Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 08:32 Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur þétting byggðar sum staðar gengið of langt. Skuggavarp hefur orðið of mikið með neikvæðum afleiðingum á lífsgæði íbúa. Hljóðvist hefur einnig verið ábótavant í sumum tilvikum. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og byggja á því sem vel hefur tekist. Ný borgarhönnunarstefna Ný borgarhönnunarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var hinn 12. nóvember markar tímamót í þessu ferli. Stefnan er faglega unnin og setur skýrari ramma um sjálfbæra uppbyggingu, gæði byggðar og borgarrými sem endurspegla fjölbreytileika borgarinnar allt frá Skerjafirði upp á Kjalarnes. Lykilatriðið er að skipulag og hönnun borgarinnar verði á forsendum íbúanna. Þótt aldrei sé hægt að gera öllum til geðs er mikilvægt að markmið Reykjavíkurborgar sé að gera enn betur. Stuðla þannig að því að sem flestir borgarbúar geti verið sáttir og stoltir af sínu hverfi og borginni í heild. Mörg þúsund nýjar íbúðir! Eftir að Flokkur fólksins tók þátt í myndun nýs meirihluta í Reykjavík hefur hann ásamt samstarfsflokkum ákveðið að brjóta land undir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þessar áætlanir kallast vel á við aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Strax á næsta ári gætu framkvæmdir hafist við uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða í Úlfarsárdal. Þessi uppbygging færi fram samkvæmt nýrri aðferðarfræði á vegum nýs innviðafélags í samstarfi borgarinnar, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar. Ný borgarhönnunarstefna verður lykilverkfæri í þessari uppbyggingu. Hún á að tryggja birtuflæði, hljóðvist og alla aðra þætti sem skipta máli fyrir mannvænt og gott samfélag. Við ætlum ekki bara að byggja meira heldur betur. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur þétting byggðar sum staðar gengið of langt. Skuggavarp hefur orðið of mikið með neikvæðum afleiðingum á lífsgæði íbúa. Hljóðvist hefur einnig verið ábótavant í sumum tilvikum. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og byggja á því sem vel hefur tekist. Ný borgarhönnunarstefna Ný borgarhönnunarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var hinn 12. nóvember markar tímamót í þessu ferli. Stefnan er faglega unnin og setur skýrari ramma um sjálfbæra uppbyggingu, gæði byggðar og borgarrými sem endurspegla fjölbreytileika borgarinnar allt frá Skerjafirði upp á Kjalarnes. Lykilatriðið er að skipulag og hönnun borgarinnar verði á forsendum íbúanna. Þótt aldrei sé hægt að gera öllum til geðs er mikilvægt að markmið Reykjavíkurborgar sé að gera enn betur. Stuðla þannig að því að sem flestir borgarbúar geti verið sáttir og stoltir af sínu hverfi og borginni í heild. Mörg þúsund nýjar íbúðir! Eftir að Flokkur fólksins tók þátt í myndun nýs meirihluta í Reykjavík hefur hann ásamt samstarfsflokkum ákveðið að brjóta land undir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þessar áætlanir kallast vel á við aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Strax á næsta ári gætu framkvæmdir hafist við uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða í Úlfarsárdal. Þessi uppbygging færi fram samkvæmt nýrri aðferðarfræði á vegum nýs innviðafélags í samstarfi borgarinnar, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar. Ný borgarhönnunarstefna verður lykilverkfæri í þessari uppbyggingu. Hún á að tryggja birtuflæði, hljóðvist og alla aðra þætti sem skipta máli fyrir mannvænt og gott samfélag. Við ætlum ekki bara að byggja meira heldur betur. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun