Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2025 21:49 Cristiano Ronaldo benti beint á Heimi Hallgrímsson eftir rauða spjaldið í kvöld. Getty/Niall Carson Cristiano Ronaldo fór reiður í átt að Heimi Hallgrímssyni og lét nokkur vel valin orð falla í átt til íslenska þjálfarans, eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Írum í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Írarnir hans Heimis unnu frábæran sigur, 2-0. „Kannski var hann að reyna að finna tannlæknatíma,“ grínuðust skríbentar BBC og höfðu greinilega gaman af því þegar Ronaldo óð til Heimis eftir rauða spjaldið. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Ronaldo reyndi að rífast við Heimi Ronaldo fékk rauða spjaldið fyrir augljóst olnbogaskot en hann virtist einfaldlega missa stjórn á skapi sínu í augnablik, á 60. mínútu leiksins. Hann lét það ekki stöðva sig í því að fara til Heimis og virtist láta eins og það væri Íslendingnum að kenna að rauða spjaldið fór á loft. Ricardo Carvalho, aðstoðarþjálfari Portúgals, og fleiri reyndu að róa Ronaldo en hann náði að komast til Heimis sem virtist alveg til í að hlusta og á endanum tókust þeir í hendur. Heimir hafði í aðdraganda leiksins talað um að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómara leiksins í 1-0 tapi Íra í Lissabon í október, og Ronaldo svaraði því í gær með því að segja að Heimir væri sniðugur maður sem væri greinilega að reyna að hafa áhrif á dómarann fyrir leikinn í kvöld. Það þurfti hins vegar ekki að hafa nein áhrif á dómarann til að lyfta rauða spjaldinu og reka Ronaldo af velli, því brot hans var augljóst eins og sjá má hér að ofan. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld, í fyrri hálfleiknum, og þar með lifir HM-draumur Íra. Þeir eru í 3. sæti F-riðils, stigi á eftir Ungverjum og þremur á eftir Portúgal, fyrir lokaumferðina á sunnudaginn. Lokaleikur Íra er á útivelli gegn Ungverjum og ljóst að ekkert nema sigur dugar Írlandi þar. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
„Kannski var hann að reyna að finna tannlæknatíma,“ grínuðust skríbentar BBC og höfðu greinilega gaman af því þegar Ronaldo óð til Heimis eftir rauða spjaldið. Atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Ronaldo reyndi að rífast við Heimi Ronaldo fékk rauða spjaldið fyrir augljóst olnbogaskot en hann virtist einfaldlega missa stjórn á skapi sínu í augnablik, á 60. mínútu leiksins. Hann lét það ekki stöðva sig í því að fara til Heimis og virtist láta eins og það væri Íslendingnum að kenna að rauða spjaldið fór á loft. Ricardo Carvalho, aðstoðarþjálfari Portúgals, og fleiri reyndu að róa Ronaldo en hann náði að komast til Heimis sem virtist alveg til í að hlusta og á endanum tókust þeir í hendur. Heimir hafði í aðdraganda leiksins talað um að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómara leiksins í 1-0 tapi Íra í Lissabon í október, og Ronaldo svaraði því í gær með því að segja að Heimir væri sniðugur maður sem væri greinilega að reyna að hafa áhrif á dómarann fyrir leikinn í kvöld. Það þurfti hins vegar ekki að hafa nein áhrif á dómarann til að lyfta rauða spjaldinu og reka Ronaldo af velli, því brot hans var augljóst eins og sjá má hér að ofan. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld, í fyrri hálfleiknum, og þar með lifir HM-draumur Íra. Þeir eru í 3. sæti F-riðils, stigi á eftir Ungverjum og þremur á eftir Portúgal, fyrir lokaumferðina á sunnudaginn. Lokaleikur Íra er á útivelli gegn Ungverjum og ljóst að ekkert nema sigur dugar Írlandi þar.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira