram í Bangkok í Tælandi en þar náði hann í þrenn silfurverðlaun í 50 metra, 100 metra og 200 metra flugsundi og bætti einnig Íslandsmet í öllum þremur greinunum. Í 50 metra skriðsundi endaði Snævar í fimmta sæti á nýju Íslandsmeti. Virtus eru alþjóðleg samtök sem halda utan um afreksíþróttafólk með þroskahamlanir og einhverfu þar sem keppt er eftir reglum samkvæmt IPC. Snævar keppir innan raða Virtus í flokki II3, sem er flokkur fyrir íþróttafólk með einhverfu. Þetta er í fyrsta sinn sem Snævar hlýtur nafnbótina Íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra.
Málefni fatlaðs fólks Sund Frjálsar íþróttir Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Golf Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu alla sem hafa fengið titilinn Íþróttamaður ársins: Nýr í hópinn í kvöld Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Dagskráin: Troðinn laugardagur endar á úrslitaleiknum á HM í pílu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Sjá meira