Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson og Reynir Smári Atlason skrifa 10. nóvember 2025 21:00 Líklega þarf ekki að tíunda fyrir neinum að heimsmyndin hefur breyst hratt á síðustu misserum. Útlit er fyrir að löngu tímabili, þar sem samvinna Evrópu og Bandaríkjanna veitti alþjóðlegum leikreglum í samskiptum ríkja kjölfestu, sé að ljúka. Afleiðingin er aukin spenna í milliríkjasamskiptum og harka í samkeppni stórvelda eins og einkenndi 19. öldina, oft með hörmulegum afleiðingum, sérstaklega fyrir smáríki. Áhrifin á rekstrarumhverfi fyrirtækja um allan heim eru tilfinnanleg, og speglast óvíða betur en í árlegri áhættuskýrslu World Economic Forum, sem mælir viðhorf yfir 900 sérfræðinga um allan heim til þeirra áskorana sem viðskiptalíf og hagkerfi heimsins standa frammi fyrir á hverjum tíma. Í nýjustu útgáfu skýrslunnar fyrir árið 2025 hafa áhyggjur af hefðbundnum rekstraráskorunum á borð við verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika vikið fyrir vaxandi áhyggjum af geópólitískri áhættu; stríðsátökum, falsfréttum og fjölþáttaógnum. Af skýrslunni má ráða að geópólitík og þjóðaröryggi eru ekki lengur einkamál stjórnvalda og erindreka, heldur lætur atvinnulífið sig þau varða í vaxandi mæli. Hljómar kunnuglega? Við Íslendingar höfum í einhverjum tilvikum náð að snúa erfiðum geópólitískum aðstæðum okkur í hag. Það gerðum við við stofnun lýðveldisins í skugga heimsstyrjaldar árið 1944 en einnig við aðrar geigvænlegar aðstæður líkt og olíukreppuna 1973 þegar grettistaki var lyft við nýtingu á jarðvarma. Afleiðingar af þessum atburðum eru hverjum Íslendingi kunnugar, við erum í dag sjálfstæð þjóð með gríðarlegt aðgengi að náttúruauðlindum. Engu að síður er eðlilegt að stjórnendur fyrirtækja upplifi vanmátt gagnvart þessum sviptivindum samtímans, enda er geópólitísk áhætta illviðráðanleg. Hún er ófyrirsjáanleg, raungerist með lágri tíðni en miklum áhrifum, getur haft bæði fjárhagslegt og áþreifanlegt tjón á innviðum og framleiðslutækjum í för með sér og haft flókin keðjuverkandi áhrif á birgðakeðjur, fjármálakerfi og viðskipti. Góðu fréttirnar eru þó þær að stjórnendur hér á landi eru betur í stakk búnir en flestir til að eiga við áhættu af þessum meiði, enda má allt ofangreint til sanns vegar færa um annarskonar áhættu, sem þeir hafa þurft að venjast á undanförnum árum - nefnilega náttúruvá. Við getum dregið mikilvægan lærdóm af jarðhræringum og eldgosum síðustu ára. Rétt eins og náttúruhamfarir geta geópólitísk áföll dunið yfir hvort sem okkur líkar betur eða verr, og án þess að við fáum nokkru um það ráðið. Við getum ekki afstýrt áhættunni, og því er eina meðalið viðbúnaður. Aðlögunarhæfni er allt Geópólitísk áhætta raungerist um þessar mundir íslenskum fyrirtækjum, sér í lagi þeim sem stunda viðskipti í Bandaríkjunum. Tollar og breytt viðmót bandarískra stjórnvalda til ýmissa þátta hefur gjörbreytt umhverfi íslenskra fyrirtækja sem þangað sækja viðskipti. Erfitt var að sjá það fyrir hvernig ný stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu mæta íslenskum fyrirtækjum, og því hefur aðlögunarhæfni að nýjum veruleika skilið á milli feigs og ófeigs. Það sama gildir um áhrif loftslagsbreytinga á virðiskeðjur heimsins. Erfitt er nákvæmlega að átta sig á þeim áhrifum sem fyrirtæki verða fyrir, en með sviðsmyndagerð má þekkja áhættuna betur og mögulega verja sig fyrir henni. Þannig hafa íslenskir sælgætisgrísir til dæmis kveinað sáran yfir hækkandi súkkulaðiverði sem er bein afleiðing uppskerubresta á kakói í Ghana og Fílabeinsströndinni árið 2024. Frá upphafi ársins 2023 til lok ársins 2024 hækkaði kakó um uþb. 350%. Í smæð okkar höfum við hingað til náð að hreyfa okkur hratt. Við aðlöguðum fiskveiðistjórnunarkerfið að bestu mögulegu vísindum hratt og sitjum því enn á gjöfulum fiskimiðum en fórum ekki í sama öngstræti og Kanadamenn sem að mestu leyti veiddu upp þorskinn við austurströnd landsins. En frumkvöðlaandinn og þorið má ekki hverfa íslenskum stjórnendum. Áherslan þarf eftir sem áður að vera á aðlögunarhæfni. Þegar ímyndunaraflið bregst Hér getum við sótt í brunn öryggisstofnana sem glíma við geópólitíska áhættu á degi hverjum. Eftir árásirnar á tvíburaturnana 2001 hafa erlendar öryggisstofnanir lagt vaxandi áherslu á beitingu ímyndunarafls við mat og greiningu áhættu – enda var það dómur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem fjallaði um voðaverkin að það væri ekki síst ímyndunaraflið sem hefði brugðist í aðdraganda árásarinnar. Fram að 11. september 2001 höfðu nánast öll flugrán verið gíslatökur, sem er meðal annars ástæðan fyrir því að nær engar flugvélar höfðu innsiglaða flugstjórnarklefa. CIA og FBI höfðu ekki haft hugarflug til að láta sér detta í hug að hægt væri að nota flugvélar sem árásarvopn með þeim hætti sem gert var þennan örlagaríka septembermorgun fyrir tæpum aldafjórðungi, og það er ein af ástæðunum fyrir því að svo fór sem fór. Einn helsti lærdómur rannsóknarnefndarinnar var því mikilvægi þess að innleiða og stofnanabinda beitingu ímyndunaraflsins til að sjá fyrir og bregðast við öryggisógnum með lág líkindi. Afurð þessarar viðleitni er svokölluð skipuleg greiningartækni (e. Structured Analytic Techniques, SATs), en það eru margvíslegar aðferðir sem miða að því að hvetja til skapandi hugsunar, draga úr slagsíðu í þankagangi og reyna á forsendur sem við tökum ella sem gefnum. Sumar þessara aðferða eru nú þegar í almennri notkun í viðskiptalífinu. Þar má til dæmis nefna: Forkrufningu (e. pre-mortem), sem felur í sér að gefa sér að eitthvað alvarlegt hafi misfarist og vinna sig svo til baka að sviðsmyndum sem gætu valdið viðkomandi niðurstöðu. Rauðliðun (e. red teaming), sem felur í sér að hluti teymis fær það hlutverk að finna veika bletti á áætlun eða setja sig í hlutverk óvinveitts aðila. Stríðsleikir (e. wargaming), sem fela í sér að æfa viðbrögð við sviðsmyndum í rauntíma. Aukum áfallaþolið Að hluta er þessum aðferðum ætlað að álagsprófa rekstur og hjálpa stjórnendum að afhjúpa veikleika, t.d. þar sem hætt er við því að innviðir bregðist, viðskiptasambönd verði vopnavædd í milliríkjadeilum eða birgðakeðjur raskist. Það skapar tækifæri til að bregðast við með því að huga að áhættudreifingu í viðskiptasamböndum, gera viðbragðsáætlanir og huga að varaleiðum, svo fyrirtæki skapi sér markvisst andrými til að standa af sér truflanir í rekstrarumhverfinu. Í mörgum tilvikum geta slíkar ráðstafanir einnig verið í þágu aukinnar sjálfbærni, enda er það gjarnan svo að sjálfbærni felur í sér sjálfstæði. Til dæmis dregur notkun endurnýjanlegrar orku úr hæði á framleiðendur jarðefnaeldsneytis, og stuttar birgðakeðjur eru yfirleitt minna viðkvæmar en langar birgðakeðjur. En tilgangurinn er ekki síður sá að þjálfa upp aðlögunarhæfni til að bregðast við óvæntum áföllum, sem er að lokum mikilvægasta uppspretta viðnámsþróttar sem við eigum. Eða eins og haft er eftir bandaríska hershöfðingjanum Dwight D. Eisenhower, sem stýrði einni best heppnuðu hernaðaraðgerð sögunnar þegar Bandamenn gerðu atlögu að Normandí 1944: „Áætlanir eru gagnslausar, en áætlanagerð er nauðsynleg“. Höfundar tala á málþingi á vegum Festu – miðstöðvar um sjálfbærni sem er sérstaklega ætlað stjórnarfólki og framkvæmdastjórum hjá aðildarfélögum Festu. Málþingið ber heitið „Ábyrgð og hlutverk stjórna í sviptivindum samtímans“ og fer fram á Grand hótel Reykjavík föstudaginn 14. nóvember kl. 9 til 11. Skráning á sjalfbaer.is, sjá hér: Festa Hafsteinn Hauksson er aðalhagfræðingur Kviku og Reynir Smári Atlason forstöðumaður sjálfbærni hjá Creditinfo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Líklega þarf ekki að tíunda fyrir neinum að heimsmyndin hefur breyst hratt á síðustu misserum. Útlit er fyrir að löngu tímabili, þar sem samvinna Evrópu og Bandaríkjanna veitti alþjóðlegum leikreglum í samskiptum ríkja kjölfestu, sé að ljúka. Afleiðingin er aukin spenna í milliríkjasamskiptum og harka í samkeppni stórvelda eins og einkenndi 19. öldina, oft með hörmulegum afleiðingum, sérstaklega fyrir smáríki. Áhrifin á rekstrarumhverfi fyrirtækja um allan heim eru tilfinnanleg, og speglast óvíða betur en í árlegri áhættuskýrslu World Economic Forum, sem mælir viðhorf yfir 900 sérfræðinga um allan heim til þeirra áskorana sem viðskiptalíf og hagkerfi heimsins standa frammi fyrir á hverjum tíma. Í nýjustu útgáfu skýrslunnar fyrir árið 2025 hafa áhyggjur af hefðbundnum rekstraráskorunum á borð við verðbólgu og efnahagslegan stöðugleika vikið fyrir vaxandi áhyggjum af geópólitískri áhættu; stríðsátökum, falsfréttum og fjölþáttaógnum. Af skýrslunni má ráða að geópólitík og þjóðaröryggi eru ekki lengur einkamál stjórnvalda og erindreka, heldur lætur atvinnulífið sig þau varða í vaxandi mæli. Hljómar kunnuglega? Við Íslendingar höfum í einhverjum tilvikum náð að snúa erfiðum geópólitískum aðstæðum okkur í hag. Það gerðum við við stofnun lýðveldisins í skugga heimsstyrjaldar árið 1944 en einnig við aðrar geigvænlegar aðstæður líkt og olíukreppuna 1973 þegar grettistaki var lyft við nýtingu á jarðvarma. Afleiðingar af þessum atburðum eru hverjum Íslendingi kunnugar, við erum í dag sjálfstæð þjóð með gríðarlegt aðgengi að náttúruauðlindum. Engu að síður er eðlilegt að stjórnendur fyrirtækja upplifi vanmátt gagnvart þessum sviptivindum samtímans, enda er geópólitísk áhætta illviðráðanleg. Hún er ófyrirsjáanleg, raungerist með lágri tíðni en miklum áhrifum, getur haft bæði fjárhagslegt og áþreifanlegt tjón á innviðum og framleiðslutækjum í för með sér og haft flókin keðjuverkandi áhrif á birgðakeðjur, fjármálakerfi og viðskipti. Góðu fréttirnar eru þó þær að stjórnendur hér á landi eru betur í stakk búnir en flestir til að eiga við áhættu af þessum meiði, enda má allt ofangreint til sanns vegar færa um annarskonar áhættu, sem þeir hafa þurft að venjast á undanförnum árum - nefnilega náttúruvá. Við getum dregið mikilvægan lærdóm af jarðhræringum og eldgosum síðustu ára. Rétt eins og náttúruhamfarir geta geópólitísk áföll dunið yfir hvort sem okkur líkar betur eða verr, og án þess að við fáum nokkru um það ráðið. Við getum ekki afstýrt áhættunni, og því er eina meðalið viðbúnaður. Aðlögunarhæfni er allt Geópólitísk áhætta raungerist um þessar mundir íslenskum fyrirtækjum, sér í lagi þeim sem stunda viðskipti í Bandaríkjunum. Tollar og breytt viðmót bandarískra stjórnvalda til ýmissa þátta hefur gjörbreytt umhverfi íslenskra fyrirtækja sem þangað sækja viðskipti. Erfitt var að sjá það fyrir hvernig ný stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu mæta íslenskum fyrirtækjum, og því hefur aðlögunarhæfni að nýjum veruleika skilið á milli feigs og ófeigs. Það sama gildir um áhrif loftslagsbreytinga á virðiskeðjur heimsins. Erfitt er nákvæmlega að átta sig á þeim áhrifum sem fyrirtæki verða fyrir, en með sviðsmyndagerð má þekkja áhættuna betur og mögulega verja sig fyrir henni. Þannig hafa íslenskir sælgætisgrísir til dæmis kveinað sáran yfir hækkandi súkkulaðiverði sem er bein afleiðing uppskerubresta á kakói í Ghana og Fílabeinsströndinni árið 2024. Frá upphafi ársins 2023 til lok ársins 2024 hækkaði kakó um uþb. 350%. Í smæð okkar höfum við hingað til náð að hreyfa okkur hratt. Við aðlöguðum fiskveiðistjórnunarkerfið að bestu mögulegu vísindum hratt og sitjum því enn á gjöfulum fiskimiðum en fórum ekki í sama öngstræti og Kanadamenn sem að mestu leyti veiddu upp þorskinn við austurströnd landsins. En frumkvöðlaandinn og þorið má ekki hverfa íslenskum stjórnendum. Áherslan þarf eftir sem áður að vera á aðlögunarhæfni. Þegar ímyndunaraflið bregst Hér getum við sótt í brunn öryggisstofnana sem glíma við geópólitíska áhættu á degi hverjum. Eftir árásirnar á tvíburaturnana 2001 hafa erlendar öryggisstofnanir lagt vaxandi áherslu á beitingu ímyndunarafls við mat og greiningu áhættu – enda var það dómur rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings sem fjallaði um voðaverkin að það væri ekki síst ímyndunaraflið sem hefði brugðist í aðdraganda árásarinnar. Fram að 11. september 2001 höfðu nánast öll flugrán verið gíslatökur, sem er meðal annars ástæðan fyrir því að nær engar flugvélar höfðu innsiglaða flugstjórnarklefa. CIA og FBI höfðu ekki haft hugarflug til að láta sér detta í hug að hægt væri að nota flugvélar sem árásarvopn með þeim hætti sem gert var þennan örlagaríka septembermorgun fyrir tæpum aldafjórðungi, og það er ein af ástæðunum fyrir því að svo fór sem fór. Einn helsti lærdómur rannsóknarnefndarinnar var því mikilvægi þess að innleiða og stofnanabinda beitingu ímyndunaraflsins til að sjá fyrir og bregðast við öryggisógnum með lág líkindi. Afurð þessarar viðleitni er svokölluð skipuleg greiningartækni (e. Structured Analytic Techniques, SATs), en það eru margvíslegar aðferðir sem miða að því að hvetja til skapandi hugsunar, draga úr slagsíðu í þankagangi og reyna á forsendur sem við tökum ella sem gefnum. Sumar þessara aðferða eru nú þegar í almennri notkun í viðskiptalífinu. Þar má til dæmis nefna: Forkrufningu (e. pre-mortem), sem felur í sér að gefa sér að eitthvað alvarlegt hafi misfarist og vinna sig svo til baka að sviðsmyndum sem gætu valdið viðkomandi niðurstöðu. Rauðliðun (e. red teaming), sem felur í sér að hluti teymis fær það hlutverk að finna veika bletti á áætlun eða setja sig í hlutverk óvinveitts aðila. Stríðsleikir (e. wargaming), sem fela í sér að æfa viðbrögð við sviðsmyndum í rauntíma. Aukum áfallaþolið Að hluta er þessum aðferðum ætlað að álagsprófa rekstur og hjálpa stjórnendum að afhjúpa veikleika, t.d. þar sem hætt er við því að innviðir bregðist, viðskiptasambönd verði vopnavædd í milliríkjadeilum eða birgðakeðjur raskist. Það skapar tækifæri til að bregðast við með því að huga að áhættudreifingu í viðskiptasamböndum, gera viðbragðsáætlanir og huga að varaleiðum, svo fyrirtæki skapi sér markvisst andrými til að standa af sér truflanir í rekstrarumhverfinu. Í mörgum tilvikum geta slíkar ráðstafanir einnig verið í þágu aukinnar sjálfbærni, enda er það gjarnan svo að sjálfbærni felur í sér sjálfstæði. Til dæmis dregur notkun endurnýjanlegrar orku úr hæði á framleiðendur jarðefnaeldsneytis, og stuttar birgðakeðjur eru yfirleitt minna viðkvæmar en langar birgðakeðjur. En tilgangurinn er ekki síður sá að þjálfa upp aðlögunarhæfni til að bregðast við óvæntum áföllum, sem er að lokum mikilvægasta uppspretta viðnámsþróttar sem við eigum. Eða eins og haft er eftir bandaríska hershöfðingjanum Dwight D. Eisenhower, sem stýrði einni best heppnuðu hernaðaraðgerð sögunnar þegar Bandamenn gerðu atlögu að Normandí 1944: „Áætlanir eru gagnslausar, en áætlanagerð er nauðsynleg“. Höfundar tala á málþingi á vegum Festu – miðstöðvar um sjálfbærni sem er sérstaklega ætlað stjórnarfólki og framkvæmdastjórum hjá aðildarfélögum Festu. Málþingið ber heitið „Ábyrgð og hlutverk stjórna í sviptivindum samtímans“ og fer fram á Grand hótel Reykjavík föstudaginn 14. nóvember kl. 9 til 11. Skráning á sjalfbaer.is, sjá hér: Festa Hafsteinn Hauksson er aðalhagfræðingur Kviku og Reynir Smári Atlason forstöðumaður sjálfbærni hjá Creditinfo.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar