Skyggnst inn í Hegningarhúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 14:01 Endurbætur á Hegningarhúsinu hófust árið 2020 en engin starfsemi hefur verið í húsinu frá árinu 2016. Nú standa framkvæmdir innandyra sem hæst, auk þess se verið er að byggja veitingaskála í fangelsisgarðinum. Vísir Veitingaskáli rís í garði Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Húsið hefur ekki verið í notkun í tæpan áratug en það styttist í að almenningur fái að ganga þar frjáls um. Hegningarhúsið hér við Skólavörðustíg var notað sem fangageymsla til ársins 2016. Svo hófust framvæmdir 2020 og gert er ráð fyrir að hægt verði að opna húsið almenningi að ári liðnu. Minjavernd hefur staðið að endurgerð hússins, sem hófst með algerri lagfæringu á ytra byrðinu fyrir fimm árum. Nú er verið að taka húsið í gegn að innan og meðal annars endurgera fangaklefana í austurenda hússins. Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar vonar að hægt verði að opna húsið almenningi eftir um það bil ár.Vísir/Bjarni „Þennan hérna klefa sjáum við fyrir okkur að gera sem upprunalegastan. Það eru til tvær, þrjár myndir innan úr fangaklefum. Reyndar ekki alveg upphaflega en myndir sem eru teknar rétt upp úr 1900,“ segir Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Þá var blessuðum föngunum boðið upp á eitt svona veggfast borð og veggfast sæti til að tylla sér á. Síðan var einn rúmbálkur. Meira var ekki á boðstólnum.“ Takmarkaðir nýtingarmöguleikar Húsið er nokkuð erfitt hvað nýtingu snertir. Auglýst verður eftir hugmyndum eftir áramót en eitt er víst - að húsið verður öllum opið. „Bæði hvað yfirbragð og staðreyndir hússins varðar þá getur það ekki tekið við hvaða notkun sem er,“ segir Þorsteinn. „Hér eru þykkir veggir, húsið er friðað og við höfum ekki haft vilja til þess að breyta því innandyra nema að algjöru lágmarki.“ Vin í vinalegu umhverfi Á efri hæðinni er verið að gera upp Bæjarþingssalinn og fyrstu starfsstöð Hæstaréttar. Í fangelsisgarðinum gamla rís nú veitingaskáli. „Það að setja veitingastað inn í húsið myndi þýða meiri breytingar og annars konar notkun jafnvel en okkur þótti æskilegt.“ Og verður búið um garðinn þannig að hér verði hægt að sitja úti á sólskinsdögum? „Já, og hann leynir töluvert á sér. Er töluvert stærri en flestir átta sig á, þetta getur orðið töluverð vin í þessu ágæta vinalega umhverfi.“ Reykjavík Húsavernd Veitingastaðir Fangelsismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Hegningarhúsið hér við Skólavörðustíg var notað sem fangageymsla til ársins 2016. Svo hófust framvæmdir 2020 og gert er ráð fyrir að hægt verði að opna húsið almenningi að ári liðnu. Minjavernd hefur staðið að endurgerð hússins, sem hófst með algerri lagfæringu á ytra byrðinu fyrir fimm árum. Nú er verið að taka húsið í gegn að innan og meðal annars endurgera fangaklefana í austurenda hússins. Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar vonar að hægt verði að opna húsið almenningi eftir um það bil ár.Vísir/Bjarni „Þennan hérna klefa sjáum við fyrir okkur að gera sem upprunalegastan. Það eru til tvær, þrjár myndir innan úr fangaklefum. Reyndar ekki alveg upphaflega en myndir sem eru teknar rétt upp úr 1900,“ segir Þorsteinn Bergsson framkvæmdastjóri Minjaverndar. „Þá var blessuðum föngunum boðið upp á eitt svona veggfast borð og veggfast sæti til að tylla sér á. Síðan var einn rúmbálkur. Meira var ekki á boðstólnum.“ Takmarkaðir nýtingarmöguleikar Húsið er nokkuð erfitt hvað nýtingu snertir. Auglýst verður eftir hugmyndum eftir áramót en eitt er víst - að húsið verður öllum opið. „Bæði hvað yfirbragð og staðreyndir hússins varðar þá getur það ekki tekið við hvaða notkun sem er,“ segir Þorsteinn. „Hér eru þykkir veggir, húsið er friðað og við höfum ekki haft vilja til þess að breyta því innandyra nema að algjöru lágmarki.“ Vin í vinalegu umhverfi Á efri hæðinni er verið að gera upp Bæjarþingssalinn og fyrstu starfsstöð Hæstaréttar. Í fangelsisgarðinum gamla rís nú veitingaskáli. „Það að setja veitingastað inn í húsið myndi þýða meiri breytingar og annars konar notkun jafnvel en okkur þótti æskilegt.“ Og verður búið um garðinn þannig að hér verði hægt að sitja úti á sólskinsdögum? „Já, og hann leynir töluvert á sér. Er töluvert stærri en flestir átta sig á, þetta getur orðið töluverð vin í þessu ágæta vinalega umhverfi.“
Reykjavík Húsavernd Veitingastaðir Fangelsismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira