Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. nóvember 2025 12:22 Margrét Sól hefur gert það ansi gott í Den store Bafedyst og keppir til úrslita. Læknaneminn Margrét Sól Torfadóttir keppir til úrslita í dönsku bakarakeppninni Den store bagedyst, Stóra Bakaraslagnum. Hún er annar Íslendingurinn til að taka þátt og hefur þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. Bakstursþættirnir Den store bagedyst eru danska útgáfan af The Great British Bake-Off og hafa þeir verið sýndir frá 2012. Fjórtánda sería þáttanna var frumsýnd í spetember og er úrslitaþátturinn framundan. Hin 26 ára Margrét Sól Torfadóttir keppir í nýjustu seríunni en hún flutti til Kaupmannahafnar í upphafi kórónuveirufaraldurs árið 2020 til að læra læknisfræði. Margrét er annar Íslendingurinn til að taka þátt en sá fyrri, Sæþór Kristínsson, sigraði keppnina árið 2021. Ekki mikill aðdáandi tungumálsins Margrét Sól hefur staðið sig vel í þáttunum og þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. Meðal þess sem hún hefur bakað er brómberjakaka í öðrum þætti og hjónabandssæla í áttunda þætti. Margrét var í löngu viðtali á vef DR eftir síðasta þátt þar sem hún ræddi um dvölina í Danmörku, kartöflutungu Dana og gengi hennar í þáttunum til þessa. Margrét hefur sýnt í þáttunum að hún kann ýmislegt að baka. „Ísland og Danmörk eru mjög svipuð, Ísland er bara minni útgáfa af Danmörku. Við erum smá hermikrákur, við viljum kósýheitin og allt þetta góða og lítum virkilega upp til Danmerkur og Dana. Ég elska Danmörku,“ sagði Margrét í viðtalinu. En svo kom „en“ hjá henni. „Ég er ekki mikill aðdáandi tungumálsins ykkar. Þið segið hlutina ekki eins og þið skrifið þá og hreimurinn ykkar er virkilega erfiður.“ Hún hefði þó fengið næg tækifæri til að læra tungumálið, danska væri enn kennd í skólum þó það væri ekki eftirlætisfag margra. Sagði hún marga íslenska krakka ekki sjá tilganginn í að læra dönsku. „Ég hefði sjálf ekki trúað því að ég myndi einn daginn flytja til Danmerkur svo ég lærði ekki það mikið. En ég var kannski ekki mjög metnaðarfull heldur,“ sagði hún. Keppendur fjórtándu seríu í byrjun áður en kvarnaðist úr hópnum. Flutti til Köben í Covid Margrét lýsir því í viðtalinu að hún hafi starfað sem listhlaupari á skemmtiferðaskipi en misst vinnuna í upphafi Covid-faraldursins. Hana vantaði þá plan B og ákvað þá að flytja til Danmerkur að læra læknisfræði. Samkvæmt viðtalinu er hún búin með ellefu annir og á bara eina eftir þar til hún getur loksins kallað sig lækni. Á sama tíma segist hún hafa kolfallið fyrir Kaupmannahöfn. Ein af kökunum sem Margrét bakaði. „Mér finnst ég mjög heppin að búa hérna. Það er smá eins og allir hjóli um haldandi á rúnstykki með osti, allt er svo auðvelt, fólk stressar sig minna og skemmtir sér meira en þau gera á Íslandi,“ sagði hún. Margrét hefur töfrað fram ýmiss konar góðgæti í þáttunum, hún gerði heilaköku í fyrsta þætti, hlaut verðlaun fyrir brómberjaköku í öðrum þætti, bakaði pizzur og brauð og var svo aftur verðlaunuð fyrir hjónabandssælu í sjöunda þætti. Að neðan má heyra viðtal sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók við Margréti nú síðdegis. Danmörk Raunveruleikaþættir Íslendingar erlendis Matur Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Bakstursþættirnir Den store bagedyst eru danska útgáfan af The Great British Bake-Off og hafa þeir verið sýndir frá 2012. Fjórtánda sería þáttanna var frumsýnd í spetember og er úrslitaþátturinn framundan. Hin 26 ára Margrét Sól Torfadóttir keppir í nýjustu seríunni en hún flutti til Kaupmannahafnar í upphafi kórónuveirufaraldurs árið 2020 til að læra læknisfræði. Margrét er annar Íslendingurinn til að taka þátt en sá fyrri, Sæþór Kristínsson, sigraði keppnina árið 2021. Ekki mikill aðdáandi tungumálsins Margrét Sól hefur staðið sig vel í þáttunum og þrívegis verið valin meistarabakari vikunnar. Meðal þess sem hún hefur bakað er brómberjakaka í öðrum þætti og hjónabandssæla í áttunda þætti. Margrét var í löngu viðtali á vef DR eftir síðasta þátt þar sem hún ræddi um dvölina í Danmörku, kartöflutungu Dana og gengi hennar í þáttunum til þessa. Margrét hefur sýnt í þáttunum að hún kann ýmislegt að baka. „Ísland og Danmörk eru mjög svipuð, Ísland er bara minni útgáfa af Danmörku. Við erum smá hermikrákur, við viljum kósýheitin og allt þetta góða og lítum virkilega upp til Danmerkur og Dana. Ég elska Danmörku,“ sagði Margrét í viðtalinu. En svo kom „en“ hjá henni. „Ég er ekki mikill aðdáandi tungumálsins ykkar. Þið segið hlutina ekki eins og þið skrifið þá og hreimurinn ykkar er virkilega erfiður.“ Hún hefði þó fengið næg tækifæri til að læra tungumálið, danska væri enn kennd í skólum þó það væri ekki eftirlætisfag margra. Sagði hún marga íslenska krakka ekki sjá tilganginn í að læra dönsku. „Ég hefði sjálf ekki trúað því að ég myndi einn daginn flytja til Danmerkur svo ég lærði ekki það mikið. En ég var kannski ekki mjög metnaðarfull heldur,“ sagði hún. Keppendur fjórtándu seríu í byrjun áður en kvarnaðist úr hópnum. Flutti til Köben í Covid Margrét lýsir því í viðtalinu að hún hafi starfað sem listhlaupari á skemmtiferðaskipi en misst vinnuna í upphafi Covid-faraldursins. Hana vantaði þá plan B og ákvað þá að flytja til Danmerkur að læra læknisfræði. Samkvæmt viðtalinu er hún búin með ellefu annir og á bara eina eftir þar til hún getur loksins kallað sig lækni. Á sama tíma segist hún hafa kolfallið fyrir Kaupmannahöfn. Ein af kökunum sem Margrét bakaði. „Mér finnst ég mjög heppin að búa hérna. Það er smá eins og allir hjóli um haldandi á rúnstykki með osti, allt er svo auðvelt, fólk stressar sig minna og skemmtir sér meira en þau gera á Íslandi,“ sagði hún. Margrét hefur töfrað fram ýmiss konar góðgæti í þáttunum, hún gerði heilaköku í fyrsta þætti, hlaut verðlaun fyrir brómberjaköku í öðrum þætti, bakaði pizzur og brauð og var svo aftur verðlaunuð fyrir hjónabandssælu í sjöunda þætti. Að neðan má heyra viðtal sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni tók við Margréti nú síðdegis.
Danmörk Raunveruleikaþættir Íslendingar erlendis Matur Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira