„Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. nóvember 2025 10:31 Guðrún Edda glímir enn við andlega erfiðleika eftir hálsbrotið. @gudruneddasig Guðrún Edda Sigurðardóttir átti eina ótrúlegustu endurkomu ársins þegar hún fagnaði silfurverðlaunum með liði Stjörnunnar á Norðurlandamótinu í fimleikum, aðeins fáeinum mánuðum eftir að hafa hálsbrotnað. Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“ Fimleikar Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Sjá meira
Guðrún byrjaði að æfa fimleika aðeins sex ára gömul, þegar hún elti eldri bróður sinn í íþróttina, og hefur æft nánast alla tíð síðan. Hún hafði fagnað frábærum árangri og meðal annars orðið Evrópumeistari, en þurfti svo að taka sér frí frá fimleikum eftir hrikaleg meiðsli. „Ég braut á mér hálsinn 22. desember 2024, sem var mjög erfitt og ég fattaði ekki alveg strax að ég hefði brotið á mér hálsinn. Ég hélt að ég hefði brotið olnbogann af því ég fann svo mikinn verk í olnboganum, en svo fer ég upp á spítala og læknir segir mér að ég sé hálsbrotinn. Ég hugsaði með mér, okei, hálsbrot er alveg alvarlegt“ sagði Guðrún Edda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún gekkst undir aðgerð daginn eftir, á Þorláksmessu, og sama dag, eða raunar bara korteri fyrir aðgerðina, fékk hún staðfesta inngöngu í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands. Aðgerðin gekk vel og hún var komin heim til sín á aðfangadag, en óttaðist að fimleikaferillinn væri búinn. „Ég var bara millimetrum frá því að lamast, það munaði mjög litlu, ég sá það bara á myndunum.“ Guðrún Edda #6 á Norðurlandamótinu um síðustu helgi, aðeins tíu mánuðum eftir hálsbrot. Agnes Suto Heyrði brakið í hálsinum Guðrún hálsbrotnaði þegar hún var að reyna þrefalt heljarstökk með nokkrum skrúfum, sem hún hafði gert áður en ekki á því áhaldi sem hún var á þegar slysið gerðist. „Ég týnist bara alveg í loftinu í fyrsta heljarstökki, en fer samt í annað heljarstökkið og hugsa úff, ég vissi að ég væri að fara að lenda á hausnum. En ég lendi ofan í púðagryfju, sem maður myndi halda að væri nokkuð öruggt, en svo var ekki. Ég man eftir öllu ofan í púðagryfjunni, ég heyrði brakið og byrja bara strax að öskra.“ Ekki búin að jafna sig alveg Þrátt fyrir þetta ótrúlega áfall, aðgerð og endurhæfingarferli, er Guðrún mætt aftur á fimleikagólfið og byrjuð að keppa. Hún vann silfurverðlaun með Stjörnunni á Norðurlandamótinu í Finnlandi um síðustu helgi, en er ekki enn búin að jafna sig að fullu. „Ég er að díla við mjög mikið af andlegum erfiðleikum á æfingum. Ég fer til dæmis ekki á trampólínið, ekkert í kringum það. Ég hef reynt að finna litlu hlutina, ég gat gert heila skrúfu og fannst það ekki hræðilegt, þá reyndi ég að byggja ofan á það. Ég hef ekki komið mér upp í að gera tvöföld heljarstökk aftur, af því að alltaf þegar ég hugsa út í það, þá er ég bara á hausnum.“ Andlegi þátturinn er ekki það eina sem hrjáir hana því hún er enn að glíma við eftirköst líkamlega. „Ég fæ hausverki á hverjum degi, er í sjúkraþjálfun í hverri viku og ef ég sleppi sjúkraþjálfun þá er ég bara stíf og ómöguleg í öxlunum og hálsinum. Þannig að nei ég er ekki orðin góð endilega líkamlega séð, en þetta er meira andlega hliðin sem hrjáir mig.“
Fimleikar Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Spilaði fótbrotinn í úrslitakeppni NFL Vildi ekki peninginn Sparkaði í og trampaði á mótherja Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Sjá meira