„Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2025 23:20 Guðrún Nordal er forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sýn Guðrún Nordal, forstöðumaður stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum segir að tryggja þurfi að þeir sem flytjist hingað til lands og vilji setjast hér að geti lært íslensku. Við séum eftirbátar nágrannaþjóðanna hvað það varðar, og hér þurfi að setja meira fé í málaflokkinn og tryggja að nám í íslensku sem annað mál sé aðgengilegt nám. Varðandi stöðu íslenskrar tungu í dag segir hún til dæmis mikilvægt að beina kastljósinu að lestri ungra barna. „Það vantar mjög mikið uppá þar og þetta vitum við. Svo er auðvitað máltæknin, að passa að byggja upp og halda áfram að byggja upp undirstöður fyrir því að við getum haft íslenskuna örugga í hinum stafræna heimi.“ „Við höfum auðvitað gert alveg ótrúlega stóra hluti þar á síðustu árum, en betur má ef duga skal,“ segir Guðrún sem fór yfir stöðu tungumálsins í kvöldfréttum Sýnar á degi íslenskrar tungu. Viðtalið við Guðrúnu hefst þegar um tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu Tungumálið hluti af innviðum landsins Guðrún segir að tungumálið sé hluti af innviðum landsins, tungumálið sé samskiptatæki og samskipti skipti máli. „Við verðum að tryggja að þau séu greið, þetta eru innviðir eins og samgöngutæki, önnur samskiptamiðlun eða aðferðir í samfélaginu. Við þurfum að tryggja að þetta sé aðgengilegt öllum. Það vantar svolítið upp á núna.“ Það sem almenningur geti lagt af mörkum sé fyrst og fremst að vilja varðveita stöðu tungunnar og vera meðvituð um hana. „Við sjáum hvað bókaútgáfa er ótrúlega auðug og fjölbreytt, þannig við erum að gera mjög mikið, það eru margir mjög jákvæðir hlutir.“ „Þú spurðir hvað væri að, en það er líka verið að gera mikið gott og við þurfum auðvitað að fagna því.“ Íslensk tunga Börn og uppeldi Menning Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. 16. nóvember 2025 14:15 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Varðandi stöðu íslenskrar tungu í dag segir hún til dæmis mikilvægt að beina kastljósinu að lestri ungra barna. „Það vantar mjög mikið uppá þar og þetta vitum við. Svo er auðvitað máltæknin, að passa að byggja upp og halda áfram að byggja upp undirstöður fyrir því að við getum haft íslenskuna örugga í hinum stafræna heimi.“ „Við höfum auðvitað gert alveg ótrúlega stóra hluti þar á síðustu árum, en betur má ef duga skal,“ segir Guðrún sem fór yfir stöðu tungumálsins í kvöldfréttum Sýnar á degi íslenskrar tungu. Viðtalið við Guðrúnu hefst þegar um tvær mínútur eru liðnar af myndbandinu Tungumálið hluti af innviðum landsins Guðrún segir að tungumálið sé hluti af innviðum landsins, tungumálið sé samskiptatæki og samskipti skipti máli. „Við verðum að tryggja að þau séu greið, þetta eru innviðir eins og samgöngutæki, önnur samskiptamiðlun eða aðferðir í samfélaginu. Við þurfum að tryggja að þetta sé aðgengilegt öllum. Það vantar svolítið upp á núna.“ Það sem almenningur geti lagt af mörkum sé fyrst og fremst að vilja varðveita stöðu tungunnar og vera meðvituð um hana. „Við sjáum hvað bókaútgáfa er ótrúlega auðug og fjölbreytt, þannig við erum að gera mjög mikið, það eru margir mjög jákvæðir hlutir.“ „Þú spurðir hvað væri að, en það er líka verið að gera mikið gott og við þurfum auðvitað að fagna því.“
Íslensk tunga Börn og uppeldi Menning Skóla- og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. 16. nóvember 2025 14:15 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Dröfn Vilhjálmsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur og umsjónarmaður Bókasafns Seljaskóla, er handhafi verðlauna Jónasar Hallgrímssonar í ár. Verðlaunin hlýtur hún fyrir óeigingjart starf sitt við að auka áhuga barna á íslensku menningarumhverfi og stuðla að auknum lestri þeirra á íslensku. Samtökin ‘78 hljóta einnig sérstaka viðurkenningu fyrir nýyrðasmíð og baráttu samtakanna fyrir tilvistarrétti hinsegin fólks innan tungumálsins. 16. nóvember 2025 14:15