Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar 13. nóvember 2025 11:31 Nýverið ritaði forstjóri Sýnar grein sem bar yfirskriftina „Vegið að heilbrigðri samkeppni”. Inntak greinarinnar er það að með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 8/2025 frá 5. nóvember sl. um að fallast á beiðni Símans um flutningsrétt á línulegum sjónvarpsstöðvum Sýnar hafi Fjarskiptastofa tekið ákvörðun sem sé “alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma.” Í annarri umfjöllun Sýnar um málið og stöðu rekstrar félagsins má draga þá ályktun að ætlun Sýnar með kaupum á réttinum að Enska boltanum hafi verið að fjölga áskriftum félagsins í fjarskiptum. Ummæli forstjórans eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir og vekja upp spurningar. Verður þar að nefna að Sýn átti um margra ára skeið í ágreiningi við Símann um aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans og byggði helst á því að með því að heimila ekki Sýn aðgang að efninu til dreifingar væri brotið gegn fjölmiðlalögum og samkeppnislögum. Ekki er ástæða til að rekja þær lagaflækjur í smáatriðum en fyrir liggur að fallist var á sjónarmið Sýnar að talsverðu leyti í þeim ágreiningi. Bjuggu þar m.a. að baki sjónarmið um að lóðrétt samþætting fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu væri til þess fallin að raska samkeppni. Hitt er þó merkilegra að Sýn hefur haft stór orð um tilvitnaða ákvörðun Fjarskiptastofu um að heimila Símanum dreifingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar um dreifikerfi sitt. Ástæðan fyrir því er sú að í 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga sem samþykkt voru á árinu 2011 er með skýrum og ótvíræðum hætti mælt fyrir um að ”Fjölmiðlaveitu er skylt að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um að fjarskiptafyrirtæki fái að flytja sjónvarpsútsendingar á stafrænu fjarskiptaneti sínu ... ”. Sögulegan bakgrunn ákvæðisins er að rekja til vinnu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla frá apríl 2005. Var ein af megintillögum nefndarinnar í því skyni að vinna gegn skaðlegri lóðréttri samþættingu milli fjölmiðlafyrirtækja og fjarskiptafyrirtækja að lögfesta ákvæði um flutningsrétt, þ.e. skyldu fjölmiðlafyrirtækja til að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að sjónvarpsútsendingum, sbr. áðurnefnda 1. mgr. 45. gr., og hins vegar að ákvæði um flutningsskyldu, þ.e. skyldu fjarskiptafyrirtækja sem ráða yfir sjónvarpsdreifikerfi til að flytja sjónvarpsútsendingar yfir þau kerfi. Engin vafi leikur á því að útsendingar frá Enska boltanum og annað efni í línulegri dagskrá Sýnar telst sjónvarpsútsending í skilningi fjölmiðlalaga. Því er torskilið að það komi forsvarsmönnum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt það lagaákvæði sem um er deilt í málinu í samræmi við orðanna hljóðan og haldið skyldu um að heimila öðrum fjarskiptafyrirtækjum að dreifa sjónvarpsútsendingum yfir sjónvarpsdreifikerfi sín að félaginu. Ummæli um að niðurstaðan sé alvarleg fyrir heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma nær ekki landi þegar horft er til þess að markmið með setningu framangreindra lagaákvæða var fyrst og fremst að verja samkeppni svo fyrirtæki sem ráða yfir fjölmiðlum og fjarskiptum næðu ekki að raska samkeppni með því að komast yfir eftirsóknarvert efni og hleypa öðrum ekki að því. Það má velta því upp hvort slík lagasetning sé skynsamleg, eðlileg og sanngjörn en vart getur það verið að stjórnendur Sýnar hafi talið að hin ótvíræða lagaskylda næði ekki til félagsins. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Nýverið ritaði forstjóri Sýnar grein sem bar yfirskriftina „Vegið að heilbrigðri samkeppni”. Inntak greinarinnar er það að með ákvörðun Fjarskiptastofu nr. 8/2025 frá 5. nóvember sl. um að fallast á beiðni Símans um flutningsrétt á línulegum sjónvarpsstöðvum Sýnar hafi Fjarskiptastofa tekið ákvörðun sem sé “alvarleg niðurstaða fyrir íslenskt atvinnulíf, heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma.” Í annarri umfjöllun Sýnar um málið og stöðu rekstrar félagsins má draga þá ályktun að ætlun Sýnar með kaupum á réttinum að Enska boltanum hafi verið að fjölga áskriftum félagsins í fjarskiptum. Ummæli forstjórans eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir og vekja upp spurningar. Verður þar að nefna að Sýn átti um margra ára skeið í ágreiningi við Símann um aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans og byggði helst á því að með því að heimila ekki Sýn aðgang að efninu til dreifingar væri brotið gegn fjölmiðlalögum og samkeppnislögum. Ekki er ástæða til að rekja þær lagaflækjur í smáatriðum en fyrir liggur að fallist var á sjónarmið Sýnar að talsverðu leyti í þeim ágreiningi. Bjuggu þar m.a. að baki sjónarmið um að lóðrétt samþætting fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu væri til þess fallin að raska samkeppni. Hitt er þó merkilegra að Sýn hefur haft stór orð um tilvitnaða ákvörðun Fjarskiptastofu um að heimila Símanum dreifingu á sjónvarpsstöðvum Sýnar um dreifikerfi sitt. Ástæðan fyrir því er sú að í 1. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga sem samþykkt voru á árinu 2011 er með skýrum og ótvíræðum hætti mælt fyrir um að ”Fjölmiðlaveitu er skylt að verða við eðlilegum og sanngjörnum beiðnum um að fjarskiptafyrirtæki fái að flytja sjónvarpsútsendingar á stafrænu fjarskiptaneti sínu ... ”. Sögulegan bakgrunn ákvæðisins er að rekja til vinnu nefndar menntamálaráðherra um íslenska fjölmiðla frá apríl 2005. Var ein af megintillögum nefndarinnar í því skyni að vinna gegn skaðlegri lóðréttri samþættingu milli fjölmiðlafyrirtækja og fjarskiptafyrirtækja að lögfesta ákvæði um flutningsrétt, þ.e. skyldu fjölmiðlafyrirtækja til að veita fjarskiptafyrirtækjum aðgang að sjónvarpsútsendingum, sbr. áðurnefnda 1. mgr. 45. gr., og hins vegar að ákvæði um flutningsskyldu, þ.e. skyldu fjarskiptafyrirtækja sem ráða yfir sjónvarpsdreifikerfi til að flytja sjónvarpsútsendingar yfir þau kerfi. Engin vafi leikur á því að útsendingar frá Enska boltanum og annað efni í línulegri dagskrá Sýnar telst sjónvarpsútsending í skilningi fjölmiðlalaga. Því er torskilið að það komi forsvarsmönnum Sýnar á óvart að Fjarskiptastofa hafi skýrt það lagaákvæði sem um er deilt í málinu í samræmi við orðanna hljóðan og haldið skyldu um að heimila öðrum fjarskiptafyrirtækjum að dreifa sjónvarpsútsendingum yfir sjónvarpsdreifikerfi sín að félaginu. Ummæli um að niðurstaðan sé alvarleg fyrir heilbrigða samkeppni og hagsmuni neytenda til lengri tíma nær ekki landi þegar horft er til þess að markmið með setningu framangreindra lagaákvæða var fyrst og fremst að verja samkeppni svo fyrirtæki sem ráða yfir fjölmiðlum og fjarskiptum næðu ekki að raska samkeppni með því að komast yfir eftirsóknarvert efni og hleypa öðrum ekki að því. Það má velta því upp hvort slík lagasetning sé skynsamleg, eðlileg og sanngjörn en vart getur það verið að stjórnendur Sýnar hafi talið að hin ótvíræða lagaskylda næði ekki til félagsins. Höfundur er lögmaður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun