Handbolti

„Að­eins öðru­vísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Matthildur Lilja og Katrín Tinna áttu í fullu fangi með Þjóðverjana og annað erfitt verkefni bíður þeirra í kvöld, þegar Ísland mætir Serbíu.
Matthildur Lilja og Katrín Tinna áttu í fullu fangi með Þjóðverjana og annað erfitt verkefni bíður þeirra í kvöld, þegar Ísland mætir Serbíu. Tom Weller/Getty Images

Opnunarleikur HM var aðeins þriðji landsleikur Matthildar Lilju Jónsdóttur en hún var í stóru hlutverki og stóð sig vel, á margfalt stærra sviði en hún er vön að vera á.

„Já þetta var bara ótrúlegt, að vera þarna fyrir framan fulla höll, að spila fyrir íslenska landsliðið á HM, þetta var sturlað“ sagði Matthildur og brosti út að eyrum en hún spilaði fyrsta landsleikinn í haust og var kölluð inn í HM hópinn með skömmum fyrirvara.

Klippa: Nýliðinn Matthildur Lilja í stóru hlutverki á HM

Vegna meiðsla Andreu Jacobsen og Elísu Elíasdóttur stóðu Matthildur Lilja og liðsfélagi hennar í ÍR, Katrín Tinna Jensdóttir, vaktina í vörninni heilmikið gegn Þýskalandi.

„Þetta var stórt hlutverk að taka, en mér fannst það bara gaman, að fá að berjast og taka ábyrgð. Gaman að prófa að miða sig við þá bestu, það er þangað sem maður stefnir.“

Þær tvær hafa líka verið lykilleikmenn í liði ÍR, sem hefur komið skemmtilega á óvart í Olís deildinni í vetur og vann Íslandsmeistara Vals í síðasta leiknum fyrir HM hlé. 

Höllin í Stuttgart er þó aðeins stærri og meiri en íþróttahúsið í Skógarselinu.

„Já það var aðeins öðruvísi, en alltaf geggjað hafa hana Katrínu með mér.“

Aftur mun mikið mæða á Matthildi í kvöld, þegar Ísland mætir Serbíu í öðrum leik C-riðils.

„Þetta verður geðveikt, við erum ótrúlega spenntar að mæta þeim.“

Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur.


Tengdar fréttir

„Hún lamdi aðeins á mér“

Elín Rósa Magnúsdóttir var lurkum lamin af liðsfélaga sínum í opnunarleik Íslands og Þýskalands á HM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×