Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Jón Ísak Ragnarsson og Kjartan Kjartansson skrifa 1. desember 2025 07:00 Nýtt merki Þjóoðkirkjunnar er einfalt. Krossinn, tákn upprisunnar á einlitum grunni. Til vinstri er Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands. Þjóðkirkjan Þjóðkirkjan hefur sett í loftið nýja vefsíðu, og er markmiðið að gera þjónustu kirkjunnar sýnilegri og svara spurningum um hlutverk Þjóðkirkjunnar og þá þjónustu sem hún veitir. Þá hefur kirkjan kynnt nýtt merki Þjóðkirkjunnar, sem er einfaldur kross á einlitum grunni. Gamla merki Þjóðkirkjunnar var frá árinu 2003. Auk krossins sýndi það skip, sem er tákn kirkjunnar, og fiskinn sem er fornt tákn um Jesú, aðalpersónu kristinnar trúar. Bæði skipið og fiskurinn eru nú horfin úr merki Þjóðkirkjunnar. Eldra merki Þjóðkirkjunnar með Jesúfisknum undir krossinum. Karl Sigurbjörnsson heitinn, fyrrverandi biskup, átti hugmyndina að merkinu. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merkið.Þjóðkirkjan Fiskurinn er sagður hafa orðið að leynilegu tákni kristinna manna á fyrstu öldum trúarinnar þegar þeir sættu ofsóknum. Ástæðan er sögð sú að á grísku getur orðið fiskur verið skammstöfun fyrir „Jesú krist, guðsson, frelsara“. Táknið hefur verið því stundum verið nefnt „Jesúfiskurinn“. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að með nýjum vef (kirkjan.is) sé nú í fyrsta sinn hægt að skoða sameiginlegt viðburðardagatal allra kirkna um landið. Þar sé einnig að finna heildstæðan lista yfir kirkjur, kapellur og bænhús Þjóðkirkjunnar. „Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt er tekið saman á einum stað.“ „Þjóðkirkjan leggur áherslu á bæn, boðun og þjónustu en einnig kærleika og nærveru. Í kirkjunni er rými fyrir allar manneskjur, hvort sem fólk leitar í bænina, vill njóta kyrrðar og friðar, fallegrar tónlistar, sálgæslu eða einfaldlega staðar til að vera með gleði sína og sorg,“ segir í tilkynningunni. Kristin gildi séu grunnstoðir samfélagsins „Kristin gildi eru grunnstoðir íslensks samfélags og Þjóðkirkjan vinnur að því að halda þeim á lofti og minna á þau í daglegu starfi og allri þjónustu við fólk. Rannsóknir sýna að samfélag sem sameinast um grunngildi stendur sterkt.“ Á nýrri vefsíðu sé hægt að kynna sér þessi gildi og jafnvel velja þau sem standa manni næst og úr því verði fallegur persónulegur kross. Ný heimasíða leggi auk þess áherslu á þjónustu kirkjunnar við almenning, athafnir, helgihald, sálgæslu, viðburði og helgihald. Þjóðkirkjan sé opin aðgengileg og kærleiksrík Auk þess veðri lögð áhersla á fróðleik um Þjóðkirkjuna, kirkjur landsins, kristna trú, hefðir og venjur sem mótast hafa innan Þjóðkirkjunnar undanfarnar aldir. „Trú er margbreytileg. Þjóðkirkjan á ekki trúna og ber virðingu fyrir ólíkri trúarupplifun fólks og lífsskoðunum. Allar manneskjur eru velkomnar í Þjóðkirkjuna, sem er kærleiksríkur staður sem lætur sig allt mannlegt varða,“ er haft eftir Guðrúnu Karls Helgudóttur biskup. Hún vonar að nýja vefsíðan endurspegli það að Þjóðkirkjan sé opin, aðgengileg og kærleiksrík. Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Gamla merki Þjóðkirkjunnar var frá árinu 2003. Auk krossins sýndi það skip, sem er tákn kirkjunnar, og fiskinn sem er fornt tákn um Jesú, aðalpersónu kristinnar trúar. Bæði skipið og fiskurinn eru nú horfin úr merki Þjóðkirkjunnar. Eldra merki Þjóðkirkjunnar með Jesúfisknum undir krossinum. Karl Sigurbjörnsson heitinn, fyrrverandi biskup, átti hugmyndina að merkinu. Jóna Sigríður Þorleifsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði merkið.Þjóðkirkjan Fiskurinn er sagður hafa orðið að leynilegu tákni kristinna manna á fyrstu öldum trúarinnar þegar þeir sættu ofsóknum. Ástæðan er sögð sú að á grísku getur orðið fiskur verið skammstöfun fyrir „Jesú krist, guðsson, frelsara“. Táknið hefur verið því stundum verið nefnt „Jesúfiskurinn“. Í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni segir að með nýjum vef (kirkjan.is) sé nú í fyrsta sinn hægt að skoða sameiginlegt viðburðardagatal allra kirkna um landið. Þar sé einnig að finna heildstæðan lista yfir kirkjur, kapellur og bænhús Þjóðkirkjunnar. „Er það líklega í fyrsta sinn sem slíkt er tekið saman á einum stað.“ „Þjóðkirkjan leggur áherslu á bæn, boðun og þjónustu en einnig kærleika og nærveru. Í kirkjunni er rými fyrir allar manneskjur, hvort sem fólk leitar í bænina, vill njóta kyrrðar og friðar, fallegrar tónlistar, sálgæslu eða einfaldlega staðar til að vera með gleði sína og sorg,“ segir í tilkynningunni. Kristin gildi séu grunnstoðir samfélagsins „Kristin gildi eru grunnstoðir íslensks samfélags og Þjóðkirkjan vinnur að því að halda þeim á lofti og minna á þau í daglegu starfi og allri þjónustu við fólk. Rannsóknir sýna að samfélag sem sameinast um grunngildi stendur sterkt.“ Á nýrri vefsíðu sé hægt að kynna sér þessi gildi og jafnvel velja þau sem standa manni næst og úr því verði fallegur persónulegur kross. Ný heimasíða leggi auk þess áherslu á þjónustu kirkjunnar við almenning, athafnir, helgihald, sálgæslu, viðburði og helgihald. Þjóðkirkjan sé opin aðgengileg og kærleiksrík Auk þess veðri lögð áhersla á fróðleik um Þjóðkirkjuna, kirkjur landsins, kristna trú, hefðir og venjur sem mótast hafa innan Þjóðkirkjunnar undanfarnar aldir. „Trú er margbreytileg. Þjóðkirkjan á ekki trúna og ber virðingu fyrir ólíkri trúarupplifun fólks og lífsskoðunum. Allar manneskjur eru velkomnar í Þjóðkirkjuna, sem er kærleiksríkur staður sem lætur sig allt mannlegt varða,“ er haft eftir Guðrúnu Karls Helgudóttur biskup. Hún vonar að nýja vefsíðan endurspegli það að Þjóðkirkjan sé opin, aðgengileg og kærleiksrík.
Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent