Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2025 13:30 Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. AP/Rebecca Blackwell Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni. Áætlunin á einnig að byggja á fundi Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í Alaska fyrr á árinu. Talsmaður forseta Rússlands gaf þó til kynna í morgun að viðræðurnar væru ekki formlegar. Samkvæmt frétt Axios hafa þeir Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, og rússneski auðjöfurinn Kirill Dmitríev, sem hefur komið að friðarviðleitni varðandi Úkraínu, unnið að áætluninni. Hún er sögð snúa að friði í Úkraínu, öryggistryggingum, öryggi í Evrópu og framtíðarsamskiptum Bandaríkjanna við Rússland og Úkraínu. Í samtali við Axios sagði Dmitríev að hann hefði verið þremur dögum með Witkoff og öðrum erindrekum Trumps í Miami í Bandaríkjunum í október og þá hefðu þeir unnið að áætluninni. Hann sagði hana taka mið af fundi Trumps og Pútíns í Alaska og hún ætti að tækla átökin í Úkraínu, hvernig ætti að endurbyggja samskipti Bandaríkjanna og Rússlands og henni væri einnig ætlað að tækla „öryggisáhyggjur“ Rússa. Dmitríev sagði að áætlunin væri í raun mun umfangsmeiri en aðrar viðræður og sneru að því hvernig ætti að koma á varandi friði í Evrópu, ekki eingöngu í Úkraínu. Útlit er fyrir að Witkoff hafi fyrir mistök svarað tísti blaðamanns Axios um fréttina þegar hann ætlaði að senda einkaskilaboð. Þar skrifaði hann: „Hann hlýtur að hafa fengið þetta frá K.“ sem er líklega tilvísun í Kirill Dmitríev, sem blaðamaðurinn ræddi við vegna fréttarinnar. Witkoff eyddi svo ummælunum. Looks like Steve Witkoff tweeted what was meant to be a DM, saying the content for this much-discussed Axios story must have come from "K." Almost certainly this refers to Kirill Dmitriev, who is quoted in the story. But it seems the Russian side is leaking this for a reason.… pic.twitter.com/xuP2lV1FcZ— Michael Weiss (@michaeldweiss) November 19, 2025 Í október var hætt við fyrirhugaðan fund Trumps og Pútíns í Búdapest en það voru Bandaríkjamenn sem hættu við fundinn eftir að Marco Rubio og Sergei Lavrov utanríkisráðherrar ríkjanna töluðu saman í síma. Þá var Rubio sagður hafa lagt til að Trump fundaði ekki með Pútín þar sem Rússar sýndu engan vilja til að gefa nokkuð af kröfum sínum í garð Úkraínu. Lavrov sagði einnig að skilyrðislaust vopnahlé, eins og Trump hefur ítrekað kallað eftir, kæmi ekki til greina. Sjá einnig: Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Í viðtalinu við Axios vísaði Dmitríev einnig til þess að viðræðurnar hefðu átt sér stað samhliða aukinni velgengni Rússa á víglínunni í Úkraínu. Þar hafa Rússar náð árangri og eru líklegir til að ná borginni Pokrovsk, eftir að hafa reynt það í meira en eitt og hálft ár. Til stendur að kynna áætlunina fyrir embættismönnum í Úkraínu og Evrópu á næstu dögum, samkvæmt Axios. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó í morgun að Rússar ættu ekki í neinum viðræðum við Witkoff að svo stöddu. Þá mun hann hafa sagt að í raun hefði lítið gerst frá fundinum í Alaska. Uppfært: Blaðamaður Financial Times í Úkraínu hefur eftir heimildarmönnum sínum að friðartillögur Witkoffs og Dmitríevs séu raunverulegar. Þær fylgi að miklu leyti kröfum Rússa sem áður hefur verið hafnað. Þær kröfur snúist meðal annars um að Úkraínumenn hörfi alfarið frá Donbas-svæðinu svokallaða, takmarki hvað her landsins megi vera stór og takmarki vopnafjölda. New: I can confirm a hasty US-Russia proposal being pushed to Ukrainians via Dmitriev-Witkoff to Umerov. It would amount to Ukraine’s capitulation, with people familiar telling me it’s merely the Kremlin’s maximalist demands.Includes:-Ukraine army cut in half-Give up certain…— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 19, 2025 Grunnástæðurnar margræddu Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sakað ríki Evrópu og NATO um að bera ábyrgð á því að stríðið hafi byrjað, að stríðið standi enn yfir og um að tefja mögulegar friðarviðræður. Þá hafa Rússar ávallt lagt mikla áherslu á að taka þurfi á svokölluðum „grunnástæðum“ stríðsins eða öryggisáhyggjum Rússa. Með þessu hafa Rússar meinað að stuðningur við Úkraínumenn framlengi eingöngu stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna, eins og það sé Evrópa sem sé að kvelja Úkraínumenn og þvinga þá til að berjast gegn innrás Rússa en ekki Pútín sjálfur. Þegar kemur að „grunnástæðum“ átakanna hafa ráðamenn í Rússlandi áður vísað til þess að ríkjum Austur-Evrópu hafi verið hleypt inn í NATO. Fyrir innrásina í Úkraínu kröfðst Rússar þess að þessum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Sú krafa var ítrekuð á fundi erindreka Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári, samkvæmt Financial Times. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira
Áætlunin á einnig að byggja á fundi Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í Alaska fyrr á árinu. Talsmaður forseta Rússlands gaf þó til kynna í morgun að viðræðurnar væru ekki formlegar. Samkvæmt frétt Axios hafa þeir Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, og rússneski auðjöfurinn Kirill Dmitríev, sem hefur komið að friðarviðleitni varðandi Úkraínu, unnið að áætluninni. Hún er sögð snúa að friði í Úkraínu, öryggistryggingum, öryggi í Evrópu og framtíðarsamskiptum Bandaríkjanna við Rússland og Úkraínu. Í samtali við Axios sagði Dmitríev að hann hefði verið þremur dögum með Witkoff og öðrum erindrekum Trumps í Miami í Bandaríkjunum í október og þá hefðu þeir unnið að áætluninni. Hann sagði hana taka mið af fundi Trumps og Pútíns í Alaska og hún ætti að tækla átökin í Úkraínu, hvernig ætti að endurbyggja samskipti Bandaríkjanna og Rússlands og henni væri einnig ætlað að tækla „öryggisáhyggjur“ Rússa. Dmitríev sagði að áætlunin væri í raun mun umfangsmeiri en aðrar viðræður og sneru að því hvernig ætti að koma á varandi friði í Evrópu, ekki eingöngu í Úkraínu. Útlit er fyrir að Witkoff hafi fyrir mistök svarað tísti blaðamanns Axios um fréttina þegar hann ætlaði að senda einkaskilaboð. Þar skrifaði hann: „Hann hlýtur að hafa fengið þetta frá K.“ sem er líklega tilvísun í Kirill Dmitríev, sem blaðamaðurinn ræddi við vegna fréttarinnar. Witkoff eyddi svo ummælunum. Looks like Steve Witkoff tweeted what was meant to be a DM, saying the content for this much-discussed Axios story must have come from "K." Almost certainly this refers to Kirill Dmitriev, who is quoted in the story. But it seems the Russian side is leaking this for a reason.… pic.twitter.com/xuP2lV1FcZ— Michael Weiss (@michaeldweiss) November 19, 2025 Í október var hætt við fyrirhugaðan fund Trumps og Pútíns í Búdapest en það voru Bandaríkjamenn sem hættu við fundinn eftir að Marco Rubio og Sergei Lavrov utanríkisráðherrar ríkjanna töluðu saman í síma. Þá var Rubio sagður hafa lagt til að Trump fundaði ekki með Pútín þar sem Rússar sýndu engan vilja til að gefa nokkuð af kröfum sínum í garð Úkraínu. Lavrov sagði einnig að skilyrðislaust vopnahlé, eins og Trump hefur ítrekað kallað eftir, kæmi ekki til greina. Sjá einnig: Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Í viðtalinu við Axios vísaði Dmitríev einnig til þess að viðræðurnar hefðu átt sér stað samhliða aukinni velgengni Rússa á víglínunni í Úkraínu. Þar hafa Rússar náð árangri og eru líklegir til að ná borginni Pokrovsk, eftir að hafa reynt það í meira en eitt og hálft ár. Til stendur að kynna áætlunina fyrir embættismönnum í Úkraínu og Evrópu á næstu dögum, samkvæmt Axios. Dmitrí Peskóv, talsmaður Pútíns, sagði þó í morgun að Rússar ættu ekki í neinum viðræðum við Witkoff að svo stöddu. Þá mun hann hafa sagt að í raun hefði lítið gerst frá fundinum í Alaska. Uppfært: Blaðamaður Financial Times í Úkraínu hefur eftir heimildarmönnum sínum að friðartillögur Witkoffs og Dmitríevs séu raunverulegar. Þær fylgi að miklu leyti kröfum Rússa sem áður hefur verið hafnað. Þær kröfur snúist meðal annars um að Úkraínumenn hörfi alfarið frá Donbas-svæðinu svokallaða, takmarki hvað her landsins megi vera stór og takmarki vopnafjölda. New: I can confirm a hasty US-Russia proposal being pushed to Ukrainians via Dmitriev-Witkoff to Umerov. It would amount to Ukraine’s capitulation, with people familiar telling me it’s merely the Kremlin’s maximalist demands.Includes:-Ukraine army cut in half-Give up certain…— Christopher Miller (@ChristopherJM) November 19, 2025 Grunnástæðurnar margræddu Ráðamenn í Rússlandi hafa ítrekað sakað ríki Evrópu og NATO um að bera ábyrgð á því að stríðið hafi byrjað, að stríðið standi enn yfir og um að tefja mögulegar friðarviðræður. Þá hafa Rússar ávallt lagt mikla áherslu á að taka þurfi á svokölluðum „grunnástæðum“ stríðsins eða öryggisáhyggjum Rússa. Með þessu hafa Rússar meinað að stuðningur við Úkraínumenn framlengi eingöngu stríðið og þar með þjáningar Úkraínumanna, eins og það sé Evrópa sem sé að kvelja Úkraínumenn og þvinga þá til að berjast gegn innrás Rússa en ekki Pútín sjálfur. Þegar kemur að „grunnástæðum“ átakanna hafa ráðamenn í Rússlandi áður vísað til þess að ríkjum Austur-Evrópu hafi verið hleypt inn í NATO. Fyrir innrásina í Úkraínu kröfðst Rússar þess að þessum ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr NATO. Sú krafa var ítrekuð á fundi erindreka Rússlands og Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu fyrr á þessu ári, samkvæmt Financial Times.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Sjá meira