Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar 7. nóvember 2025 13:32 Á þingum Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélag Íslands, fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun um að fá ríkisvaldið, með íþróttahreyfingunni á Íslandi, í þá vegferð að greina hagræn áhrif íþrótta á Íslenskt samfélag. Þá var lagt til að eftirfarandi þættir yrðu greindir: Efnahagsleg áhrif. Félagsleg áhrif. Heilsufarsleg áhrif Samfélagslegt mikilvægi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í ýmsar útttektir, á ýmsum málaflokkum og hagrænum áhrifum þeirra, m.a menningu og listum, ferðaþjónustu, tónlistarskólum ofl. Nú finnst okkur í íþróttahreyfingunni að það sé komið að okkur. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er ekki lögbundin, þó hennar sé getið í íþróttalögum.Vegna þess er hreyfingin mjög viðkvæm fyrir fjárframlögum og niðurskurði til hennar. Á góðum degi er hreyfingin mærð fyrir starfsemi sína og allt það forvarnargildi og góða starf sem unnið er með börnum og unglingum. En á sama tíma er fjármagn til hennar af mjög skornum skammti og hreyfingin á barmi þess að geta haldið þessu góða starfi áfram.Þess vegna er mikilvægt að framlag hreyfingarinnar til samfélagsins sé sýnilegt, það greint og fyrir liggi óyggjandi sönnun á mikilvægi starfsemi hennar. Íþróttir barna og unglinga snerta marga málaflokka, svo sem , heilbrigðismál, félagsmál, byggðamál ofl.Margar rannsóknir hafa staðfest, margítrekað, líkamleg, andleg og félagsleg áhrif íþrótta og hvað þær skipta miklu máli í samfélaginu. Þær hafa einnig sýnt að fjárfesting í íþróttastarfi, skilar sér margfalt til baka í sparnaði og ábata fyrir samfélagið. Tölur sem nefndar hafa verið í innlendum og erlendum rannsóknum, sýna að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í íþróttum, skila sér að minnsta kosti 3-8 krónur til baka til samfélagsins, m.a í formi, betri heilsu, minni heilbrigðiskostnaðar, aukinnar framleiðni og sterkari félagslegrar samheldni. Vegna þessa ítrekar íþróttahreyfingin þá ósk að ríkisvaldið komi með í þá vegferð að greina þessi hagrænu áhrif, aðstæður og áskoranir í starfseminni, til þess að byggja undir traustar forsendur í starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. Hreyfingin rær lífróður, hvað varðar fjárhagslegan rekstur hennar og aðkomu sjálfboðaliða að starfinu. Ef ekkert verður að gert, mun þetta starf leggjast af eða færast til ríkis og sveitarfélaga. En áður en til þess kemur vill hreyfingin reyna til þrautar að ná eyrum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, um enn nánara samstarf og fjárhagslega tryggingu, öllu samfélaginu til heilla. Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á þingum Íþróttasambands Íslands og Ungmennafélag Íslands, fyrr á þessu ári var samþykkt ályktun um að fá ríkisvaldið, með íþróttahreyfingunni á Íslandi, í þá vegferð að greina hagræn áhrif íþrótta á Íslenskt samfélag. Þá var lagt til að eftirfarandi þættir yrðu greindir: Efnahagsleg áhrif. Félagsleg áhrif. Heilsufarsleg áhrif Samfélagslegt mikilvægi. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum ráðist í ýmsar útttektir, á ýmsum málaflokkum og hagrænum áhrifum þeirra, m.a menningu og listum, ferðaþjónustu, tónlistarskólum ofl. Nú finnst okkur í íþróttahreyfingunni að það sé komið að okkur. Starfsemi íþróttahreyfingarinnar er ekki lögbundin, þó hennar sé getið í íþróttalögum.Vegna þess er hreyfingin mjög viðkvæm fyrir fjárframlögum og niðurskurði til hennar. Á góðum degi er hreyfingin mærð fyrir starfsemi sína og allt það forvarnargildi og góða starf sem unnið er með börnum og unglingum. En á sama tíma er fjármagn til hennar af mjög skornum skammti og hreyfingin á barmi þess að geta haldið þessu góða starfi áfram.Þess vegna er mikilvægt að framlag hreyfingarinnar til samfélagsins sé sýnilegt, það greint og fyrir liggi óyggjandi sönnun á mikilvægi starfsemi hennar. Íþróttir barna og unglinga snerta marga málaflokka, svo sem , heilbrigðismál, félagsmál, byggðamál ofl.Margar rannsóknir hafa staðfest, margítrekað, líkamleg, andleg og félagsleg áhrif íþrótta og hvað þær skipta miklu máli í samfélaginu. Þær hafa einnig sýnt að fjárfesting í íþróttastarfi, skilar sér margfalt til baka í sparnaði og ábata fyrir samfélagið. Tölur sem nefndar hafa verið í innlendum og erlendum rannsóknum, sýna að fyrir hverja krónu sem fjárfest er í íþróttum, skila sér að minnsta kosti 3-8 krónur til baka til samfélagsins, m.a í formi, betri heilsu, minni heilbrigðiskostnaðar, aukinnar framleiðni og sterkari félagslegrar samheldni. Vegna þessa ítrekar íþróttahreyfingin þá ósk að ríkisvaldið komi með í þá vegferð að greina þessi hagrænu áhrif, aðstæður og áskoranir í starfseminni, til þess að byggja undir traustar forsendur í starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga. Hreyfingin rær lífróður, hvað varðar fjárhagslegan rekstur hennar og aðkomu sjálfboðaliða að starfinu. Ef ekkert verður að gert, mun þetta starf leggjast af eða færast til ríkis og sveitarfélaga. En áður en til þess kemur vill hreyfingin reyna til þrautar að ná eyrum stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, um enn nánara samstarf og fjárhagslega tryggingu, öllu samfélaginu til heilla. Helgi Sigurður Haraldsson formaður Ungmennafélags Selfoss og stjórnarmaður í UMFÍ.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar