Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar 27. nóvember 2025 07:33 Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri ýjaði að því í grein á Vísi að það væri mér og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að kenna að ekki sé til fjármagn til að gera samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjörutíu og tvo einstaklinga í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ári. Við lögfestingu samningsins hefði átt að framkvæma fjárhagsmat skv. 129. gr. sveitarstjórnarlaga. Þetta er rangt. Það var mat sérfræðinga bæði félags- og fjármálaráðuneytisins að ekki væri þörf á slíku mati. Enda væri með samningnum verið að lögfesta alþjóðamannréttindasáttmála en ekki stofna til nýrrar þjónustu. Sveitarfélögum hefur borið skylda til að veita NPA þjónustu allt frá samþykkt laga árið 2018. Samningur SÞ breytir því ekki og kveður ekki á um neinar umfram skuldbindingar í þeim efnum. Þegar málefni fatlaðs fólks fluttust frá ríki til sveitarfélaga á sínum tíma var gert kostnaðarmat og það er rétt að það hefur langt í frá staðist. Eftir það hefur farið fram greining á því hvernig leiðrétta megi þennan halla. Jafnframt hefur fjármagni verið veitt til sveitarfélaga í gegnum jöfnunarsjóð til að sinna málaflokknum. Því hefur einnig verið haldið fram að samningur SÞ kosti sveitarfélögin 14 milljarða. Þar er vísað til þess að 400 manns eru nú á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk. Þessar skyldur sveitarfélaganna og þar með biðlistinn lágu fyrir löngu áður en samningurinn var lögfestur og hefur ekkert með samninginn að gera. Samningurinn bætir hins vegar réttarstöðu fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir að þar með hafi ríkisstjórnin sett „fatlað fólk milli steins og sleggju.“ Það er alveg nýtt að bætt réttarstaða fólks setji það milli steins og sleggju. Milli hvaða steins og hvaða sleggju? Ríki og sveitarfélög þurfa auðvitað að vinna saman að samkomulagi um kostnaðarskiptingu vegna áður lögbundinnar NPA þjónustu og uppbyggingar sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk. Ég hef aldrei sagt annað. En núverandi staða er arfur frá nokkrum fyrri ríkisstjórnum og hefur ekkert með samning SÞ að gera. Ríkisstjórnin er hins vegar einhuga um að koma málaflokknum á betri stað í sátt við sveitarfélögin í landinu. Það er mér ekki að skapi að láta fatlað fólk bíða eftir mannréttindum á meðan ríki og sveitarfélög takast á í skotgröfum. Ég vil að við tryggjum sjálfsagða mannréttindavernd strax og vinnum svo saman að því þjónusta sem kveðið er á um í öðrum lögum verði veitt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri ýjaði að því í grein á Vísi að það væri mér og lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að kenna að ekki sé til fjármagn til að gera samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) við fjörutíu og tvo einstaklinga í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ári. Við lögfestingu samningsins hefði átt að framkvæma fjárhagsmat skv. 129. gr. sveitarstjórnarlaga. Þetta er rangt. Það var mat sérfræðinga bæði félags- og fjármálaráðuneytisins að ekki væri þörf á slíku mati. Enda væri með samningnum verið að lögfesta alþjóðamannréttindasáttmála en ekki stofna til nýrrar þjónustu. Sveitarfélögum hefur borið skylda til að veita NPA þjónustu allt frá samþykkt laga árið 2018. Samningur SÞ breytir því ekki og kveður ekki á um neinar umfram skuldbindingar í þeim efnum. Þegar málefni fatlaðs fólks fluttust frá ríki til sveitarfélaga á sínum tíma var gert kostnaðarmat og það er rétt að það hefur langt í frá staðist. Eftir það hefur farið fram greining á því hvernig leiðrétta megi þennan halla. Jafnframt hefur fjármagni verið veitt til sveitarfélaga í gegnum jöfnunarsjóð til að sinna málaflokknum. Því hefur einnig verið haldið fram að samningur SÞ kosti sveitarfélögin 14 milljarða. Þar er vísað til þess að 400 manns eru nú á biðlista eftir sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk. Þessar skyldur sveitarfélaganna og þar með biðlistinn lágu fyrir löngu áður en samningurinn var lögfestur og hefur ekkert með samninginn að gera. Samningurinn bætir hins vegar réttarstöðu fatlaðs fólks telji það á sér brotið. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir að þar með hafi ríkisstjórnin sett „fatlað fólk milli steins og sleggju.“ Það er alveg nýtt að bætt réttarstaða fólks setji það milli steins og sleggju. Milli hvaða steins og hvaða sleggju? Ríki og sveitarfélög þurfa auðvitað að vinna saman að samkomulagi um kostnaðarskiptingu vegna áður lögbundinnar NPA þjónustu og uppbyggingar sértæks húsnæðis fyrir fatlað fólk. Ég hef aldrei sagt annað. En núverandi staða er arfur frá nokkrum fyrri ríkisstjórnum og hefur ekkert með samning SÞ að gera. Ríkisstjórnin er hins vegar einhuga um að koma málaflokknum á betri stað í sátt við sveitarfélögin í landinu. Það er mér ekki að skapi að láta fatlað fólk bíða eftir mannréttindum á meðan ríki og sveitarfélög takast á í skotgröfum. Ég vil að við tryggjum sjálfsagða mannréttindavernd strax og vinnum svo saman að því þjónusta sem kveðið er á um í öðrum lögum verði veitt. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar