ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Siggeir F. Ævarsson skrifar 13. nóvember 2025 18:48 Stjarnan - Grindavík áttust við í oddaleik um laust sæti í úrslitum Bónus deild karla í körfubolta 2025. Taplausir Grindvíkingar mættu í Skógarselið í kvöld og eru það áfram eftir ansi skrautlega baráttu við ÍR-inga þar sem einn úr hvoru liði var sendur í sturtu og tveir Grindvíkingar fóru meiddir af velli. Það var eins og Grindvíkingar ætluðu sér ekki að taka verkefninu mjög alvarlega, voru kærulausir í sókn og á hálfum hraða í vörn. ÍR-ingar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 8-2. Smám saman vöknuðu Grindvíkingar þó af værum blundi og staðan 28-26 eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sóknum en nýttu sér það þó ekki til að keyra yfir heimamenn. Ákefðin sem einkennt hefur varnarleik Grindvíkinga framan af tímabili var ekki til staðar í fyrri hálfleik og þá sjaldan sem aðeins dró í sundur með liðunum komu ÍR-ingar alltaf til baka en Grindvíkingar leiddu með tveimur í hálfleik, 43-45. Grindvíkingar þurftu að leika seinni hálfleik án fyrirliða síns en Ólafur Ólafsson skipti yfir í borgaraleg klæði í hálfleik vegna meiðsla aftan í læri. Þeir virtust loksins komast í smá takt í þriðja leikhluta, hertu vörnina örlítið og héldu áfram að fá auðveld skot en Grindavík leiddi með tólf stigum fyrir loka átökin, 54-66. Þeir misstu svo Kristófer Breka út af meiddan í upphafi fjórða leikhluta eftir höfuðhögg en voru þá komnir 17 stigum yfir. Þeir urðu svo þremur mönnum „færri“ þegar Kane fékk tvær tæknivillur fyrir tuð. Leikurinn leystist svo eiginlega bara upp í tóma vitleysu undir lokin. ÍR-ingar gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn og minnkuðu hann í sjö en fóru svo að brjóta mjög harkalega sem endaði með því að Hákon var sendur í sturtu. Grindvíkingar vörðu síðustu sóknum sínum á vítalínunni og kláruðu þetta að lokum 78-86. Bónus-deild karla Grindavík ÍR
Taplausir Grindvíkingar mættu í Skógarselið í kvöld og eru það áfram eftir ansi skrautlega baráttu við ÍR-inga þar sem einn úr hvoru liði var sendur í sturtu og tveir Grindvíkingar fóru meiddir af velli. Það var eins og Grindvíkingar ætluðu sér ekki að taka verkefninu mjög alvarlega, voru kærulausir í sókn og á hálfum hraða í vörn. ÍR-ingar byrjuðu leikinn mun betur og komust í 8-2. Smám saman vöknuðu Grindvíkingar þó af værum blundi og staðan 28-26 eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir þurftu ekki að hafa mikið fyrir sínum sóknum en nýttu sér það þó ekki til að keyra yfir heimamenn. Ákefðin sem einkennt hefur varnarleik Grindvíkinga framan af tímabili var ekki til staðar í fyrri hálfleik og þá sjaldan sem aðeins dró í sundur með liðunum komu ÍR-ingar alltaf til baka en Grindvíkingar leiddu með tveimur í hálfleik, 43-45. Grindvíkingar þurftu að leika seinni hálfleik án fyrirliða síns en Ólafur Ólafsson skipti yfir í borgaraleg klæði í hálfleik vegna meiðsla aftan í læri. Þeir virtust loksins komast í smá takt í þriðja leikhluta, hertu vörnina örlítið og héldu áfram að fá auðveld skot en Grindavík leiddi með tólf stigum fyrir loka átökin, 54-66. Þeir misstu svo Kristófer Breka út af meiddan í upphafi fjórða leikhluta eftir höfuðhögg en voru þá komnir 17 stigum yfir. Þeir urðu svo þremur mönnum „færri“ þegar Kane fékk tvær tæknivillur fyrir tuð. Leikurinn leystist svo eiginlega bara upp í tóma vitleysu undir lokin. ÍR-ingar gerðu hvað þeir gátu til að minnka muninn og minnkuðu hann í sjö en fóru svo að brjóta mjög harkalega sem endaði með því að Hákon var sendur í sturtu. Grindvíkingar vörðu síðustu sóknum sínum á vítalínunni og kláruðu þetta að lokum 78-86.