Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2025 06:31 Það voru tollverðir sem stöðvuðu mennina í Leifstöð. Vísir/Vilhelm Tveir erlendir karlmenn, Gary McMeechan og Christopher Denis Riordan, voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm. Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Þeir fluttu hingað til lands réttrúm tólf kíló af kókaíni sem falin voru í tveimur farangurstöskum sem þeir komu með úr flugi frá París í lok maímánaðar. Tollverðir fundu efnin á Keflavíkurflugvelli, en styrkleiki þeirra var á bilinu 82 til 88 prósent. McMeechan, sem játaði sök, hlaut sex ára fangelsisdóm. Riordan, neitaði hins vegar sök, og fékk fjögurra ára dóm. Hann fékk vægari dóm þar sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði í raun einungis átt þátt í því að flytja helming efnanna, þau sem voru í tösku á hans nafni, til landsins. Stunguárás kvöldið áður Í lögregluskýrslu kemur fram að Riordan hafi greint lögreglumanni frá því að hann hefði orðið fyrir stunguárás á Englandi daginn áður en þeir héldu til Íslands. „Er ég var að færa Christopher í handjárn sagði hann mér frá því að hann hafi lent í stunguárás kvöldið áður í Englandi. Aðspurður hvort stunguárásin tengdist ferðalagi hans til Íslands sagði hann „mögulega“,“ segir í skýrslunni. Sagði þá á leið í brúðkaup Fyrir dómi neitaði Gary McMeechan að svara spurningum en gaf yfirlýsingu. Hann sagðist hafa vitað að í töskunum væri eitthvað ólöglegt, líklega maríúana. Hann hafi ekki vitað að í þeim væru tólf kíló af kókaíni. Efninf voru flutt í ferðatöskum.Vísir/Vilhelm Hann sagðist hafa platað Riordan með sér í ferðina, en sá hafi talið að þeir væru á leið í brúðkaup hér á landi. Honum þætti málið mjög leitt og bæri fulla ábyrgð á því. Þá baðst hann afsökunar á því ónæði og vandræðum sem hann hafði valdið. Unnustan hætti við eftir árásina Christopher Denis Riordan vildi einnig meina að McMeechan hefði boðið honum í brúðkaup á Íslandi. Hann sagðist sjálfur ekki vita hver brúðhjónin væru, það væri fólk sem McMeechan þekkti en hann ekki. Þeir hefðu í raun ætlað til Íslands daginn áður, en þá hafi hann endað á sjúkrahús eftir að hafa verið skorinn á fæti í átökum. Það hafi verið þegar klukkutími var í flugið. Þeir hafi því ákveðið að fara daginn eftir. Unnusta Riordan hafi einnig ætlað með í ferðina, en hún hafi hætt við eftir hnífaárásina. Hún gaf einnig skýrlsu fyrir dómi og sagðist hafa verið í uppnámi eftir umrædda árás, og fengið hræðslukast. Hún hafi því ákveðið að fara ekki og vera heldur með börnunum sínum. Hún sagðist ekki vita hvers vegna hann hafi orðið fyrir árás. Yrði góður eftir nokkrar ferðir Á meðal gagna málsins voru samskipti mannanna tveggja í gegnum samfélagsmiðillinn Whatsapp. Af þeim að dæma virtist McMeechan skipuleggja ferðina að mestu leyti. Þá hafi Riordan talað um að sig vantaði pening. McMeechan hafi sagt við því að þeir myndu fara þrjár eða fjórar ferðir, og þá yrði hann góður. HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS, Krýsuvíkurmálið Ótrúverðugt og tilhæfulaust Í niðurstöðukafla dómsins segir meðal annars að skýringar mannanna um að þeir væru á leið í brúðkaup væru ótrúverðugar og tilhæfulausar. Af spjalli þeirra að dæma hafi ekkert bent til að þeir væru á leið í brúðkaup. Þá hafi mönnunum átt að vera ljóst að í töskunum væru fíkniefni. Líkt og áður segir hlaut McMeechan sex ára fangelsisdóm og Riordan fjögurra ára dóm.
Fíkniefnabrot Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira