Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2025 08:10 Bæði íslenskir og erlendir fangar afplána í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Alls hafa 327 fangar með erlent ríkisfang frá 56 löndum hafið afplánun í fangelsum á Íslandi undanfarin fimm ár. Flestir erlendir fangar á þessu ári, og alls yfir tímabilið, eru pólskir og spænskir ríkisborgarar og yfirgnæfandi meirihluti þeirra erlendu fanga sem afplána á Íslandi sitja inni vegna fíkniefnabrota. Áætlaður meðalkostnaður vegna hvers fanga á dag nemur tæpum 57 þúsund krónum á þessu ári. Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Diljá spurði um fjölda erlendra fanga í íslenskum fangelsum síðastliðin fimm ár, annars vegar eftir þjóðerni og hins vegar eftir tegundum brota sem þeir sitja inni fyrir. Þá spurði hún einnig um kostnað hins opinbera vegna erlendra fanga á tímabilinu 2020 til 2025. Fjölgun frá 2020 en hefur fækkað undanfarin tvö ár Tekið skal fram að í svari ráðherra er ekki gerður greinarmunur á kostnaði vegna fanga eftir því hvort þeir hafa erlent eða íslenskt ríkisfang, og þá kemur ekki heldur fram í svarinu hvert hlutfall erlendra fanga er af heildarfjölda þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum. Samkvæmt svari ráðherra við annarri fyrirspurn frá þingmanni Miðflokksins fyrr á þessu ári voru ríflega 40% fanga á Íslandi með erlent ríkisfang. Í svari ráðherra við fyrirspurn Diljár kemur fram að í ár hafi 57 fangar með erlent ríkisfang hafið afplánun í fangelsi á Íslandi. Þeim hefur heilt yfir fjölgað frá árinu 2020 þegar þeir voru 32 en flestir voru fangar með erlent ríkisfang árið 2023 eða 75. Sé litið til ríkisfangs eru flestir erlendir fangar frá Póllandi, átta á þessu ári en flestir sextán á árunum 2023 og 2024, og Spáni, níu á þessu ári en flestir fjórtán árið 2023. Listann í heild sinni yfir fjölda erlendra ríkisborgara sem hófu afplánun á tímabilinu má sjá í töflunni hér að neðan. Fjöldi erlendra fanga eftir ríkisfangi og árum samkvæmt svari dómsmálaráðherra. Miðað er við upphaf afplánunar í fangelsi. Spurt var einnig um tegund brota en samkvæmt svari ráðherra afplána langflestir erlendir fangar dóma vegna fíkniefnabrota. Í ár afplána 48 fangar dóma vegna slíkra brota sem er svipaður fjöldi og frá árinu 2022, en þeir voru umtalsvert færri á árunum 2020 og 2021 líkt og taflan hér að neðan sýnir. Þrír afplána í ár fyrir manndráp eða tilraun til manndráps Þá hafa fjórir hafið afplánun vegna umferðarlagabrota, þrír fyrir manndráp eða tilraun til manndráps, einn fyrir ofbeldisbrot og einn fyrir kynferðisbrot, en fjöldinn miðar við stöðuna þann 17. september í ár. Taflan sýnir hvernig erlendir fangar skiptast eftir brotum sem þeir afplána dóma fyrir. Miðað við upphaf afplánunar. Diljá vildi líka vita hver kostnaður hins opinbera er vegna erlendra fanga á tímabilinu, en samkvæmt svari ráðherra var meðaltalskostnaður á fanga á dag 56.734 miðað við 17. september. Kostnaðurinn byggir á upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Heildarkostnaður ekki tekinn fram í svarinu „Bak við útreikninga á meðaltalskostnaði er heildarkostnaður vegna reksturs fangelsanna fjögurra auk launakostnaðar vegna sálfræðinga og félagsráðgjafa. Heildarkostnaði er svo deilt upp með fjölda daga í afplánun og þeirri útkomu deilt með fjölda fanga,“ segir í svari ráðherra. Því er hins vegar ekki svarað hver heildarkostnaður hins opinbera hefur verið síðastliðin fimm ár. Gefinn er upp meðalkostnaður á fanga á dag fyrir hvert ár á tímabilinu 2020 til 2025, en þar sem ekki er hægt að lesa úr svarinu í hve marga daga hver og einn fangi afplánaði er erfitt að reikna út hver heildarkostnaðurinn hefur verið sé miðað við kostnað hvern fanga á dag. Samkvæmt svarinu var meðalkostnaður á fanga á dag fyrir árið 2025 til 17. September 56.734 krónur. Í fyrra var meðalkostnaðurinn 56.750 krónur á dag og árið 2023 var kostnaðurinn 50.297 krónur. Meðalkostnaðurinn var 50.155 krónur fyrir árið 2022, 44.838 krónur árið 2021 og 43.996 krónur fyrir árið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Fangelsismál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Diljá spurði um fjölda erlendra fanga í íslenskum fangelsum síðastliðin fimm ár, annars vegar eftir þjóðerni og hins vegar eftir tegundum brota sem þeir sitja inni fyrir. Þá spurði hún einnig um kostnað hins opinbera vegna erlendra fanga á tímabilinu 2020 til 2025. Fjölgun frá 2020 en hefur fækkað undanfarin tvö ár Tekið skal fram að í svari ráðherra er ekki gerður greinarmunur á kostnaði vegna fanga eftir því hvort þeir hafa erlent eða íslenskt ríkisfang, og þá kemur ekki heldur fram í svarinu hvert hlutfall erlendra fanga er af heildarfjölda þeirra sem afplána í íslenskum fangelsum. Samkvæmt svari ráðherra við annarri fyrirspurn frá þingmanni Miðflokksins fyrr á þessu ári voru ríflega 40% fanga á Íslandi með erlent ríkisfang. Í svari ráðherra við fyrirspurn Diljár kemur fram að í ár hafi 57 fangar með erlent ríkisfang hafið afplánun í fangelsi á Íslandi. Þeim hefur heilt yfir fjölgað frá árinu 2020 þegar þeir voru 32 en flestir voru fangar með erlent ríkisfang árið 2023 eða 75. Sé litið til ríkisfangs eru flestir erlendir fangar frá Póllandi, átta á þessu ári en flestir sextán á árunum 2023 og 2024, og Spáni, níu á þessu ári en flestir fjórtán árið 2023. Listann í heild sinni yfir fjölda erlendra ríkisborgara sem hófu afplánun á tímabilinu má sjá í töflunni hér að neðan. Fjöldi erlendra fanga eftir ríkisfangi og árum samkvæmt svari dómsmálaráðherra. Miðað er við upphaf afplánunar í fangelsi. Spurt var einnig um tegund brota en samkvæmt svari ráðherra afplána langflestir erlendir fangar dóma vegna fíkniefnabrota. Í ár afplána 48 fangar dóma vegna slíkra brota sem er svipaður fjöldi og frá árinu 2022, en þeir voru umtalsvert færri á árunum 2020 og 2021 líkt og taflan hér að neðan sýnir. Þrír afplána í ár fyrir manndráp eða tilraun til manndráps Þá hafa fjórir hafið afplánun vegna umferðarlagabrota, þrír fyrir manndráp eða tilraun til manndráps, einn fyrir ofbeldisbrot og einn fyrir kynferðisbrot, en fjöldinn miðar við stöðuna þann 17. september í ár. Taflan sýnir hvernig erlendir fangar skiptast eftir brotum sem þeir afplána dóma fyrir. Miðað við upphaf afplánunar. Diljá vildi líka vita hver kostnaður hins opinbera er vegna erlendra fanga á tímabilinu, en samkvæmt svari ráðherra var meðaltalskostnaður á fanga á dag 56.734 miðað við 17. september. Kostnaðurinn byggir á upplýsingum frá Fangelsismálastofnun. Heildarkostnaður ekki tekinn fram í svarinu „Bak við útreikninga á meðaltalskostnaði er heildarkostnaður vegna reksturs fangelsanna fjögurra auk launakostnaðar vegna sálfræðinga og félagsráðgjafa. Heildarkostnaði er svo deilt upp með fjölda daga í afplánun og þeirri útkomu deilt með fjölda fanga,“ segir í svari ráðherra. Því er hins vegar ekki svarað hver heildarkostnaður hins opinbera hefur verið síðastliðin fimm ár. Gefinn er upp meðalkostnaður á fanga á dag fyrir hvert ár á tímabilinu 2020 til 2025, en þar sem ekki er hægt að lesa úr svarinu í hve marga daga hver og einn fangi afplánaði er erfitt að reikna út hver heildarkostnaðurinn hefur verið sé miðað við kostnað hvern fanga á dag. Samkvæmt svarinu var meðalkostnaður á fanga á dag fyrir árið 2025 til 17. September 56.734 krónur. Í fyrra var meðalkostnaðurinn 56.750 krónur á dag og árið 2023 var kostnaðurinn 50.297 krónur. Meðalkostnaðurinn var 50.155 krónur fyrir árið 2022, 44.838 krónur árið 2021 og 43.996 krónur fyrir árið 2020. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Fangelsismál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira