Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 11:16 Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á leikskólum. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru leitast við að mæta áskorunum leikskólastigsins, einkum vegna styttingar vinnuvikunnar, með því að fækka stundum sem börn dvelja í leikskóla. Til framtíðar er æskilegt að börn verji styttri tíma í leikskóla og meiri með foreldrum sínum. Slíkar breytingar verða þó að aldrei að veruleika nema stytting vinnuvikunnar nái fyllilega til almenna vinnumarkaðarins en stærstur hluti vinnandi fólks er með mun lengri viðveru í vinnu en á við um opinbera starfsmenn. Tæplega geta börn varið tíma með foreldrum sínum meðan þau síðarnefndu eru í vinnu. Flóknar gjaldskrár sem kalla á reiknivélar Sveitarfélögin fara mismunandi leiðir til að ná markmiðinu um styttri vistunartíma barna en þó virðist tilhneigingin allra helst sú að nota verðstýringar. Smám saman eru gjaldskrár leikskóla orðnar svo flóknar að þær eru illa samanburðarhæfar á milli sveitarfélaga og foreldrar eiga í stökustu vandræðum með að átta sig á gjöldum sem þeim ber að greiða. Svo miklar eru flækjurnar að útbúnar hafa verið sérstakar reiknivélar þar sem foreldrar geta fært inn ætlaðan vistunartíma og heildarlaun sín til að átta sig á upphæð leikskólagjalda. Sú hugmynd virðist hafa orðið ofan á að æskilegt sé að tekjutengja leikskólagjöld og er borgarfulltrúum og stjórnendum leikskólamála tíðrætt um að gjaldþátttaka foreldra hafi minnkað, líkt og það sé neikvætt. Sú þróun hefur átt sér stað yfir það tímabil sem leikskólar hafa farið frá því að vera dagvistunarúrræði fyrir einstæðar mæður og yfir í að vera almennir heilsdagsskólar, sem er einhver mikilvægasta stoð íslensks samfélags. En hvers vegna ekki að tekjutengja gjöldin? Er það ekki réttlát leið til að láta þau borga sem geta og hlífa þeim sem verst standa? Við fyrstu sýn kann þetta að virðast framsækin nálgun, en svo er ekki. Tekjutengingar vega að almennum kerfum og færa þau frá því að veita þjónustu eftir þörfum yfir í að þjónusta þau sem geta greitt. Almenn kerfi eru alla jafna betri og hagkvæmari, á meðan tekjutengd kerfi eru kostnaðarsamari og stjórnsýsla þeirra flókin. Tekjutengingar enda nánast undantekningalaust á að verða svo viðamiklar að fullvinnandi fólk verður fyrir skerðingum og fólk á lægri tekjum og lægri millitekjum rekur sig stöðugt í tekjuþakið. Á Íslandi eru barnabætur til dæmis tekjutengdar og skerðingarmörkin með þeim hætti að fæstir fullvinnandi foreldrar eiga rétt á fullum barnabótum. Sama má segja um leikskólagjöld í Kópavogi, þar sem fullur afsláttur nær ekki til láglaunaforeldra í sambúð. Fólk á lægri millitekjum þarf að greiða full gjöld. Með þessu er þjónusta við barnafólk smám saman gerð að fátæktarhjálp, fremur en að stuðningi við börn og foreldra þeirra á viðkvæmu tímabili lífsins. Refsing fyrir aukavinnu Ungt fólk í dag býr við einhvern erfiðasta húsnæðismarkað í manna minnum. Þau eru í vandræðum með að koma sér þaki yfir höfuðið og ef það tekst, oftast með aðstoð nákominna, er greiðslubyrðin þung. Ein leið til að takast á við slíkan veruleika er að vinna aðeins meira, taka að sér aukavakt þegar færi gefst og reyna að skrapa saman aur til að borga inn á lánið eða eiga fyrir jólunum. En hvað þýðir það í tekjutengdum heimi? Það þýðir að allt í einu hækka leikskólagjöldin og barnabæturnar lækka. Hvernig á fólk þá að bjarga sér? Tekjutengingar refsa fyrir aukavinnu eða launahækkanir og ýta undir svarta atvinnustarfsemi, sem aftur veikir réttindi launafólks, bæði í nútíð og framtíð. Þær ýta undir spennu milli tekjuhópa og þá ekki síst þar sem tekjur segja bara hálfa söguna um afkomu; húsnæðiskostnaður segir hinn helminginn. Gengið gegn kjarasamningum Á síðasta ári voru gerðir kjarasamningar þar sem aðkoma ríkis og sveitarfélaga einkenndist af pólitískum vilja til að hlúa að barnafjölskyldum. Barna- og húsnæðisbætur voru hækkaðar, gjaldfrjálsum skólamáltíðum komið á og gefin fyrirheit um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Enn fremur skuldbundu sveitarfélög sig til að hækka ekki gjaldskrár úr hófi fram og hlífa sérstaklega barnafólki. Blekið var varla þornað þegar sum sveitarfélög hófu ofsahækkanir á leikskólagjöldum og nú eru slíkar tillögur á teikniborðinu hjá Reykjavíkurborg. Þessar hækkanir ganga í berhögg við kjarasamninga og draga úr því trausti sem verkalýðshreyfingin verður að geta borið til stjórnvalda. Innan VR eru fimm þúsund foreldrar leikskólabarna og VR er stærsta stéttarfélag ungs fólks á Íslandi. VR hefur mótmælt hækkunum leikskólagjalda fyrir hönd síns félagsfólks og þing Landssamband ísl. verzlunarmanna ályktaði í lok síðasta mánaðar gegn tekjutengingum leikskólagjalda. Við krefjumst þess að hagsmunir vinnandi foreldra séu teknir með í reikninginn við breytingar á starfsemi leikskóla. Tekjutengingar eru vond lausn og það er óásættanlegt að foreldrar á almennum vinnumarkaði greiði fyrir styttingu starfsfólks hjá hinu opinbera. Aðrar leiðir eru færar og VR er tilbúið til samstarfs um að vinna að þeim. Höfndur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Leikskólar Reykjavík Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nú standa yfir umfangsmiklar breytingar á leikskólum. Hvert sveitarfélagið á fætur öðru leitast við að mæta áskorunum leikskólastigsins, einkum vegna styttingar vinnuvikunnar, með því að fækka stundum sem börn dvelja í leikskóla. Til framtíðar er æskilegt að börn verji styttri tíma í leikskóla og meiri með foreldrum sínum. Slíkar breytingar verða þó að aldrei að veruleika nema stytting vinnuvikunnar nái fyllilega til almenna vinnumarkaðarins en stærstur hluti vinnandi fólks er með mun lengri viðveru í vinnu en á við um opinbera starfsmenn. Tæplega geta börn varið tíma með foreldrum sínum meðan þau síðarnefndu eru í vinnu. Flóknar gjaldskrár sem kalla á reiknivélar Sveitarfélögin fara mismunandi leiðir til að ná markmiðinu um styttri vistunartíma barna en þó virðist tilhneigingin allra helst sú að nota verðstýringar. Smám saman eru gjaldskrár leikskóla orðnar svo flóknar að þær eru illa samanburðarhæfar á milli sveitarfélaga og foreldrar eiga í stökustu vandræðum með að átta sig á gjöldum sem þeim ber að greiða. Svo miklar eru flækjurnar að útbúnar hafa verið sérstakar reiknivélar þar sem foreldrar geta fært inn ætlaðan vistunartíma og heildarlaun sín til að átta sig á upphæð leikskólagjalda. Sú hugmynd virðist hafa orðið ofan á að æskilegt sé að tekjutengja leikskólagjöld og er borgarfulltrúum og stjórnendum leikskólamála tíðrætt um að gjaldþátttaka foreldra hafi minnkað, líkt og það sé neikvætt. Sú þróun hefur átt sér stað yfir það tímabil sem leikskólar hafa farið frá því að vera dagvistunarúrræði fyrir einstæðar mæður og yfir í að vera almennir heilsdagsskólar, sem er einhver mikilvægasta stoð íslensks samfélags. En hvers vegna ekki að tekjutengja gjöldin? Er það ekki réttlát leið til að láta þau borga sem geta og hlífa þeim sem verst standa? Við fyrstu sýn kann þetta að virðast framsækin nálgun, en svo er ekki. Tekjutengingar vega að almennum kerfum og færa þau frá því að veita þjónustu eftir þörfum yfir í að þjónusta þau sem geta greitt. Almenn kerfi eru alla jafna betri og hagkvæmari, á meðan tekjutengd kerfi eru kostnaðarsamari og stjórnsýsla þeirra flókin. Tekjutengingar enda nánast undantekningalaust á að verða svo viðamiklar að fullvinnandi fólk verður fyrir skerðingum og fólk á lægri tekjum og lægri millitekjum rekur sig stöðugt í tekjuþakið. Á Íslandi eru barnabætur til dæmis tekjutengdar og skerðingarmörkin með þeim hætti að fæstir fullvinnandi foreldrar eiga rétt á fullum barnabótum. Sama má segja um leikskólagjöld í Kópavogi, þar sem fullur afsláttur nær ekki til láglaunaforeldra í sambúð. Fólk á lægri millitekjum þarf að greiða full gjöld. Með þessu er þjónusta við barnafólk smám saman gerð að fátæktarhjálp, fremur en að stuðningi við börn og foreldra þeirra á viðkvæmu tímabili lífsins. Refsing fyrir aukavinnu Ungt fólk í dag býr við einhvern erfiðasta húsnæðismarkað í manna minnum. Þau eru í vandræðum með að koma sér þaki yfir höfuðið og ef það tekst, oftast með aðstoð nákominna, er greiðslubyrðin þung. Ein leið til að takast á við slíkan veruleika er að vinna aðeins meira, taka að sér aukavakt þegar færi gefst og reyna að skrapa saman aur til að borga inn á lánið eða eiga fyrir jólunum. En hvað þýðir það í tekjutengdum heimi? Það þýðir að allt í einu hækka leikskólagjöldin og barnabæturnar lækka. Hvernig á fólk þá að bjarga sér? Tekjutengingar refsa fyrir aukavinnu eða launahækkanir og ýta undir svarta atvinnustarfsemi, sem aftur veikir réttindi launafólks, bæði í nútíð og framtíð. Þær ýta undir spennu milli tekjuhópa og þá ekki síst þar sem tekjur segja bara hálfa söguna um afkomu; húsnæðiskostnaður segir hinn helminginn. Gengið gegn kjarasamningum Á síðasta ári voru gerðir kjarasamningar þar sem aðkoma ríkis og sveitarfélaga einkenndist af pólitískum vilja til að hlúa að barnafjölskyldum. Barna- og húsnæðisbætur voru hækkaðar, gjaldfrjálsum skólamáltíðum komið á og gefin fyrirheit um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Enn fremur skuldbundu sveitarfélög sig til að hækka ekki gjaldskrár úr hófi fram og hlífa sérstaklega barnafólki. Blekið var varla þornað þegar sum sveitarfélög hófu ofsahækkanir á leikskólagjöldum og nú eru slíkar tillögur á teikniborðinu hjá Reykjavíkurborg. Þessar hækkanir ganga í berhögg við kjarasamninga og draga úr því trausti sem verkalýðshreyfingin verður að geta borið til stjórnvalda. Innan VR eru fimm þúsund foreldrar leikskólabarna og VR er stærsta stéttarfélag ungs fólks á Íslandi. VR hefur mótmælt hækkunum leikskólagjalda fyrir hönd síns félagsfólks og þing Landssamband ísl. verzlunarmanna ályktaði í lok síðasta mánaðar gegn tekjutengingum leikskólagjalda. Við krefjumst þess að hagsmunir vinnandi foreldra séu teknir með í reikninginn við breytingar á starfsemi leikskóla. Tekjutengingar eru vond lausn og það er óásættanlegt að foreldrar á almennum vinnumarkaði greiði fyrir styttingu starfsfólks hjá hinu opinbera. Aðrar leiðir eru færar og VR er tilbúið til samstarfs um að vinna að þeim. Höfndur er formaður VR.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun