Lífið

Ísadóra á lista svölustu stelpna Bret­lands

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Ísadóra Bjarkardóttir Barney er á lista yfir tíu svölustu ungu konur Bretlands.
Ísadóra Bjarkardóttir Barney er á lista yfir tíu svölustu ungu konur Bretlands. Vísir/Vilhelm

Listneminn, leikkonan og fyrirsætan Ísadóra Bjarkardóttir Barney skín skært í London og náði athygli tískurisans Vogue sem setti hana á lista yfir svölustu stelpurnar í Bretlandi um þessar mundir.

Ísadóra hefur meðal annars gengið tískupallinn fyrir ítalska risann Miu Miu og farið með hlutverk í stórmyndinni The Northman. Í dag stundar hún listnám við Central Saint Martin samhliða ýmsum skapandi verkefnum. 

Töffaraskapurinn er Ísadóru í blóð borinn en hún er dóttir Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu. 

Í viðtali við Vísi í vor sagðist Ísadóra hafa mótast mikið af mömmu sinni og vinkonum hennar og mæðgurnar halda alltaf góðri og sterkri tengingu við Ísland.

Vogue segir Ísadóru eina af aðal pæjum stórborgarinnar um þessar mundir sem svokölluð It Girl eða stúlka stundarinnar. 

„Doa (Ísadóra) er meðfædda, óumdeilanlega stórstjörnueiginleika,“ skrifar tískurisinn meðal annars. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.