Handbolti

Sól­veig ráðin fram­kvæmda­stjóri HSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sólveig Jónsdóttir færir sig úr fimleikunum yfir í handboltann á nýja árinu.
Sólveig Jónsdóttir færir sig úr fimleikunum yfir í handboltann á nýja árinu. vísir/vilhelm

Sólveig Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands.

Sólveig hefur störf hjá HSÍ í byrjun næsta árs en hún tekur við starfi framkvæmdastjóra af Róberti Geir Gíslasyni. Hann hættir hjá HSÍ um áramótin en hann hefur starfað hjá sambandinu síðan 2002.

Sólveig hefur undanfarin áratug starfað sem framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands.

„Það er bæði heiður og spennandi áskorun að taka við starfi framkvæmdastjóra HSÍ. Íslenskur handknattleikur á sér sterkar rætur í þjóðarsálinni og í gegnum tíðina hefur verið gaman að fylgjast með þeim mikla árangri sem náðst hefur. Ég hlakka til að vinna með stjórn, félögum, leikmönnum og öllu því öfluga fólki sem stendur að handboltanum í landinu,“ segir Sólveig í yfirlýsingu frá HSÍ.

„Við erum afar ánægð að fá Sólveigu til okkar. Hún hefur mikla reynslu, sterka sýn og víðtæka þekkingu á íþróttasamfélaginu á Íslandi, reynslu sem mun hjálpa HSÍ að þróa sína framtíðarsýn,“ segir stjórn HSÍ í sameiginlegri yfirlýsingu. 

„Reynsla hennar og faglegur bakgrunnur munu nýtast vel í áframhaldandi uppbyggingu starfsemi Handknattleikssambands Íslands.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×