Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar 12. nóvember 2025 08:31 Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Innflytjendamál Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er oft talað um að innflytjendur þurfi að „aðlagast“. En hvað gerist þegar aðlögunin breytist í endalausa prófraun, þar sem þú ert alltaf gestur – sama hvað þú gerir? Á Íslandi hefur lengi verið sagt að innflytjendur þurfi að læra tungumálið, taka þátt, leggja sitt af mörkum og sýna vilja til að verða hluti af heildinni. Þá, samkvæmt ríkjandi orðræðu, muni þeir hljóta virðingu og samfélagsstað. En reynslan sýnir annað: Aðlögun virkar oft sem prófraun án endapunkts. Sama hversu mikið þú leggur þig fram, þá er hægt að færa marklínuna. Þú ert þátttakandi en samt gestur. Innan ramma, en ekki með rætur hér. Ég hef búið á Íslandi í 29 ár. Ég lærði íslensku án þess að standa til boða íslenskunám. Ég vann, greiddi skatta og ól upp börn sem fæddust hér, ólust upp hér og urðu hluti af íslensku samfélagi. Ég tók þátt í íþróttum, foreldrafélögum, félagsstarfi og menningarumhverfi. Ég kláraði stúdentspróf þegar það var talið ólíklegt. Ég lærði ensku á fullorðinsárum til þess að geta farið í háskóla. Ég lauk tveimur háskólagráðum, starfaði innan opinbera kerfisins og varð stjórnandi. Ég stofnaði fyrirtæki. Ég nýtti og skapaði tækifæri. Ég tók þátt í stjórnmálum. Ég hef ætíð tekið þátt í samfélagsumræðu og margir telja mig þekkja íslenskt samfélag dýpra en margur innfæddur. Ég gerði - og geri - allt það sem samfélagið segir að sé „nauðsynlegt“. Þrátt fyrir þetta er enn verið að draga upp aðgreiningu. Ekki beint með orðum, heldur með viðmóti, væntingum og stöðugum áminningum um „uppruna“. Það felst í litlum athugasemdum, afstöðu, svipbrigðum og því að áherslan er á það sem gerir mig frábrugðna – en ekki á þá staðreynd að líf mitt, rætur og framtíð eru hér. Þegar jafnvel ég, með rætur, menntun, ábyrgð og virka þátttöku, er samt skráð sem sú sem stendur í dyragættinni, þá er ljóst að vandinn liggur ekki hjá þeim sem flytur hingað. Vandinn liggur í hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Í hugmyndinni um að tilheyra sé eitthvað sem samfélagið „veitir“ þeim sem standast óformlega, ósagða en síendurtekna prófraun. Það sem oft fer algerlega fram hjá fólki er hversu djúpt ég er rótgróin hér. Tengslanet mitt í íslensku samfélagi er vítt og sterkt - víðtækara en hjá mörgum Íslendingum sem hér eru fæddir. Ég hef starfað, lifað og hreyft mig innan samfélagsins á mörgum sviðum: í atvinnulífi, stjórnmálum, menntakerfi, félagsstarfi og íþróttum. Ég þekki fólk sem heldur þessu samfélagi uppi á ólíkum sviðum og stigum. Það hefur oft komið fólki á óvart – sérstaklega þeim sem gengu út frá því að ég stæði fyrir utan. Ég segi þetta ekki til að skreyta mig eða sýna stöðu, heldur vegna þess að það afhjúpar kjarna málsins:Ef jafnvel rótgróin manneskja með djúp tengsl og langa sögu er samt stöðugt staðsett sem „gestur“, þá er skilgreiningin á „okkur“ of þröng. Með allri minni þátttöku hef ég þegar sýnt þakklæti. Ég hef sýnt það í verki, árum saman. Og samt er látið í ljós, beint og óbeint, að það sé ekki nóg. Fólk segir mér að fara „heim“. Fullyrðir að ég sé vanþakklát. Margir munu telja mig vera það einmitt með þessum skrifum. En þakklæti á ekki að vera gjaldmiðill fyrir manngildi. Þakklæti á ekki að vera skilyrði fyrir virðingu. Þakklæti er ekki próf. Ég þarf ekki að taka próf samfélagsins endalaust til þess að teljast „nóg“. Og ég segi þetta afdráttarlaust og skýrt: Ég skrifa í fyrstu persónu, en ég hef minnstar áhyggjur af sjálfri mér. Ég hef rödd, rými og stöðu til að tala. Ef þetta er samt veruleiki minn, þá vitum við nákvæmlega hvernig það er fyrir þá sem hafa minni möguleika. Fyrir þau sem eru nýkomin. Fyrir þau sem tala brotnara mál. Fyrir þau sem bera á sér lit eða menningu sem passar ekki í formið. Fyrir þau sem lifa við þögn af sjálfsvörn. Þetta er ekki saga um mig. Þetta er vitnisburður um kerfi sem ætlast til þakklætis frá fólki sem þarf að lifa með því að vera stöðugt sett til hliðar. Rótfesta er ekki eitthvað sem maður fær leyfi fyrir. Hún er ekki umbun. Hún er ekki verðlaun. Rótfesta gerist í lífi: í árunum, í nánd, í því að búa, vinna, syrgja, hlæja, elska, ala börn og mæta samfélaginu á hverjum degi. Rótfesta er staðreynd. Ég er rótfast hér. Ég þarf ekki staðfestingu á því. Ég er staðfestingin. Það sem þarf að breytast er ekki innflytjandinn. Það sem þarf að breytast er hugmynd samfélagsins um sjálft sig. Samfélag sem er öruggt þarf ekki dyraverði. Það þarf ekki prófraunir. Það þarf ekki að skera fólk út úr norminu með tungumálahrósi og staðsetjandi spurningum. Samfélag sem er öruggt skilur að rætur geta verið fleiri en einnar gerðar. Ef þú lest þetta og hugsar: „Já, en sumir leggja sig samt ekki nóg fram,“ þá spyr ég:Hver setti mælikvarðann?Hver hefur vald til að meta?Og hvað, í raun, er verið að verja? Ég er ekki að biðja um inngöngu. Ég er ekki að óska eftir samþykki. Ég er ekki að reyna að verða eitthvað annað.Ég er hér.Ég er rótfast. Spurningin er því ekki lengur mín. Heldur samfélagsins. Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun