Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar 2. desember 2025 14:02 Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland, gripið til róttækra aðgerða til að endurflokka sínar búsetutengdu lágmarksbætur. Þessi endurflokkun hefur stöðvað greiðslur á grunnlífeyri til þúsunda bótaþega sem búa í útlöndum. Ísland stendur nú frammi fyrir svipuðu vali varðandi grunnlífeyri Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir að vera búsetutengd framfærslubót er íslenski grunnlífeyririnn enn flokkaður sem flytjanleg bót innan EES, sem þýðir að hann er greiddur óháð búsetu. Það er afar mikilvægt að árétta að umræddar breytingar hafa enginn áhrif á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrisgreiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum eru iðgjaldstengdar og byggja á áunnum réttindum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru þær alltaf flytjanlegar og verða áfram greiddar hvar sem fólk kýs að búa í heiminum, hvort sem er innan eða utan EES/ESB. Breytingarnar snúast eingöngu um búsetutengdar lágmarksbætur sem ríkið greiðir (grunnlífeyri). Greiðslur á íslenskum grunnlífeyri, sem eru ætlaðar til lágmarksframfærslu á Íslandi (einu dýrustu landi Evrópu), eru sendar út til annarra EES-landa, sérstaklega í Suður- og Austur-Evrópu. Þar geta þessar bætur verið margfalt, jafnvel fimm til tíu sinnum, verðmætari vegna lægri framfærslukostnaðar. Íslenskir skattgreiðendur eru þannig að halda uppi háum lífskjörum erlendis af skattfé frá Íslandi, sem er mjög ósanngjarnt. Ríkið ber ekki aðeins kostnað af greiðslum grunnlífeyris heldur einnig kostnað af sjúkratryggingum (S1 vottorðum) þessara lífeyrisþega erlendis. Þessi heildarkostnaður, líkt og dæmi frá Norðurlöndum sýna, getur numið mörgum milljörðum króna á ársgrundvelli. Með því að fylgja fordæmi Svíþjóðar og Finnlands og endurflokka grunnlífeyrinn sem óflytjanlega búsetubót myndi við ná fram sparnaði. Áætlað er að heildarsparnaður vegna stöðvunar greiðslu grunnlífeyris til EES/ESB ríkja myndi nema mörgum milljörðum króna á ári. Þessir fjármunir, sem nú fara til að styrkja lífskjör í útlöndum, losna til að nýta innanlands. Áhrif á fjárhag Sjúkratrygginga Íslands væru mest. Við endurflokkun losnar ríkið undan ábyrgð á heilbrigðiskostnaði þúsunda lífeyrisþega erlendis, sem er oft gríðarlegur kostnaðarliður. Spánverjar og Finnar hafa bent á að þessi sparnaður vegna S1 vottorða sé jafnvel meiri en sparnaðurinn af bótunum sjálfum. Þetta snýst ekki bara um að spara, heldur um að beita fjármunum á réttlátari hátt. Fjárhagslegi sparnaðurinn sem hlýst af endurflokkun gæti verið nýttur til að hækka tekjutryggingu og aðrar lágmarksbætur á Íslandi. Slík hækkun myndi beint styðja þann hóp á Íslandi sem hefur ekki safnað upp miklum lífeyrisréttindum. Með því að hætta að fjármagna há lífskjör annars staðar er hægt að réttlæta hærri og betri lágmarksframfærslu fyrir þá sem virkilega þurfa á henni að halda heima. Með því að endurflokka grunnlífeyri tryggir Ísland að fylgt sé þeirri meginreglu ESB að lágmarksframfærslubætur skuli vera á ábyrgð búsetulandsins. Þannig er komið í veg fyrir ósanngjarnt „bótahopp“ þar sem Íslendingar (eða aðrir EES-borgarar) flytja erlendis til að njóta mikils kaupmáttarmunar á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Það er tími til kominn að Ísland horfist í augu við þá staðreynd að núverandi fyrirkomulag grunnlífeyris er ósanngjarnt gagnvart þeim sem reiða sig á bótakerfið heima. Með því að fylgja lagalegu fordæmi Svíþjóðar og Finnlands getur Ísland sparað milljarða og endurdreift fjármunum á þann hátt að það styrkir þá sem eru fátækastir á Íslandi og tryggir réttlæti í almannatryggingakerfinu. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Norðurlöndin, Svíþjóð og Finnland, gripið til róttækra aðgerða til að endurflokka sínar búsetutengdu lágmarksbætur. Þessi endurflokkun hefur stöðvað greiðslur á grunnlífeyri til þúsunda bótaþega sem búa í útlöndum. Ísland stendur nú frammi fyrir svipuðu vali varðandi grunnlífeyri Tryggingastofnunar. Þrátt fyrir að vera búsetutengd framfærslubót er íslenski grunnlífeyririnn enn flokkaður sem flytjanleg bót innan EES, sem þýðir að hann er greiddur óháð búsetu. Það er afar mikilvægt að árétta að umræddar breytingar hafa enginn áhrif á lífeyri frá lífeyrissjóðum. Lífeyrisgreiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum eru iðgjaldstengdar og byggja á áunnum réttindum. Samkvæmt alþjóðlegum reglum eru þær alltaf flytjanlegar og verða áfram greiddar hvar sem fólk kýs að búa í heiminum, hvort sem er innan eða utan EES/ESB. Breytingarnar snúast eingöngu um búsetutengdar lágmarksbætur sem ríkið greiðir (grunnlífeyri). Greiðslur á íslenskum grunnlífeyri, sem eru ætlaðar til lágmarksframfærslu á Íslandi (einu dýrustu landi Evrópu), eru sendar út til annarra EES-landa, sérstaklega í Suður- og Austur-Evrópu. Þar geta þessar bætur verið margfalt, jafnvel fimm til tíu sinnum, verðmætari vegna lægri framfærslukostnaðar. Íslenskir skattgreiðendur eru þannig að halda uppi háum lífskjörum erlendis af skattfé frá Íslandi, sem er mjög ósanngjarnt. Ríkið ber ekki aðeins kostnað af greiðslum grunnlífeyris heldur einnig kostnað af sjúkratryggingum (S1 vottorðum) þessara lífeyrisþega erlendis. Þessi heildarkostnaður, líkt og dæmi frá Norðurlöndum sýna, getur numið mörgum milljörðum króna á ársgrundvelli. Með því að fylgja fordæmi Svíþjóðar og Finnlands og endurflokka grunnlífeyrinn sem óflytjanlega búsetubót myndi við ná fram sparnaði. Áætlað er að heildarsparnaður vegna stöðvunar greiðslu grunnlífeyris til EES/ESB ríkja myndi nema mörgum milljörðum króna á ári. Þessir fjármunir, sem nú fara til að styrkja lífskjör í útlöndum, losna til að nýta innanlands. Áhrif á fjárhag Sjúkratrygginga Íslands væru mest. Við endurflokkun losnar ríkið undan ábyrgð á heilbrigðiskostnaði þúsunda lífeyrisþega erlendis, sem er oft gríðarlegur kostnaðarliður. Spánverjar og Finnar hafa bent á að þessi sparnaður vegna S1 vottorða sé jafnvel meiri en sparnaðurinn af bótunum sjálfum. Þetta snýst ekki bara um að spara, heldur um að beita fjármunum á réttlátari hátt. Fjárhagslegi sparnaðurinn sem hlýst af endurflokkun gæti verið nýttur til að hækka tekjutryggingu og aðrar lágmarksbætur á Íslandi. Slík hækkun myndi beint styðja þann hóp á Íslandi sem hefur ekki safnað upp miklum lífeyrisréttindum. Með því að hætta að fjármagna há lífskjör annars staðar er hægt að réttlæta hærri og betri lágmarksframfærslu fyrir þá sem virkilega þurfa á henni að halda heima. Með því að endurflokka grunnlífeyri tryggir Ísland að fylgt sé þeirri meginreglu ESB að lágmarksframfærslubætur skuli vera á ábyrgð búsetulandsins. Þannig er komið í veg fyrir ósanngjarnt „bótahopp“ þar sem Íslendingar (eða aðrir EES-borgarar) flytja erlendis til að njóta mikils kaupmáttarmunar á kostnað íslenskra skattgreiðenda. Það er tími til kominn að Ísland horfist í augu við þá staðreynd að núverandi fyrirkomulag grunnlífeyris er ósanngjarnt gagnvart þeim sem reiða sig á bótakerfið heima. Með því að fylgja lagalegu fordæmi Svíþjóðar og Finnlands getur Ísland sparað milljarða og endurdreift fjármunum á þann hátt að það styrkir þá sem eru fátækastir á Íslandi og tryggir réttlæti í almannatryggingakerfinu. Höfundur lærði viðskipta- og sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun