Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 16:01 Elena Rybakina kyssir Billie Jean King bikarinn eftir sigur sinn um helgina. Getty/Clicks Images Elena Rybakina fagnaði sigri á lokamóti WTA tennismótaraðarinnar um helgina þegar hún sigraði efstu konu heimslistans. Hún kom sér þó í fréttirnar fyrir það sem hún gerði ekki í verðlaunaafhendingunni. Eftir að hafa unnið stærsta verðlaunafé í sögu kvennatennis neitaði Rybakina að stilla sér upp á mynd með Portiu Archer, framkvæmdastjóra WTA-mótaraðarinnar. Rybakina vann Arynu Sabalenka, efstu komu heimslistans, í tveimur settum á laugardaginn var. Þessi 26 ára gamli Kasaki fór upp í fimmta sæti heimslistans eftir sigurinn sem jafnframt tryggði henni 3,98 milljónir punda í verðlaunafé eða 665 milljónir íslenskra króna. 📸 | The Assistant Minister of Sports Affairs, Ms. Adwa Alarifi (@AdwaAlarifi), crowns Elena Rybakina as the singles champion at the #WTAFinalsRiyadh 🏆 pic.twitter.com/rII9CDab6p— Ministry of Sport (@mosgovsa_en) November 8, 2025 Rybakina stóð fjarri Sabalenka og Archer í hátíðarhöldunum eftir leikinn, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að slást í hópinn. Breska ríkisútvarpið veltir því fyrir sér af hverju Rybakina neitaði að sitja fyrir á mynd með Archer. Rybakina neitaði að segja hver ástæðan væri, þó að atvikið eigi sér stað í lok tímabils þar sem WTA setti þjálfara hennar, Stefano Vukov, í bann. Vukov var settur í tímabundið bann fyrr á þessu ári eftir að hafa verið fundinn sekur um að brjóta siðareglur WTA, í kjölfar óháðrar rannsóknar á hegðun hans gagnvart Rybakinu. Á Opna ástralska mótinu í janúar gagnrýndi Rybakina WTA og sagðist ekki vera sammála mörgu sem stjórn sambandsins væri að gera varðandi samstarf hennar og Vukovs. Rybakina hefur haldið því fram að þessi 38 ára gamli Króati hafi aldrei komið illa fram við hana. Vukov neitaði líka sök og var viðstaddur þegar Rybakina sigraði á lokamóti tímabilsins, eftir að banni hans var aflétt í ágúst. A day to remember 🤩Your 2025 Finals champion, Elena Rybakina#WTAFinalsRiyadh pic.twitter.com/6pZDgOG58m— wta (@WTA) November 9, 2025 Tennis Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira
Eftir að hafa unnið stærsta verðlaunafé í sögu kvennatennis neitaði Rybakina að stilla sér upp á mynd með Portiu Archer, framkvæmdastjóra WTA-mótaraðarinnar. Rybakina vann Arynu Sabalenka, efstu komu heimslistans, í tveimur settum á laugardaginn var. Þessi 26 ára gamli Kasaki fór upp í fimmta sæti heimslistans eftir sigurinn sem jafnframt tryggði henni 3,98 milljónir punda í verðlaunafé eða 665 milljónir íslenskra króna. 📸 | The Assistant Minister of Sports Affairs, Ms. Adwa Alarifi (@AdwaAlarifi), crowns Elena Rybakina as the singles champion at the #WTAFinalsRiyadh 🏆 pic.twitter.com/rII9CDab6p— Ministry of Sport (@mosgovsa_en) November 8, 2025 Rybakina stóð fjarri Sabalenka og Archer í hátíðarhöldunum eftir leikinn, þrátt fyrir að hafa verið beðin um að slást í hópinn. Breska ríkisútvarpið veltir því fyrir sér af hverju Rybakina neitaði að sitja fyrir á mynd með Archer. Rybakina neitaði að segja hver ástæðan væri, þó að atvikið eigi sér stað í lok tímabils þar sem WTA setti þjálfara hennar, Stefano Vukov, í bann. Vukov var settur í tímabundið bann fyrr á þessu ári eftir að hafa verið fundinn sekur um að brjóta siðareglur WTA, í kjölfar óháðrar rannsóknar á hegðun hans gagnvart Rybakinu. Á Opna ástralska mótinu í janúar gagnrýndi Rybakina WTA og sagðist ekki vera sammála mörgu sem stjórn sambandsins væri að gera varðandi samstarf hennar og Vukovs. Rybakina hefur haldið því fram að þessi 38 ára gamli Króati hafi aldrei komið illa fram við hana. Vukov neitaði líka sök og var viðstaddur þegar Rybakina sigraði á lokamóti tímabilsins, eftir að banni hans var aflétt í ágúst. A day to remember 🤩Your 2025 Finals champion, Elena Rybakina#WTAFinalsRiyadh pic.twitter.com/6pZDgOG58m— wta (@WTA) November 9, 2025
Tennis Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Óttast ekki að skemma fyrir konum með tapi Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Spilaði dauðadrukkinn í átta leikjum Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Dagskráin í dag: Stórleikur í Meistaradeildinni og Bónus deildin Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Sjá meira