Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar 17. nóvember 2025 07:16 Fjölmiðla og fjarskiptafyrirtækið Sýn svaraði grein sem ég ritaði 13. sl. og bar heitið Þröng Sýn með grein daginn eftir undir heitinu Víð Sýn. Í fyrri grein benti ég á að torskilið væri að það kæmi stjórnendum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga samkvæmt orðanna hljóðan og skyldað Sýn til að afhenda sjónvarpsútsendingar til fjarskiptafyrirtækisins Símans til dreifingar. Af lestri svargreinar Sýnar virðist það vera merki um víðsýni félagsins að útiloka keppinauta þess frá því að dreifa útsendingum yfir eigin dreifikerfi þvert á vilja löggjafans. Fyrst verður að gera athugasemd við umfjöllun Sýnar um aðkomu Samkeppniseftirlitsins að málinu. Í svari Sýnar er látið að því liggja að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á sjónarmið Sýnar með frávísun bráðabirgðakröfu Símans til eftirlitsins. Sýn lét þess hins vegar ekki getið sem lesa má í ákvörðun Fjarskiptastofu að Samkeppniseftirlitið vísaði málinu til Fjarskiptastofu þar sem ágreiningur aðila félli undir gildissvið fjölmiðlalaga. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins við málsmeðferð hjá Fjarskiptastofu tók Samkeppniseftirlitið eindregið undir sjónarmið um að ákvæði fjölmiðlalaga um flutningsrétt væru mikilvæg í samkeppnislegu tilliti. Umsögn Fjölmiðlanefndar var á sama veg auk þess sem nefndin lagði áherslu á að valfrelsi neytenda á dreifileiðum við að nálgast sjónvarpsefni yrði ekki skert. Með tilvitnaðri svargrein og fyrri rökstuðningi ýmist á opinberum vettvangi eða við meðferð stjórnsýslumála opinberast Reykás Sýnar. Nýlegt dæmi birtist í ákvörðun Fjarskiptastofu frá 17. október sl. um “Handboltapassann” þar sem Sýn krafðist flutningsréttar á grundvelli 45. gr. fjölmiðlalaga. Hélt Sýn því fram að synjun Símans byggði á „rangri lagatúlkun og [bryti] í bága við skýr markmið laganna.“ Fjarskiptastofa vísaði málinu frá sökum þess Sýn var talið eiga að beina erindinu að HSÍ en ekki Símanum. Gera verður ráð fyrir að Sýn eigi greiða leið að efninu frá HSÍ verði erindi beint þangað. Sérstaka athygli vekur einnig að málið um “Handboltapassann” og beiðni Símans um aðgang sjónvarpsútsendingum Sýnar voru til meðferðar á sama tíma. Hverju sem Sýn vill halda fram um víðsýni liggur fyrir að flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga sem lögfest voru með fjölmiðlalögum á árinu 2011 taka af skarið um skyldu fjölmiðlaveitu til að verða við beiðnum fjarskiptafyrirtækja um flutning á sjónvarpsútsendingum á fjarskiptaneti sínu. Hin valkvæða [S]ýn um að lögin séu skýr og afdráttarlaus þegar félagið krefst réttar, en úrelt og óskýr þegar skyldur eru lagðar á það, dregur verulega úr trúverðugleika röksemdafærslu félagsins. Þar við bætist að öll þau stjórnvöld sem fjallað hafa um málið og nefnd eru hér að framan hafna röksemdum um að flutningsréttur vinni gegn samkeppni, nýsköpun og framþróun. Röksemdir Sýnar standast einfaldlega ekki. Regla fjölmiðlalaga um flutningsrétt var lögfest til að bregðast við aðstæðum á íslenskum markaði. Var ákvæðinu ætlað að brjóta upp lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu og koma í veg fyrir að fyrirtæki sem ráða bæði yfir efni og dreifikerfum nýti þá stöðu til að útiloka samkeppni. Sýn er fyrirtæki í þeirri stöðu og verður að sætta sig við að íslensk lög gilda bæði um réttindi og skyldur félagsins. Annað mál er hvort reglan sé skynsamleg, sanngjörn og gæti meðalhófs. Geta verið á því ýmsar skoðanir en vilji löggjafans er ótvíræður. Loks verður ekki hjá því komist að velta því upp þegar litið er til viðbragða Sýnar, sem m.a. hafa komið fram af hálfu forstjóra félagsins, hvort svo geti verið að réttlæting á því verði sem greitt var fyrir sýningarrétt á Enska boltanum hafi verið sú að hægt væri að loka efnið inni á dreifileiðum Sýnar. Höfundur er lögmaður. Vegna athugasemdar Sýnar skal það tekið fram að greinarhöfundur hefur ekki unnið fyrir Símann í þeim málum sem fjallað er um í grein þessari. Höfundur, sem þekkt er, var Símanum til ráðgjafar um árabil sem innri og ytri lögmaður félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Fjölmiðla og fjarskiptafyrirtækið Sýn svaraði grein sem ég ritaði 13. sl. og bar heitið Þröng Sýn með grein daginn eftir undir heitinu Víð Sýn. Í fyrri grein benti ég á að torskilið væri að það kæmi stjórnendum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga samkvæmt orðanna hljóðan og skyldað Sýn til að afhenda sjónvarpsútsendingar til fjarskiptafyrirtækisins Símans til dreifingar. Af lestri svargreinar Sýnar virðist það vera merki um víðsýni félagsins að útiloka keppinauta þess frá því að dreifa útsendingum yfir eigin dreifikerfi þvert á vilja löggjafans. Fyrst verður að gera athugasemd við umfjöllun Sýnar um aðkomu Samkeppniseftirlitsins að málinu. Í svari Sýnar er látið að því liggja að Samkeppniseftirlitið hafi fallist á sjónarmið Sýnar með frávísun bráðabirgðakröfu Símans til eftirlitsins. Sýn lét þess hins vegar ekki getið sem lesa má í ákvörðun Fjarskiptastofu að Samkeppniseftirlitið vísaði málinu til Fjarskiptastofu þar sem ágreiningur aðila félli undir gildissvið fjölmiðlalaga. Í umsögn Samkeppniseftirlitsins við málsmeðferð hjá Fjarskiptastofu tók Samkeppniseftirlitið eindregið undir sjónarmið um að ákvæði fjölmiðlalaga um flutningsrétt væru mikilvæg í samkeppnislegu tilliti. Umsögn Fjölmiðlanefndar var á sama veg auk þess sem nefndin lagði áherslu á að valfrelsi neytenda á dreifileiðum við að nálgast sjónvarpsefni yrði ekki skert. Með tilvitnaðri svargrein og fyrri rökstuðningi ýmist á opinberum vettvangi eða við meðferð stjórnsýslumála opinberast Reykás Sýnar. Nýlegt dæmi birtist í ákvörðun Fjarskiptastofu frá 17. október sl. um “Handboltapassann” þar sem Sýn krafðist flutningsréttar á grundvelli 45. gr. fjölmiðlalaga. Hélt Sýn því fram að synjun Símans byggði á „rangri lagatúlkun og [bryti] í bága við skýr markmið laganna.“ Fjarskiptastofa vísaði málinu frá sökum þess Sýn var talið eiga að beina erindinu að HSÍ en ekki Símanum. Gera verður ráð fyrir að Sýn eigi greiða leið að efninu frá HSÍ verði erindi beint þangað. Sérstaka athygli vekur einnig að málið um “Handboltapassann” og beiðni Símans um aðgang sjónvarpsútsendingum Sýnar voru til meðferðar á sama tíma. Hverju sem Sýn vill halda fram um víðsýni liggur fyrir að flutningsréttarákvæði fjölmiðlalaga sem lögfest voru með fjölmiðlalögum á árinu 2011 taka af skarið um skyldu fjölmiðlaveitu til að verða við beiðnum fjarskiptafyrirtækja um flutning á sjónvarpsútsendingum á fjarskiptaneti sínu. Hin valkvæða [S]ýn um að lögin séu skýr og afdráttarlaus þegar félagið krefst réttar, en úrelt og óskýr þegar skyldur eru lagðar á það, dregur verulega úr trúverðugleika röksemdafærslu félagsins. Þar við bætist að öll þau stjórnvöld sem fjallað hafa um málið og nefnd eru hér að framan hafna röksemdum um að flutningsréttur vinni gegn samkeppni, nýsköpun og framþróun. Röksemdir Sýnar standast einfaldlega ekki. Regla fjölmiðlalaga um flutningsrétt var lögfest til að bregðast við aðstæðum á íslenskum markaði. Var ákvæðinu ætlað að brjóta upp lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu og koma í veg fyrir að fyrirtæki sem ráða bæði yfir efni og dreifikerfum nýti þá stöðu til að útiloka samkeppni. Sýn er fyrirtæki í þeirri stöðu og verður að sætta sig við að íslensk lög gilda bæði um réttindi og skyldur félagsins. Annað mál er hvort reglan sé skynsamleg, sanngjörn og gæti meðalhófs. Geta verið á því ýmsar skoðanir en vilji löggjafans er ótvíræður. Loks verður ekki hjá því komist að velta því upp þegar litið er til viðbragða Sýnar, sem m.a. hafa komið fram af hálfu forstjóra félagsins, hvort svo geti verið að réttlæting á því verði sem greitt var fyrir sýningarrétt á Enska boltanum hafi verið sú að hægt væri að loka efnið inni á dreifileiðum Sýnar. Höfundur er lögmaður. Vegna athugasemdar Sýnar skal það tekið fram að greinarhöfundur hefur ekki unnið fyrir Símann í þeim málum sem fjallað er um í grein þessari. Höfundur, sem þekkt er, var Símanum til ráðgjafar um árabil sem innri og ytri lögmaður félagsins.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun