Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 10:02 Kolbeinn Kristinsson er klár í slaginn fyrir bardagann í Finnlandi. Vísir/Sigurjón Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, er á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir næsta bardaga sem fram fer í Finnlandi í lok mánaðarins. Stefán Árni Pálsson fór að hitta hann á æfingu fyrir bardagann. Kolbeinn mætir Pedro Martinez frá Venesúela, 29. nóvember. Þetta verður annar bardagi Kolbeins á árinu. Í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heimsmeistarabelti í þungavigtarflokki með sigri á Mike Lehnis. Kolbeinn, sem kallar sig Ice Bear eða Ísbjörninn, er enn ósigraður á sínum ferli en hann hefur unnið átján bardaga í röð. Hann ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið fjórtán bardaga en tapað fjórum sinnum á atvinnumannaferli sínum. Það hefur samt gengið erfiðlega fyrir Kolbein að fá bardaga upp á síðkastið, en menn virðast tregir til að mæta Íslendingnum í hnefaleikahringnum. Ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í? Pedro er tíundi andstæðingurinn sem Kolbeinn fór í almennilegar viðræður við um bardaga. Í vandræðum að finna andstæðing „Einn af okkar allra bestu hnefaleikaköppum er að fara í hringinn eftir nokkra daga. Hann er á leið til Finnlands en hefur verið í vandræðum með að fá alvöru andstæðing og spurning hvernig þessi verður,“ sagði Stefán Árni. „Hann er svona hreyfanlegur boxari, slunginn og grjótharður. Ég býst bara við hörkubardaga,“ sagði Kolbeinn. Það hefur verið smá vesen fyrir Kolbein að fá bardaga. „Jú, það hefur verið heilmikið bras,“ sagði Kolbeinn en af hverju er það? Meiri áhætta að berjast við hann „Þetta er svona ‚risk/reward' dæmi hjá andstæðingunum. Það er oft meiri áhætta fyrir þá að berjast við mig og tapa heldur en þeir græða á því að vinna mig. Þannig að ég er kominn á svona erfiðan stað,“ sagði Kolbeinn sem ætlar að reyna komast að í Bretlandi sem gæti opnað fyrir hann dyr. „Þú ert ekkert að fara að tapa viljandi til að reyna að fá betri bardaga,“ spurði Stefán. „Nei en ég myndi örugglega fá fleiri tilboð ef ég tapa, en það er ekkert planið,“ sagði Kolbeinn. Ekki á hans ‚leveli' í boxi Stefán spurði hann líka út í stórar fréttir í hnefaleikaheiminum sem eru að Anthony Joshua sé að fara að berjast við Jake Paul. „Mig langaði svona að spyrja þig, hvernig heldurðu að þér myndi ganga með Jake Paul,“ spurði Stefán. „Ég myndi stoppa hann í minna en þremur lotum. Alveg klárlega. Hann kann alveg að boxa. Hann er alveg búinn að vera í stífum æfingabúðum með alvöru þjálfara. Það eru ‚levels' í boxi og hann er ekki á mínu,“ sagði Kolbeinn. Myndi hann þá standa sig betur en Jake Paul í þessum bardaga? „Joshua er einn af draumaandstæðingunum. Ég væri til í að berjast við Joshua á morgun,“ sagði Kolbeinn og hann stefnir á toppinn. „Ég vil bara berjast við alla. Ég er tilbúinn að berjast við hvern sem er,“ sagði Kolbeinn en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. Box Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Kolbeinn mætir Pedro Martinez frá Venesúela, 29. nóvember. Þetta verður annar bardagi Kolbeins á árinu. Í þeim fyrsta tryggði hann sér WBF heimsmeistarabelti í þungavigtarflokki með sigri á Mike Lehnis. Kolbeinn, sem kallar sig Ice Bear eða Ísbjörninn, er enn ósigraður á sínum ferli en hann hefur unnið átján bardaga í röð. Hann ætlar sér að bæta við þeim nítjánda gegn Martinez sem hefur unnið fjórtán bardaga en tapað fjórum sinnum á atvinnumannaferli sínum. Það hefur samt gengið erfiðlega fyrir Kolbein að fá bardaga upp á síðkastið, en menn virðast tregir til að mæta Íslendingnum í hnefaleikahringnum. Ætli góður árangur hans upp á síðkastið spili ekki þar inn í? Pedro er tíundi andstæðingurinn sem Kolbeinn fór í almennilegar viðræður við um bardaga. Í vandræðum að finna andstæðing „Einn af okkar allra bestu hnefaleikaköppum er að fara í hringinn eftir nokkra daga. Hann er á leið til Finnlands en hefur verið í vandræðum með að fá alvöru andstæðing og spurning hvernig þessi verður,“ sagði Stefán Árni. „Hann er svona hreyfanlegur boxari, slunginn og grjótharður. Ég býst bara við hörkubardaga,“ sagði Kolbeinn. Það hefur verið smá vesen fyrir Kolbein að fá bardaga. „Jú, það hefur verið heilmikið bras,“ sagði Kolbeinn en af hverju er það? Meiri áhætta að berjast við hann „Þetta er svona ‚risk/reward' dæmi hjá andstæðingunum. Það er oft meiri áhætta fyrir þá að berjast við mig og tapa heldur en þeir græða á því að vinna mig. Þannig að ég er kominn á svona erfiðan stað,“ sagði Kolbeinn sem ætlar að reyna komast að í Bretlandi sem gæti opnað fyrir hann dyr. „Þú ert ekkert að fara að tapa viljandi til að reyna að fá betri bardaga,“ spurði Stefán. „Nei en ég myndi örugglega fá fleiri tilboð ef ég tapa, en það er ekkert planið,“ sagði Kolbeinn. Ekki á hans ‚leveli' í boxi Stefán spurði hann líka út í stórar fréttir í hnefaleikaheiminum sem eru að Anthony Joshua sé að fara að berjast við Jake Paul. „Mig langaði svona að spyrja þig, hvernig heldurðu að þér myndi ganga með Jake Paul,“ spurði Stefán. „Ég myndi stoppa hann í minna en þremur lotum. Alveg klárlega. Hann kann alveg að boxa. Hann er alveg búinn að vera í stífum æfingabúðum með alvöru þjálfara. Það eru ‚levels' í boxi og hann er ekki á mínu,“ sagði Kolbeinn. Myndi hann þá standa sig betur en Jake Paul í þessum bardaga? „Joshua er einn af draumaandstæðingunum. Ég væri til í að berjast við Joshua á morgun,“ sagði Kolbeinn og hann stefnir á toppinn. „Ég vil bara berjast við alla. Ég er tilbúinn að berjast við hvern sem er,“ sagði Kolbeinn en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Box Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira