„Við vinnum mjög vel saman“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. nóvember 2025 13:01 Hafdís Renötudóttir og Sara Sif Helgadóttir mynda markmannstvíeyki Íslands á HM. vísir Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. Hafdís var ein leikmönnum landsliðsins sem lenti í veikindum í síðustu viku en hún er búin að hrista þau af sér og segir undirbúninginn hafa gengið vel síðan þá. Sem er jákvætt því það mun mikið mæða á henni á mótinu, eins og gerir yfirleitt á markvörðum, en Hafdís mætir full sjálfstrausts í fyrsta leik. „Við erum búin að sjá nokkrar klippur með þeim og ég lít bara frekar björtum augum á þetta. Markmannsstaðan snýst bara um sjálfstraust og hugarfar, ásamt auðvitað snerpu og fleira, en maður þarf bara að vera rétt gíraður í hausnum og þá gengur vel.“ Hafdís er með nýjan makker í markmannsstöðunni. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið markmaður landsliðsins síðustu ár en hún er utan hóps og Sara Sif Helgadóttir mun deila stöðunni með Hafdísi. „Við vinnum mjög vel saman. Við vorum saman í Val [áður en Sara fór til Hauka] og höfum verið saman í landsliðinu, það gekk vel áður og hefur gengið vel núna. Elín Jóna er alveg að fara að eignast barn, sem er frábært og ég óska henni til hamingju. Leiðinlegt að missa hana en Sara Sif er frábær.“ Margar fleiri breytingar eru á hópnum miðað við síðasta stórmót og töluvert vantar í vörnina sem var fyrir framan Hafdísi á EM í fyrra. „Við erum að stilla okkur saman og erum flottur hópur. Við ætlum bara að stilla okkur ennþá betur saman og með æfingunni kemur þetta. Við þurfum bara að tala vel saman og við munum spila góða vörn, ég hef fulla trú á því“ sagði Hafdís en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hafdís mætt á HM með nýjan makker Ísland hefur leik á HM á morgun, miðvikudag klukkan 17, þegar liðið mætir Þýskalandi í uppseldum opnunarleik í Porsche höllinni í Stuttgart. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira
Hafdís var ein leikmönnum landsliðsins sem lenti í veikindum í síðustu viku en hún er búin að hrista þau af sér og segir undirbúninginn hafa gengið vel síðan þá. Sem er jákvætt því það mun mikið mæða á henni á mótinu, eins og gerir yfirleitt á markvörðum, en Hafdís mætir full sjálfstrausts í fyrsta leik. „Við erum búin að sjá nokkrar klippur með þeim og ég lít bara frekar björtum augum á þetta. Markmannsstaðan snýst bara um sjálfstraust og hugarfar, ásamt auðvitað snerpu og fleira, en maður þarf bara að vera rétt gíraður í hausnum og þá gengur vel.“ Hafdís er með nýjan makker í markmannsstöðunni. Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið markmaður landsliðsins síðustu ár en hún er utan hóps og Sara Sif Helgadóttir mun deila stöðunni með Hafdísi. „Við vinnum mjög vel saman. Við vorum saman í Val [áður en Sara fór til Hauka] og höfum verið saman í landsliðinu, það gekk vel áður og hefur gengið vel núna. Elín Jóna er alveg að fara að eignast barn, sem er frábært og ég óska henni til hamingju. Leiðinlegt að missa hana en Sara Sif er frábær.“ Margar fleiri breytingar eru á hópnum miðað við síðasta stórmót og töluvert vantar í vörnina sem var fyrir framan Hafdísi á EM í fyrra. „Við erum að stilla okkur saman og erum flottur hópur. Við ætlum bara að stilla okkur ennþá betur saman og með æfingunni kemur þetta. Við þurfum bara að tala vel saman og við munum spila góða vörn, ég hef fulla trú á því“ sagði Hafdís en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Hafdís mætt á HM með nýjan makker Ísland hefur leik á HM á morgun, miðvikudag klukkan 17, þegar liðið mætir Þýskalandi í uppseldum opnunarleik í Porsche höllinni í Stuttgart.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurganga Blomberg-Lippe heldur áfram EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Sjá meira