Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. nóvember 2025 21:36 Njarðvíkingarnir hans Rúnars Inga Erlingssonar hafa unnið tvo leiki í röð í Bónus deild karla. vísir/anton Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur eftir sigurinn á Ármanni, 99-75, í kvöld. Hann viðurkenndi að það hafi verið snúið að undirbúa liðið fyrir leikinn eftir áfall síðustu viku, þegar Mario Matasovic sleit krossband í hné. „Þetta er beggja blands. Auðvitað auðveldar þetta einhvers konar hvatningu. Það er ekki allt með okkur, menn þurfa að stíga upp og aðrir fá tækifæri. Menn þurfa að bæta við sig snúningi,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leikinn í Njarðvík í kvöld. „En ég ætla ekki að ljúga að þér, síðustu helgi og inn í vikuna var maður ótrúlega svekktur bæði fyrir hönd Marios og okkar liðs. Það er erfitt að fá hans ígildi til baka, hann er íslenskur leikmaður og þetta breytir aðeins hvernig við horfum á hlutina. Við þurfum að finna nýjar lausnir og finna hvar við erum settir þar.“ En hvernig fannst Rúnari Njarðvíkingar svara mótlætinu í leiknum í kvöld? „Mér fannst við svara þessu flott. Menn eru að spila í öðrum stöðum, Dwayne Lautier er að spila meira í fjarkanum en hann getur nýst okkur rosa vel þannig. Þegar hann kom inn á undir lokin í þristinum bað hann um að vera í fjarkanum því það býr til nýja möguleika fyrir hann sem við erum að vinna með,“ svaraði Rúnar. „En heilt yfir voru allir tilbúnir. Guðmundur Aron [Jóhannesson], sem hefur lítið spilað, kemur inn, á flottar mínútur og setti stórt skot niður í fyrri hálfleik.“ Varnarleikur Njarðvíkur hefur ekki verið sterkur framan af tímabili en jákvæð teikn hafa verið á lofti hvað vörnina varðar í síðustu tveimur leikjum, gegn KR og Ármanni. „Æfingavikan hefur snúið um það að laga smáatriði og vinna í þeim. Það er fullt sem við getum bætt. Þetta snýst meira og minna um samskipti, sérstaklega þegar við erum að breyta á milli afbrigða og hlutverka hjá leikmönnum,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að gera fínt en við erum ekki að spila gegn bestu sóknarliðunum þótt Ármenningar hafi skorað mikið í sínum leikjum. Markmiðið í kvöld var að gera Braga Guðmundssyni erfitt fyrir í kvöld og hann hitti úr þremur af ellefu skotum sínum sem er það minnsta sem hann hefur gert á tímabilinu. Það er frábært að við séum að finna smá lykt af því að vera með hlutina á hreinu í vörninni,“ bætti Rúnar við. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Þetta er beggja blands. Auðvitað auðveldar þetta einhvers konar hvatningu. Það er ekki allt með okkur, menn þurfa að stíga upp og aðrir fá tækifæri. Menn þurfa að bæta við sig snúningi,“ sagði Rúnar við Vísi eftir leikinn í Njarðvík í kvöld. „En ég ætla ekki að ljúga að þér, síðustu helgi og inn í vikuna var maður ótrúlega svekktur bæði fyrir hönd Marios og okkar liðs. Það er erfitt að fá hans ígildi til baka, hann er íslenskur leikmaður og þetta breytir aðeins hvernig við horfum á hlutina. Við þurfum að finna nýjar lausnir og finna hvar við erum settir þar.“ En hvernig fannst Rúnari Njarðvíkingar svara mótlætinu í leiknum í kvöld? „Mér fannst við svara þessu flott. Menn eru að spila í öðrum stöðum, Dwayne Lautier er að spila meira í fjarkanum en hann getur nýst okkur rosa vel þannig. Þegar hann kom inn á undir lokin í þristinum bað hann um að vera í fjarkanum því það býr til nýja möguleika fyrir hann sem við erum að vinna með,“ svaraði Rúnar. „En heilt yfir voru allir tilbúnir. Guðmundur Aron [Jóhannesson], sem hefur lítið spilað, kemur inn, á flottar mínútur og setti stórt skot niður í fyrri hálfleik.“ Varnarleikur Njarðvíkur hefur ekki verið sterkur framan af tímabili en jákvæð teikn hafa verið á lofti hvað vörnina varðar í síðustu tveimur leikjum, gegn KR og Ármanni. „Æfingavikan hefur snúið um það að laga smáatriði og vinna í þeim. Það er fullt sem við getum bætt. Þetta snýst meira og minna um samskipti, sérstaklega þegar við erum að breyta á milli afbrigða og hlutverka hjá leikmönnum,“ sagði Rúnar. „Við erum búnir að gera fínt en við erum ekki að spila gegn bestu sóknarliðunum þótt Ármenningar hafi skorað mikið í sínum leikjum. Markmiðið í kvöld var að gera Braga Guðmundssyni erfitt fyrir í kvöld og hann hitti úr þremur af ellefu skotum sínum sem er það minnsta sem hann hefur gert á tímabilinu. Það er frábært að við séum að finna smá lykt af því að vera með hlutina á hreinu í vörninni,“ bætti Rúnar við.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira