Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 12:02 Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Margt bendir til þess að pakkinn dugi ekki til að leysa þann kerfislæga vanda sem skapast hefur á íslenskum húsnæðismarkaði. Við í BHM fögnum öllum skrefum sem raunverulega bæta stöðu ungs fólks. En það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hvort þessar tillögur stjórnvalda geri það. Til þess er of margt óljóst. Húsnæðismarkaðurinn er orðinn óhagkvæmur, flókinn og ósanngjarn gagnvart ungu fólki sem er að hefja starfsferil og fjölskyldulíf að loknu námi. Það er ekki eðlilegt að ungt fólk þurfi annaðhvort að reiða sig á efnaða foreldra eða búa við fjárhagslegan óstöðugleika til að komast inn á markaðinn. Húsnæði sem réttindi Húsnæðisvandinn snýst ekki bara um vaxtastig eða einstaka lánalínur, hann er kerfislægur. Við þurfum að hætta að tala um húsnæði sem fjárfestingu og líta á það sem grundvallarréttindi. Í dag er nánast ómögulegt fyrir fyrstu kaupendur að taka húsnæðislán án þess að stór hluti þess sé verðtryggður. Eftir dóm Hæstaréttar um vexti drógu bankarnir verulega úr framboði slíkra lána. Þótt einhverjar breytingar hafi nú orðið í þeim efnum þá eru kjörin lakari, lánstíminn styttri og skilmálarnir flóknari. Framboð raunhæfra og stöðugra lánakosta hefur minnkað. Þannig stendur ungt fólk áfram í sömu sporum – með of háa greiðslubyrði, ófyrirsjáanlega lánaleið og engar raunverulegar lausnir í sjónmáli. Ef stjórnvöld ætla í alvöru að styðja ungt fólk inn á húsnæðismarkað þurfa þau að horfa á rót vandans; ofurvexti og ótryggt lánaumhverfi sem gerir heimili að veðmálum á verðbólgu. Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið ungu fólki á Íslandi árið 2025? Réttlæti á húsnæðismarkaði krefst nýrra leiða Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Eftirspurn er meiri en framboð, og fjársterkir aðilar hafa keypt íbúðir til útleigu. Á meðan bíður ungt fólk á leigumarkaði – ótryggt, með litla möguleika á að safna fyrir útborgun. Í mörgum Evrópulöndum hefur verið brugðist markvisst við sambærilegri stöðu. Á Spáni og Ítalíu eru hærri fasteignagjöld lögð á aðra og þriðju eign, skattar á leigutekjur hækka eftir fjölda íbúða og jafnvel er lagt álag á auðar eignir. Markmiðið er skýrt: að draga úr spákaupmennsku og losa húsnæði inn á markaðinn fyrir almenning. Á Norðurlöndunum hefur verið byggt upp sterkt félagslegt húsnæðiskerfi með leiguþökum og réttindum leigjenda sem tryggja jafnræði og stöðugleika. Þar er húsnæðismarkaðurinn ekki drifinn áfram af fjármagnshagnaði heldur félagslegri ábyrgð. Ísland þarf að sækja fyrirmyndir þangað, ekki í spákaupmennsku á fasteignamarkaði. Við í BHM viljum sjá íslensk stjórnvöld sýna sama kjark. Við vitum hvað virkar: það er hægt að draga úr spákaupmennsku og bæta aðgengi ungs fólks að húsnæði. Útfærsla stjórnvalda á inntaki húsnæðispakkans skiptir þar öllu máli. Aðgerðirnar þurfa að vera raunhæfar, varanlegar og fjárhagslega haldbærar. Annars sitjum við áfram uppi með kerfi sem viðheldur bæði ójöfnuði og verðbólgu. Það viljum við ekki, því hljómar ákall til stjórnvalda um að við stöndum undir samfélagslegri ábyrgð og tryggjum öllum rétt til öruggs heimilis. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Húsnæðismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur kynnt nýjan húsnæðispakka sem ætlað er að bæta stöðu ungs fólks og fyrstu kaupenda. Aðgerða er vissulega þörf, en enn sem komið er er fátt fast í hendi. Margt bendir til þess að pakkinn dugi ekki til að leysa þann kerfislæga vanda sem skapast hefur á íslenskum húsnæðismarkaði. Við í BHM fögnum öllum skrefum sem raunverulega bæta stöðu ungs fólks. En það verður að segjast eins og er að erfitt er að átta sig á hvort þessar tillögur stjórnvalda geri það. Til þess er of margt óljóst. Húsnæðismarkaðurinn er orðinn óhagkvæmur, flókinn og ósanngjarn gagnvart ungu fólki sem er að hefja starfsferil og fjölskyldulíf að loknu námi. Það er ekki eðlilegt að ungt fólk þurfi annaðhvort að reiða sig á efnaða foreldra eða búa við fjárhagslegan óstöðugleika til að komast inn á markaðinn. Húsnæði sem réttindi Húsnæðisvandinn snýst ekki bara um vaxtastig eða einstaka lánalínur, hann er kerfislægur. Við þurfum að hætta að tala um húsnæði sem fjárfestingu og líta á það sem grundvallarréttindi. Í dag er nánast ómögulegt fyrir fyrstu kaupendur að taka húsnæðislán án þess að stór hluti þess sé verðtryggður. Eftir dóm Hæstaréttar um vexti drógu bankarnir verulega úr framboði slíkra lána. Þótt einhverjar breytingar hafi nú orðið í þeim efnum þá eru kjörin lakari, lánstíminn styttri og skilmálarnir flóknari. Framboð raunhæfra og stöðugra lánakosta hefur minnkað. Þannig stendur ungt fólk áfram í sömu sporum – með of háa greiðslubyrði, ófyrirsjáanlega lánaleið og engar raunverulegar lausnir í sjónmáli. Ef stjórnvöld ætla í alvöru að styðja ungt fólk inn á húsnæðismarkað þurfa þau að horfa á rót vandans; ofurvexti og ótryggt lánaumhverfi sem gerir heimili að veðmálum á verðbólgu. Er þetta virkilega það besta sem við getum boðið ungu fólki á Íslandi árið 2025? Réttlæti á húsnæðismarkaði krefst nýrra leiða Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár. Eftirspurn er meiri en framboð, og fjársterkir aðilar hafa keypt íbúðir til útleigu. Á meðan bíður ungt fólk á leigumarkaði – ótryggt, með litla möguleika á að safna fyrir útborgun. Í mörgum Evrópulöndum hefur verið brugðist markvisst við sambærilegri stöðu. Á Spáni og Ítalíu eru hærri fasteignagjöld lögð á aðra og þriðju eign, skattar á leigutekjur hækka eftir fjölda íbúða og jafnvel er lagt álag á auðar eignir. Markmiðið er skýrt: að draga úr spákaupmennsku og losa húsnæði inn á markaðinn fyrir almenning. Á Norðurlöndunum hefur verið byggt upp sterkt félagslegt húsnæðiskerfi með leiguþökum og réttindum leigjenda sem tryggja jafnræði og stöðugleika. Þar er húsnæðismarkaðurinn ekki drifinn áfram af fjármagnshagnaði heldur félagslegri ábyrgð. Ísland þarf að sækja fyrirmyndir þangað, ekki í spákaupmennsku á fasteignamarkaði. Við í BHM viljum sjá íslensk stjórnvöld sýna sama kjark. Við vitum hvað virkar: það er hægt að draga úr spákaupmennsku og bæta aðgengi ungs fólks að húsnæði. Útfærsla stjórnvalda á inntaki húsnæðispakkans skiptir þar öllu máli. Aðgerðirnar þurfa að vera raunhæfar, varanlegar og fjárhagslega haldbærar. Annars sitjum við áfram uppi með kerfi sem viðheldur bæði ójöfnuði og verðbólgu. Það viljum við ekki, því hljómar ákall til stjórnvalda um að við stöndum undir samfélagslegri ábyrgð og tryggjum öllum rétt til öruggs heimilis. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar