Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar 16. nóvember 2025 21:32 Opið bréf til Umhverfis- og orkustofnunar Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þann 9. júlí 2025 um ólögmæti Hvammsvirkjunar veittuð þið þann 11. ágúst 2025, Landsvirkjun bráðabirgðaleyfi til undirbúnings Hvammsvirkjunar. Virkjunarleyfi til bráðbirgða, sem sérfræðingarnir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telja tóma lögleysu og vildu ógilda í úrskurði fyrir tveimur vikum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfinu eru heimilaðar: undirbúningsframkvæmdir sem felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Frá því í lok ágúst hafa farið fram svokallaðar presplit sprengingar, alla jafna tvisvar í viku, en presplit sprengingar eru kraftmiklar sprengingar og háværar eins og kemur fram hjá tengilið Landsvirkjunar á facebook hóp íbúa hér í sveit. Að jafnaði er frátekinn tími frá kl. 12-17. Sem sagt tveir heilir eftirmiðdagar í viku. Háværar og umfangsmiklar sprengingar hafa því dunið hér í sveit í bráðum þrjá mánuði, með þeim hættum sem því fylgja. Ekki mun ástandið batna ef farið verður í hina eiginlegu framkvæmd með uppistöðulóni, stíflum, frárennslisskurði og enn frekari vegagerð. Undirrituð óskaði eftir við tengilið Landsvirkjunar að fá upplýsingar um slysa- og áhættumat er varðar íbúa m.a. vegna sprenginga, aukinnar umferðar og þungaflutninga, en engar slíkar upplýsingar var að finna á þeim tengli sem viðkomandi sendi sem svar við fyrirspurn minni. Þann 28. október s.l. setti starfsmaður Landsvirkjunar tengil á upplýsingavef Landsvirkjunar á fyrrnefndan vef íbúa. Þar kom fram eftirfarandi: Áfram er unnið að undirbúnings–framkvæmdum í Hvammi, en þar fer fram efnislosun og er því sprengt daglega. Efnið er svo flutt í vinnslu eða á lager eftir því sem við á. Að jafnaði eru um 10-20 manns á svæðinu við vinnu og hátt í 30 tæki. Þótti nú konu í sveit orðnar ansi umfangmiklar framkvæmdir og sprengingar við gerð vegar og aðstöðu fyrir vinnubúðir. Þann 13.nóvember kom eftirfarandi tilkynning inn á vef íbúa: Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfi ríkisstjórnar hefur Landsvirkjun ekki leyfi til þess að vinna að gerð frárennslisskurðar. Skýrt kemur fram í bráðarbirgðarleyfinu að: Framkvæmdaleyfis–umsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Það er öllum þeim sem þekkja til laga um stjórn vatnamála (36/2011) ljóst að frárennsliskurðurinn er skilgreint vatnshlot, svokallað manngert vatnshlot. Bráðabirgðaleyfið nær því ekki til þess að vinna að þeirri framkvæmd. Landsvirkjun á að vera það ljóst, sinni hún skyldum sínum með eðlilegum hætti. Svo virðist þó sem sveitastjórn Rangárþings ytra hafi gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skurðinum en aftur, Landsvirkjun á að vita að leyfi hvað skurðinn varðar féll ekki undir bráðabirgðarleyfið og stenst leyfi Rangárþings ytra ekki skoðun. Ég óska hér með eftir að farið verði að lögum um þessa framkvæmd, slíkt er eðlileg lágmarks krafa, og að vinnsla að fráveituskurði verði stöðvuð strax. Með þessu opna bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar er þessu því komið á framfæri. Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Opið bréf til Umhverfis- og orkustofnunar Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar þann 9. júlí 2025 um ólögmæti Hvammsvirkjunar veittuð þið þann 11. ágúst 2025, Landsvirkjun bráðabirgðaleyfi til undirbúnings Hvammsvirkjunar. Virkjunarleyfi til bráðbirgða, sem sérfræðingarnir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telja tóma lögleysu og vildu ógilda í úrskurði fyrir tveimur vikum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfinu eru heimilaðar: undirbúningsframkvæmdir sem felast í uppsetningu vinnubúða, aðkomuvegi og annarri vegagerð innan framkvæmdasvæðis og efnisvinnslu fyrir vegagerð auk raf-, fjar- og hitavatnsveitu vinnubúða- og framkvæmdasvæðis. Frá því í lok ágúst hafa farið fram svokallaðar presplit sprengingar, alla jafna tvisvar í viku, en presplit sprengingar eru kraftmiklar sprengingar og háværar eins og kemur fram hjá tengilið Landsvirkjunar á facebook hóp íbúa hér í sveit. Að jafnaði er frátekinn tími frá kl. 12-17. Sem sagt tveir heilir eftirmiðdagar í viku. Háværar og umfangsmiklar sprengingar hafa því dunið hér í sveit í bráðum þrjá mánuði, með þeim hættum sem því fylgja. Ekki mun ástandið batna ef farið verður í hina eiginlegu framkvæmd með uppistöðulóni, stíflum, frárennslisskurði og enn frekari vegagerð. Undirrituð óskaði eftir við tengilið Landsvirkjunar að fá upplýsingar um slysa- og áhættumat er varðar íbúa m.a. vegna sprenginga, aukinnar umferðar og þungaflutninga, en engar slíkar upplýsingar var að finna á þeim tengli sem viðkomandi sendi sem svar við fyrirspurn minni. Þann 28. október s.l. setti starfsmaður Landsvirkjunar tengil á upplýsingavef Landsvirkjunar á fyrrnefndan vef íbúa. Þar kom fram eftirfarandi: Áfram er unnið að undirbúnings–framkvæmdum í Hvammi, en þar fer fram efnislosun og er því sprengt daglega. Efnið er svo flutt í vinnslu eða á lager eftir því sem við á. Að jafnaði eru um 10-20 manns á svæðinu við vinnu og hátt í 30 tæki. Þótti nú konu í sveit orðnar ansi umfangmiklar framkvæmdir og sprengingar við gerð vegar og aðstöðu fyrir vinnubúðir. Þann 13.nóvember kom eftirfarandi tilkynning inn á vef íbúa: Verktaki Landsvirkjunar, sem annast undirbúningsframkvæmdir fyrir Hvammsvirkjun, hefur hafið næturvaktir við efnisvinnslu á svæðinu. Um er að ræða eina gröfu, tvo brjóta og hjólaskóflu sem verða við störf yfir nóttina. Ekki verður keyrt á trukkum né unnið í frárennslisskurði á næturvöktum. Samkvæmt bráðabirgðaleyfi ríkisstjórnar hefur Landsvirkjun ekki leyfi til þess að vinna að gerð frárennslisskurðar. Skýrt kemur fram í bráðarbirgðarleyfinu að: Framkvæmdaleyfis–umsóknin tekur ekki til framkvæmda sem eru í eða við vatnsfarvegi og munu framkvæmdirnar því hvorki hafa bein eða óbein áhrif á vatnshlot, ástand vatnshlota eða umhverfismarkmið þeirra. Það er öllum þeim sem þekkja til laga um stjórn vatnamála (36/2011) ljóst að frárennsliskurðurinn er skilgreint vatnshlot, svokallað manngert vatnshlot. Bráðabirgðaleyfið nær því ekki til þess að vinna að þeirri framkvæmd. Landsvirkjun á að vera það ljóst, sinni hún skyldum sínum með eðlilegum hætti. Svo virðist þó sem sveitastjórn Rangárþings ytra hafi gefið út framkvæmdarleyfi fyrir skurðinum en aftur, Landsvirkjun á að vita að leyfi hvað skurðinn varðar féll ekki undir bráðabirgðarleyfið og stenst leyfi Rangárþings ytra ekki skoðun. Ég óska hér með eftir að farið verði að lögum um þessa framkvæmd, slíkt er eðlileg lágmarks krafa, og að vinnsla að fráveituskurði verði stöðvuð strax. Með þessu opna bréfi til Umhverfis- og orkustofnunar er þessu því komið á framfæri. Höfundur er líffræðingur og varasveitarstjórnarfulltrúi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun