Innherji

Aðhalds­stigið „aukist veru­lega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta

Hörður Ægisson skrifar
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sem mun birta vaxtaákvörðun sína á miðvikudaginn næstkomandi. Allar líkur eru á að nefndin muni koma með breyttan tón frá því hún kom saman í október enda hafa horfur í hagkerfinu versnað til muna á skömmum tíma.
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sem mun birta vaxtaákvörðun sína á miðvikudaginn næstkomandi. Allar líkur eru á að nefndin muni koma með breyttan tón frá því hún kom saman í október enda hafa horfur í hagkerfinu versnað til muna á skömmum tíma. Vísir/Anton Brink

Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar.


Tengdar fréttir

Grein­endur vænta þess að verðbólgan haldist yfir fjögur pró­sent næstu mánuði

Útlit er fyrir að tólf mánaða verðbólgan verði óbreytt þegar mælingin fyrir október birtist í vikunni, sú síðasta sem peningastefnunefnd Seðlabankans fær í hendurnar fyrir næsta vaxtaákvörðunarfund, og að hún muni haldast yfir fjögur prósent næstu mánuði, samkvæmt meðalspá sex greinenda. Vaxandi líkur eru samt á því að nefndin kunni að víkja frá fyrri leiðsögn sinni og horfa meira til áhrifa Vaxtamálsins á fasteignalánamarkað og þrenginga hjá stórum útflutningsfyrirtækjum sem kann að setja vaxtalækkun á dagskrá strax á fundi.

Margt gæti rétt­lætt vaxtalækkun ef ekki væri fyrir Ódys­seifska leiðsögn bankans

Hagtölur að undanförnu hafa sýnt veikan hagvöxt, minni verðbólgu en búist var við og raunverðslækkun fasteignaverðs og ef ekki væri fyrir Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans þá hefði sú þróun „hæglega“ getað réttlætt 25 punkta vaxtalækkun í næstu viku, að mati aðalhagfræðings Kviku. Ekki er útilokað að nefndarmenn í peningastefnunefnd muni nýta færið á komandi fundi til að opna á vaxtalækkanir við fyrsta tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×