Innlent

Á­rekstur við Laugar­bakka: „Glerhálka og svartaþoka“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Löng bilaröð hefur myndast við slysstað.
Löng bilaröð hefur myndast við slysstað. Aðsend

Löng röð hefur myndast eftir að pallbíll og jepplingur skullu saman á þjóðveginum í grennd við Laugarbakka í Miðfirði. Glerhált er og svartaþoka að sögn viðbragðsaðila en engar upplýsingar liggja fyrir um ástand farþega.

Sjónarvottur segir slysið hafa átt sér stað um 16:20 og að þá hafi pallbíll og jepplingur skollið saman. Annar bílana hafi þverað veginn og skollið á hinum skammt frá afleggjaranum á Heggstaðanesveg.

Kristján Guðmundsson slökkviliðsmaður Brunavarna Húnaþings vestra var á leið á vettvang þegar blaðamaður sló á þráðinn. Hann segir glerhálku á svæðinu og svartaþoku. 

Hann segist ekki hafa upplýsingar um ástand farþega bílanna tveggja sem skullu saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×