Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. nóvember 2025 13:35 Ölgerðin segir Egils Orku hvorki í samstarfi við Sverri Helgason né Bjórkastið. Hér til hliðar má sjá annan stjórnanda hlaðvarpsins, Jón Þormar Pálsson. Ölgerðin segist ekki vera í samstarfi við Bjórkastið eða stjórnanda þess, Sverri Helgason, í tengslum við orkudrykkinn Egils Orku. Sverrir lýsti drykknum sem opinberum drykk „íslenska öfgahægrisins“ og hafa aðrir gantast með að hann tengist hvítri kynþáttahyggju. Heimildin greindi frá því í morgun að Ölgerðin hefði neitað fyrir samstarf við hlaðvarpið og liti málið alvarlegum augum. Sverrir Helgason, einn fjögurra stjórnanda Bjórkastsins, lýsti því yfir á samfélagsmiðlinum X í byrjun október að „hvít orka“ væri „official drykkur íslenska öfgahægrisins.“ Með hvítri orku er átt við Flona II með ferskjubragði, annað samstarf Ölgerðarinnar við rapparann. Sverrir komst nýlega í fréttirnar eftir að hann sagði sig úr stjórn ungra Miðflokksmanna eftir að hann sagði það ekki skipta sig máli að vera kallaður rasisti. Hann lýsti því sjálfur að hann væri kynþáttaraunsæismaður. „Dyggðaskreyttasta fyrirtæki landsins“ með hvítu orkuna Eins og nafnið ber með sér er bjór drukkinn í Bjórkastinu en síðustu vikur hefur hvít orka verið á borðum hlaðvarpsins í miklu magni. Sverrir tvítaði um miðjan síðasta mánuð myndbandi af bíl Ölgerðarinnar og skrifaði við það: „Hvað er í gangi hérna? Tesla frá ölgerðinni merkt hvítri orku! Þetta hlýtur að vera hundaflauta.“ hvað er í gangi hérna? tesla frá ölgerðinni merkt hvítri orku! þetta hlýtur að vera hundaflauta pic.twitter.com/5jStKh2lcJ— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 16, 2025 Arnar Arinbjarnarson deildi færslunni og skrifaði: „Skemmtilegt að Ölgerðin, dyggðaskreyttasta fyrirtæki landsins, komi með Hvíta orku á markað. Ég bara varð að prófa.“ Arnar deildi þessari mynd af Orkunni. Með færslunni fylgdi mynd af Orku og Donald Trump og hlekkur á Wikipedia-síðu um „White power,“ slagorð þeirra sem trúa á yfirburði hvítra. Heimildin hafði samband við Ölgerðina til að spyrjast fyrir um hvort fyrirtækið væri um að drykkurinn væri tengdur íslenska öfgahægrinu á samfélagsmiðlum. Ölgerðin svaraði Heimildinni svo: „Orka er ekki í neinu samstarfi við þáttastjórnandann né þáttinn sjálfan og það að hann hafi valið að hafa þessa vöru hjá sér, er á engan hátt með vitund eða vilja okkar. Við lítum þetta alvarlegum augum.“ Segir ristjórn Heimildarinnar andlega krypplinga Sverrir brást við fréttaflutningi Heimildarinnar á X í hádeginu. „Þetta er ógeðslega fyndið, þetta lið á gaymildinni er svo LN og heimskt, þeir skilja ekki neitt,“ skrifaði Sverrir og sneri þar hómófóbískt upp á nafn Heimildarinnar. Sverrir Helgason er virkur á X-inu.Youtube „Sem er samt líka viðbúið, þeir sem eru LN geta ekki skilið þá sem eru LU, þeir eru of raped af þessu libba hugarfari, algjörir andlegir krypplingar,“ skrifaði hann einnig. Með hugtakinu „LN“ er átt við „lengst niðri“ sem er öfugt við „LU“ eða „lengst uppi“ sem er orðið útbreitt hugtak meðal hægrimanna á X. Af því tilefni hefur sami hópur byrjað að gantast með LU-kex rétt eins og Egils Orku. Heimildin var með fréttaskýringu í morgun um notkun íslenskra hægrimanna á þessum vörum. Ef notkun „lengst uppi“ er skoðuð aftur í tímann á miðlinum X sést að vinirnir Bergþór Másson og Aron Kristinn hófu að nota það í lok árs 2024. Þar er ekki annað að sjá en að um afbökun á rapphugtakinu „we up“ sé að ræða og hugtakið merki þá að einhverju gangi vel. Jóhann Kristófer gaf út lagið „Uppi“ með Daniil í sumar en viðlag þess tengist klifun á orðasambandinu „Við erum uppi“. Vinsældir lagsins leiddu til útbreiðslu orðasambandsins og frá því í haust hafa hægrimenn á X-inu verið ötulir við að nota það. Samfélagsmiðlar Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Sjá meira
Heimildin greindi frá því í morgun að Ölgerðin hefði neitað fyrir samstarf við hlaðvarpið og liti málið alvarlegum augum. Sverrir Helgason, einn fjögurra stjórnanda Bjórkastsins, lýsti því yfir á samfélagsmiðlinum X í byrjun október að „hvít orka“ væri „official drykkur íslenska öfgahægrisins.“ Með hvítri orku er átt við Flona II með ferskjubragði, annað samstarf Ölgerðarinnar við rapparann. Sverrir komst nýlega í fréttirnar eftir að hann sagði sig úr stjórn ungra Miðflokksmanna eftir að hann sagði það ekki skipta sig máli að vera kallaður rasisti. Hann lýsti því sjálfur að hann væri kynþáttaraunsæismaður. „Dyggðaskreyttasta fyrirtæki landsins“ með hvítu orkuna Eins og nafnið ber með sér er bjór drukkinn í Bjórkastinu en síðustu vikur hefur hvít orka verið á borðum hlaðvarpsins í miklu magni. Sverrir tvítaði um miðjan síðasta mánuð myndbandi af bíl Ölgerðarinnar og skrifaði við það: „Hvað er í gangi hérna? Tesla frá ölgerðinni merkt hvítri orku! Þetta hlýtur að vera hundaflauta.“ hvað er í gangi hérna? tesla frá ölgerðinni merkt hvítri orku! þetta hlýtur að vera hundaflauta pic.twitter.com/5jStKh2lcJ— Sverrir (@Sverrirhelga95) October 16, 2025 Arnar Arinbjarnarson deildi færslunni og skrifaði: „Skemmtilegt að Ölgerðin, dyggðaskreyttasta fyrirtæki landsins, komi með Hvíta orku á markað. Ég bara varð að prófa.“ Arnar deildi þessari mynd af Orkunni. Með færslunni fylgdi mynd af Orku og Donald Trump og hlekkur á Wikipedia-síðu um „White power,“ slagorð þeirra sem trúa á yfirburði hvítra. Heimildin hafði samband við Ölgerðina til að spyrjast fyrir um hvort fyrirtækið væri um að drykkurinn væri tengdur íslenska öfgahægrinu á samfélagsmiðlum. Ölgerðin svaraði Heimildinni svo: „Orka er ekki í neinu samstarfi við þáttastjórnandann né þáttinn sjálfan og það að hann hafi valið að hafa þessa vöru hjá sér, er á engan hátt með vitund eða vilja okkar. Við lítum þetta alvarlegum augum.“ Segir ristjórn Heimildarinnar andlega krypplinga Sverrir brást við fréttaflutningi Heimildarinnar á X í hádeginu. „Þetta er ógeðslega fyndið, þetta lið á gaymildinni er svo LN og heimskt, þeir skilja ekki neitt,“ skrifaði Sverrir og sneri þar hómófóbískt upp á nafn Heimildarinnar. Sverrir Helgason er virkur á X-inu.Youtube „Sem er samt líka viðbúið, þeir sem eru LN geta ekki skilið þá sem eru LU, þeir eru of raped af þessu libba hugarfari, algjörir andlegir krypplingar,“ skrifaði hann einnig. Með hugtakinu „LN“ er átt við „lengst niðri“ sem er öfugt við „LU“ eða „lengst uppi“ sem er orðið útbreitt hugtak meðal hægrimanna á X. Af því tilefni hefur sami hópur byrjað að gantast með LU-kex rétt eins og Egils Orku. Heimildin var með fréttaskýringu í morgun um notkun íslenskra hægrimanna á þessum vörum. Ef notkun „lengst uppi“ er skoðuð aftur í tímann á miðlinum X sést að vinirnir Bergþór Másson og Aron Kristinn hófu að nota það í lok árs 2024. Þar er ekki annað að sjá en að um afbökun á rapphugtakinu „we up“ sé að ræða og hugtakið merki þá að einhverju gangi vel. Jóhann Kristófer gaf út lagið „Uppi“ með Daniil í sumar en viðlag þess tengist klifun á orðasambandinu „Við erum uppi“. Vinsældir lagsins leiddu til útbreiðslu orðasambandsins og frá því í haust hafa hægrimenn á X-inu verið ötulir við að nota það.
Samfélagsmiðlar Ölgerðin Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Nágrannar kveðja endanlega í dag Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Sjá meira