Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 15:48 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og heilbrigðisráðherra hafa fundað um áframhaldandi samning við stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið headspace. Framkvæmdastjórinn segir jákvætt að samtal sé farið af stað en hún óttaðist að fengist ekki ríkisstyrkur þyrfti að loka starfsemi Bergsins. Hún hefur ekki fengið upplýsingar um hvað felst í samningnum. Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Fyrr í vikunni deildi Eva Rós Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Bergsins headspace, áhyggjum sínum yfir því að loka þyrfti úrræðinu fengju þau ekki samning við yfirvöld um stuðning til næstu þriggja ára. Í óundirbúnum fyrirspurnum vakti Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, athygli á stöðu mála í tilefni þess að alþjóðadagur barna er í dag. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, fundaði í gær með Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Ölmu Möller heilbrigðisráðherra. Þar sem að Bergið býður upp á stuðning fyrir ungmenni á aldrinum tólf til 25 ára varðar starfsemin öll þrjú ráðuneytin. „Við vorum að ganga frá samningum í gær og ég get alveg glatt hæstvirtan þingmann með því að við erum og munum sjá til þess að þetta frábæra starf sem þar er unnið haldi áfram,“ segir hann í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. „Ég segi að við eigum einmitt að sjá til þess að svona félög geti unnið sína vinnu vegna þess að forvarnarstarf þeirra er alveg til fyrirmyndar. Við vitum ekki hversu mikið þau hafa lagt á sig en þau eru að koma í veg fyrir það að börnin okkar lendi í þessum erfiðustu málum.“ Guðmundur Ingi sagði ekki hvað fælist í samningnum. Var ekki viðstödd fundina Í samtali við fréttastofu segist Eva Rós ekki hafa verið viðstödd fundinn. Hún hefur ekki fengið að heyra hvað felst í samningnum. Hún segir það samt sem áður jákvæðar fréttir að samtal sé farið af stað innan ráðuneytanna. „Samtalið er farið af stað, það er það sem við vildum. Það er verið að ganga frá þessu,“ segir hún. Ráðherrar síðustu ríkisstjórnar voru tilbúnir með þriggja ára samning upp en ekki náðist að undirrita samninginn áður en ríkisstjórnin féll. Í staðinn fékk Bergið fimmtíu milljóna króna styrk í byrjun árs og svo tuttugu milljónir í ágúst. Eva Rós segir að reksturinn fyrir árið 2025 komi til með að kosta um 140 milljónir króna. Því sé mikilvægt að fá aukinn fjárstyrk til að hægt sé að stækka starfsemina. „Það sem við erum að óska eftir núna er að ríkið tryggi reksturinn, sem eru 150 milljónir, svo við gætum farið í það að stækka. Við erum með mikla eftirspurn á landsvísu, við viljum styðja við landsbyggðina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Geðheilbrigði Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira