Lífið

„Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dagbjört hefur algjörlega snúið við blaðinu.
Dagbjört hefur algjörlega snúið við blaðinu.

Tónlistarkonan Dagbjört Rúriksdóttir varð fyrir djúpstæðu áfalli sem barn sem breytti öllu hennar taugakerfi, eins og hún segir sjálf frá. Á unglingsárunum missti hún síðan bróður sinn, sem var fjölfatlaður, sem hafði einnig djúpstæð áhrif á hana.

Öll þessi áföll ýttu henni í klær fíkniefna sem hún notaði til að deyfa sársaukann.

Hafði lofað sér að gera aldrei

Það var svo í lok nóvember árið 2019 að Dagbjört fann sinn botn, raunar einn af mörgum. Hún fór í partí og var boðið að reykja það sem hún hélt að væri gras. Ung kona togaði hana heim í leigubíl og sagði henni svo næsta dag „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“

Þetta var eitthvað sem Dagbjört hafði lofað sér að gera aldrei en var á þessum tíma svo langt leidd að hún gerði hvað sem er til að komast í vímu.

Nokkrum dögum síðar fann Dagbjört Guð á samkomu hjá United og fullyrðir að hún hafi verið snert af heilögum anda. Hún varð edrú þann 2. desember árið 2019 og segir fullum fetum að Guð hafi bjargað lífi hennar. Hún fer með bænirnar á hverjum morgni, sækir samkomur tvisvar í viku til að lofa sinn Guð og hefur byggt upp samband sitt við sína nánustu sem fíknin skemmdi.

Ísland í dag heimsótti Dagbjörtu og fór yfir fíknina, trúna og tónlistina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.