Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 10:02 Kolbeinn Kristinsson er klár í slaginn fyrir bardagann í Finnlandi. Vísir/Sigurjón Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, er á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir næsta bardaga sem fram fer í Finnlandi í lok mánaðarins. Stefán Árni Pálsson fór að hitta hann á æfingu fyrir bardagann. Kolbeinn mætir Pedro Martinez frá Venesúela, 29. nóvember. Þetta verður annar bardagi Kolbeins á árinu. Í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heimsmeistarabelti í þungavigtarflokki með sigri á Mike Lehnis. Kolbeinn, sem kallar sig Ice Bear eða Ísbjörninn, er enn ósigraður á sínum ferli en hann hefur unnið átján bardaga í röð. Hann ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið fjórtán bardaga en tapað fjórum sinnum á atvinnumannaferli sínum. Það hefur samt gengið erfiðlega fyrir Kolbein að fá bardaga upp á síðkastið, en menn virðast tregir til að mæta Íslendingnum í hnefaleikahringnum. Ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í? Pedro er tíundi andstæðingurinn sem Kolbeinn fór í almennilegar viðræður við um bardaga. Í vandræðum að finna andstæðing „Einn af okkar allra bestu hnefaleikaköppum er að fara í hringinn eftir nokkra daga. Hann er á leið til Finnlands en hefur verið í vandræðum með að fá alvöru andstæðing og spurning hvernig þessi verður,“ sagði Stefán Árni. „Hann er svona hreyfanlegur boxari, slunginn og grjótharður. Ég býst bara við hörkubardaga,“ sagði Kolbeinn. Það hefur verið smá vesen fyrir Kolbein að fá bardaga. „Jú, það hefur verið heilmikið bras,“ sagði Kolbeinn en af hverju er það? Meiri áhætta að berjast við hann „Þetta er svona ‚risk/reward' dæmi hjá andstæðingunum. Það er oft meiri áhætta fyrir þá að berjast við mig og tapa heldur en þeir græða á því að vinna mig. Þannig að ég er kominn á svona erfiðan stað,“ sagði Kolbeinn sem ætlar að reyna komast að í Bretlandi sem gæti opnað fyrir hann dyr. „Þú ert ekkert að fara að tapa viljandi til að reyna að fá betri bardaga,“ spurði Stefán. „Nei en ég myndi örugglega fá fleiri tilboð ef ég tapa, en það er ekkert planið,“ sagði Kolbeinn. Ekki á hans ‚leveli' í boxi Stefán spurði hann líka út í stórar fréttir í hnefaleikaheiminum sem eru að Anthony Joshua sé að fara að berjast við Jake Paul. „Mig langaði svona að spyrja þig, hvernig heldurðu að þér myndi ganga með Jake Paul,“ spurði Stefán. „Ég myndi stoppa hann í minna en þremur lotum. Alveg klárlega. Hann kann alveg að boxa. Hann er alveg búinn að vera í stífum æfingabúðum með alvöru þjálfara. Það eru ‚levels' í boxi og hann er ekki á mínu,“ sagði Kolbeinn. Myndi hann þá standa sig betur en Jake Paul í þessum bardaga? „Joshua er einn af draumaandstæðingunum. Ég væri til í að berjast við Joshua á morgun,“ sagði Kolbeinn og hann stefnir á toppinn. „Ég vil bara berjast við alla. Ég er tilbúinn að berjast við hvern sem er,“ sagði Kolbeinn en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Box Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Kolbeinn mætir Pedro Martinez frá Venesúela, 29. nóvember. Þetta verður annar bardagi Kolbeins á árinu. Í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heimsmeistarabelti í þungavigtarflokki með sigri á Mike Lehnis. Kolbeinn, sem kallar sig Ice Bear eða Ísbjörninn, er enn ósigraður á sínum ferli en hann hefur unnið átján bardaga í röð. Hann ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið fjórtán bardaga en tapað fjórum sinnum á atvinnumannaferli sínum. Það hefur samt gengið erfiðlega fyrir Kolbein að fá bardaga upp á síðkastið, en menn virðast tregir til að mæta Íslendingnum í hnefaleikahringnum. Ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í? Pedro er tíundi andstæðingurinn sem Kolbeinn fór í almennilegar viðræður við um bardaga. Í vandræðum að finna andstæðing „Einn af okkar allra bestu hnefaleikaköppum er að fara í hringinn eftir nokkra daga. Hann er á leið til Finnlands en hefur verið í vandræðum með að fá alvöru andstæðing og spurning hvernig þessi verður,“ sagði Stefán Árni. „Hann er svona hreyfanlegur boxari, slunginn og grjótharður. Ég býst bara við hörkubardaga,“ sagði Kolbeinn. Það hefur verið smá vesen fyrir Kolbein að fá bardaga. „Jú, það hefur verið heilmikið bras,“ sagði Kolbeinn en af hverju er það? Meiri áhætta að berjast við hann „Þetta er svona ‚risk/reward' dæmi hjá andstæðingunum. Það er oft meiri áhætta fyrir þá að berjast við mig og tapa heldur en þeir græða á því að vinna mig. Þannig að ég er kominn á svona erfiðan stað,“ sagði Kolbeinn sem ætlar að reyna komast að í Bretlandi sem gæti opnað fyrir hann dyr. „Þú ert ekkert að fara að tapa viljandi til að reyna að fá betri bardaga,“ spurði Stefán. „Nei en ég myndi örugglega fá fleiri tilboð ef ég tapa, en það er ekkert planið,“ sagði Kolbeinn. Ekki á hans ‚leveli' í boxi Stefán spurði hann líka út í stórar fréttir í hnefaleikaheiminum sem eru að Anthony Joshua sé að fara að berjast við Jake Paul. „Mig langaði svona að spyrja þig, hvernig heldurðu að þér myndi ganga með Jake Paul,“ spurði Stefán. „Ég myndi stoppa hann í minna en þremur lotum. Alveg klárlega. Hann kann alveg að boxa. Hann er alveg búinn að vera í stífum æfingabúðum með alvöru þjálfara. Það eru ‚levels' í boxi og hann er ekki á mínu,“ sagði Kolbeinn. Myndi hann þá standa sig betur en Jake Paul í þessum bardaga? „Joshua er einn af draumaandstæðingunum. Ég væri til í að berjast við Joshua á morgun,“ sagði Kolbeinn og hann stefnir á toppinn. „Ég vil bara berjast við alla. Ég er tilbúinn að berjast við hvern sem er,“ sagði Kolbeinn en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Fer 41 árs Vonn á Ólympíuleika? Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum