„Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. nóvember 2025 15:42 Hlédís Maren segir Diljá Mist telja að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Aðsend/Vísir/Vilhelm Hledís Maren Guðmundsdóttir segir Diljá Mist Einarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, sjálfa vera með forneskjuleg viðhorf til kvenna í kjölfar þess að Diljá gagnrýndi Hlédísi fyrir tal um frjósemisár kvenna og afneitun kveneðlis. Hlédís segir Diljá vera öfgafulla, „dáldið vók“ og hún skilyrði skoðanafrelsi kvenna við frjósemi. Diljá Mist var nýjasti gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpinu Ein pæling en þau ræddu þar um ýmislegt, þar á meðal viðhorf fyrri gestar Þórarins, Hlédísar Marenar, sem sagði að konur ættu ekki að afneita kveneðli sín og nýta sín bestu frjósemisár. Diljá undraðist þessi forneskjulegu viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum og hvatti þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Þá skammaðist hún Þórarin fyrir að sitja þegjandi undir slíkum yfirlýsingum. „Konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn“ Hlédís Maren deildi frétt Vísis um málið á Facebook fyrr í dag og svaraði Diljá þar fullum hálsi. Hún segir þingmanninn stílísera sannleikann. „Ekki hlusta á frjósemiskukkuna. Ekki eignast börn. Ekki tjá ykkur um frjósemi,“ skrifar Hlédís í færslunni. Hlédís Maren svarar Diljá á Facebook. „Látið Diljá Mist um að tjá sig fyrir ykkur. Því Diljá telur að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Eins og frjósemismál barnlausra kvenna snerti þær ekki persónulega og samfélagslega. Diljá er alveg sama um það, enda sagði hún þetta í miðri Vitundarvakningarviku Tilveru um ófrjósemi á Íslandi.“ „Á meðan Diljá kallar sjálfa sig unga íhaldskonu svona 50 sinnum í þessum þætti, kallar hún mig Halim Al. Það er heldur skopleg stílisering á sannleikanum,“ segir hún. Konur séu bundnar líffræðilegum þáttum Hlédís segist vilja að konur hafi aukið valfrelsi í lífi sínu og séu meðvitaðar um frjósemismál fyrr en síðar. „Það er fólk eins og Diljá sem taldi mér trú um að það skipti engu máli. Svo fær maður að greiða Livio margar milljónir. Fyndið hvernig það virkar,“ skrifar hún. „Því það er Diljá Mist sem er með forneskjuleg viðhorf til kvenna. Orðræða hennar er jafn regressív og hún er röklaus. Konur eru bundnar líffræðilegum þáttum sem skilyrða kveneðli. Meðal annars frjósemi. Það er ekki félagsfræði.“ „Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ Hledís segir það ansi skakka hugmyndafræði að ætla að skilyrða skoðanafrelsi kvenna við frjósemi þeirra. „Slík sjálfsmyndarpólitík er auðvitað grunnurinn af vók-hugmyndafræðinni sem ég hef gagnrýnt undanfarið. Eflaust hefur það farið illa í Diljá Mist sem er gjarnan dáldið vók. Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ spyr Hlédís. „Diljá reynir hvað hún getur að mála mig upp sem öfgafulla. Það er hún sem er öfgafull og afvegaleidd. Hún segir þáttastjórnanda að konan hans ætti að lemja hann fyrir það eitt að hlusta á mig tala. Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka. Við gerum æðri kröfur til hennar stéttar,“ skrifar hún að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Diljá Mist var nýjasti gestur Þórarins Hjartarsonar í hlaðvarpinu Ein pæling en þau ræddu þar um ýmislegt, þar á meðal viðhorf fyrri gestar Þórarins, Hlédísar Marenar, sem sagði að konur ættu ekki að afneita kveneðli sín og nýta sín bestu frjósemisár. Diljá undraðist þessi forneskjulegu viðhorf ungra kvenna í Miðflokknum og hvatti þær til að víkka sjóndeildarhringinn. Þá skammaðist hún Þórarin fyrir að sitja þegjandi undir slíkum yfirlýsingum. „Konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn“ Hlédís Maren deildi frétt Vísis um málið á Facebook fyrr í dag og svaraði Diljá þar fullum hálsi. Hún segir þingmanninn stílísera sannleikann. „Ekki hlusta á frjósemiskukkuna. Ekki eignast börn. Ekki tjá ykkur um frjósemi,“ skrifar Hlédís í færslunni. Hlédís Maren svarar Diljá á Facebook. „Látið Diljá Mist um að tjá sig fyrir ykkur. Því Diljá telur að konur eigi ekki að tjá sig um frjósemi nema þær eigi börn. Eins og frjósemismál barnlausra kvenna snerti þær ekki persónulega og samfélagslega. Diljá er alveg sama um það, enda sagði hún þetta í miðri Vitundarvakningarviku Tilveru um ófrjósemi á Íslandi.“ „Á meðan Diljá kallar sjálfa sig unga íhaldskonu svona 50 sinnum í þessum þætti, kallar hún mig Halim Al. Það er heldur skopleg stílisering á sannleikanum,“ segir hún. Konur séu bundnar líffræðilegum þáttum Hlédís segist vilja að konur hafi aukið valfrelsi í lífi sínu og séu meðvitaðar um frjósemismál fyrr en síðar. „Það er fólk eins og Diljá sem taldi mér trú um að það skipti engu máli. Svo fær maður að greiða Livio margar milljónir. Fyndið hvernig það virkar,“ skrifar hún. „Því það er Diljá Mist sem er með forneskjuleg viðhorf til kvenna. Orðræða hennar er jafn regressív og hún er röklaus. Konur eru bundnar líffræðilegum þáttum sem skilyrða kveneðli. Meðal annars frjósemi. Það er ekki félagsfræði.“ „Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ Hledís segir það ansi skakka hugmyndafræði að ætla að skilyrða skoðanafrelsi kvenna við frjósemi þeirra. „Slík sjálfsmyndarpólitík er auðvitað grunnurinn af vók-hugmyndafræðinni sem ég hef gagnrýnt undanfarið. Eflaust hefur það farið illa í Diljá Mist sem er gjarnan dáldið vók. Langar Sjálfstæðisflokkinn ekkert að hætta því?“ spyr Hlédís. „Diljá reynir hvað hún getur að mála mig upp sem öfgafulla. Það er hún sem er öfgafull og afvegaleidd. Hún segir þáttastjórnanda að konan hans ætti að lemja hann fyrir það eitt að hlusta á mig tala. Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka. Við gerum æðri kröfur til hennar stéttar,“ skrifar hún að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira