Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2025 12:03 Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þótt ekki hafi farið mikið fyrir fréttum af ríkisstyrkjum til stjórnmálaflokka uppá síðkastið þá er fullt tilefni til að halda umræðunni áfram og velta því fyrir sér hvort núverandi fyrirkomulag sé það rétta. Staðan í dag er sú að stjórnmálaflokkar sem náð hafa kjöri til Alþingis eða hlotið að lágmarki 2,5% atkvæða í kosningum til þings eiga rétt á rekstrarframlagi úr ríkissjóði. Á þessu ári greiðir ríkissjóður um 622 milljónir króna til 8 stjórnmálaflokka. Samfylkingin fær mest eða um 130 milljónir króna enda með mesta fylgið. Sjálfstæðisflokkur fær 123 milljónir, Viðreisn 102 milljónir og Flokkur fólksins fær 90 milljónir á þessu ári. Miðflokkurinn fær 81 milljón króna, Framsóknarflokkurinn 56, Sósíalistaflokkurinn fær 22 milljónir og Píratar 17. Samkvæmt lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka er öllum sveitarfélögum landsins líka skylt að veita stjórnmálaflokkum sem fengið hafa einn mann kjörinn í sveitarstjórn eða hlotið a.m.k. 5% atkvæða, árlegt rekstrarframlag. Viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga sem nú eru í gildi gera ráð fyrir að fjárhæð framlaga til stjórnmálaflokka úr sveitarsjóðum skuli miða við að greiða 240 krónur á hvern íbúa sem lögheimili á í sveitarfélaginu 1. janúar á ári hverju. Miðað við þessar reglur þá ætti framlag sveitarfélags með 20 þúsund íbúa að vera tæpar 5 milljónir króna á ári til stjórnmálaflokkanna og sveitarfélag með 100 þúsund íbúa myndu miðað við þessa viðmiðunarreglu greiða flokkunum 24 milljónir króna í framlag á ári. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fær sambandið ekki upplýsingar frá sveitarfélögunum um það hvort þau nýta sér viðmiðunarreglurnar óbreyttar eða hvernig þau útfæra sínar reglur. Að sama skapi tekur Sambandið hvorki saman né safnar upplýsingum um framlög sveitarfélaganna til stjórnmálaflokka, svo ekki eru til neinar upplýsingar um þau framlög hjá Sambandinu. Slík samantekt gæti verið mjög áhugaverð og upplýsandi fyrir almenning, ekki síst í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þegar ný lög um starfsemi stjórnmálaflokka voru sett var markmið þeirra ekki síst að auka traust á flokkunum og hömlur settar á almenn fjárframlög til þeirra. Nú sitja flokkarnir í öruggum faðmi hins opinbera og þurfa minna að leita til einstaklinga og atvinnulífsins, sem dregur úr tengslum stjórnmálanna við fólk og fyrirtæki. Í öllu falli held ég að það sé fullt tilefni fyrir okkur kjósendur til að spyrja stjórnmálamenn og okkur sjálf hvort þetta sé það fyrirkomulag sem við viljum hafa til frambúðar á fjármögnun stjórnmálaflokka eða er hér tækifæri til að spara í okkar sameiginlegu sjóðum og gera hlutina öðruvísi? Fjölda sveitarstjórnarmanna í hverju sveitarfélagi ætti einnig að skoða með gagnrýnum hætti. Fleiri fulltrúar þýðir ekki endilega betri stjórn. Borgarfulltrúum Reykjavíkurborgar fjölgaði sem dæmi fyrir fáum árum í einni svipan úr 15 í 23 eða um meira en 50%. Sú breyting ein og sér hefur mér vitanlega ekki skilað betri árangri við stjórn borgarinnar. Höfundur er flugstjóri.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun