Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Valur Páll Eiríksson skrifar 10. nóvember 2025 07:30 Fáir þekkja írska landsliðið betur en Liam Brady sem vonast til að Heimir fái lengri tíma með írska landsliðið þrátt fyrir misgóð úrslit. Vísir/Getty Goðsögn hjá írska landsliðinu segir verkefni Heimis Hallgrímssonar snúið vegna skorts á hæfileikum í írska hópnum. Hann vonast til að Heimir fái meiri tíma með liðið. Liam Brady var staddur hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins á dögunum. Hann er goðsögn hjá Lundúnaliðinu en spilaði einnig 75 landsleiki fyrir Írland á sínum tíma sem leikmaður og var auk þess aðstoðarþjálfari Giovanni Trapattoni sem þjálfaði Írland fyrr á þessari öld. Hann hefur einnig mikið fjallað um írska liðið í sjónvarpi síðustu ár og fylgst vel með öldudal undanfarinna ára. Aðspurður um álit á Heimi segist Brady lítast vel á Vestmannaeyinginn. „Hann er góður maður. Hann er mjög hreinskilinn um það sem hann hefur að segja en hann er ekki með góðan leikmannahóp í höndunum, er ég hræddur um. Það hefur verið svoleiðis undanfarinn áratug eða svo,“ segir Brady í samtali við íþróttadeild. Liam Brady var staddur hér á landi á dögunum. Hann spilaði 72 landsleiki fyrir Írland og var aðstoðarþjálfari landsliðsins um nokkurra ára skeið.Vísir/Bjarni „Ég vona að þeir haldi sig við hann. Það er alltaf erfitt að komast á HM fyrir land líkt og Írland. Það er ekki einfalt. En ég gerði mér vonir um að við myndum lenda í öðru sæti á eftir Portúgal á þessu ári og komast kannski í umspil. En það er útlit fyrir að það sé úr myndinni,“ „En ég vil að sambandið haldi sig við hann og leiði liðið í undankeppni EM. Það er auðveldara að komast í Evrópukeppnina,“ „Það eru margir ungir leikmenn í hópnum en ég er hræddur um að miðjan sé stórt vandamál fyrir hann. Við eigum enga miðjumenn í hæsta gæðaflokki. Þetta er lið í mótun og maðurinn þarf tíma,“ segir Brady. Leggja sig alla fram en eru ekki nógu góðir Það sé ekki skortur á því að leikmenn írska landsliðsins leggi sig fram en pressan er töluverð á Heimi. Einhverjir hafa ýjað að því að hann sé að berjast fyrir starfi sínu í komandi landsliðsglugga þar sem Írland mætir Portúgal og Ungverjalandi. Brady efast ekki um að leikmenn muni leggja sig alla fram en hefur þó áhyggjur af leikjunum. „Eitt sem ég vil segja um írsku leikmennina er að þeir leggja sig alltaf hundrað prósent fram. Það eru engar prímadonnur og þeir eru stoltir að klæðast græna búningnum. Það er ekki vandamál en vandamálið er gæði leikmannanna. Hann þarf einhvern veginn að skapa kerfi þar sem við náum árangri þótt það þýði að spila varnarleik eða slíkt.“ „En það væri gott að ná uppörvandi úrslitum fyrir hann. En sama hver úrslitin verða vil ég að hann verði áfram,“ segir Brady. Viðtalið má sjá í spilaranum. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Írland Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Liam Brady var staddur hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins á dögunum. Hann er goðsögn hjá Lundúnaliðinu en spilaði einnig 75 landsleiki fyrir Írland á sínum tíma sem leikmaður og var auk þess aðstoðarþjálfari Giovanni Trapattoni sem þjálfaði Írland fyrr á þessari öld. Hann hefur einnig mikið fjallað um írska liðið í sjónvarpi síðustu ár og fylgst vel með öldudal undanfarinna ára. Aðspurður um álit á Heimi segist Brady lítast vel á Vestmannaeyinginn. „Hann er góður maður. Hann er mjög hreinskilinn um það sem hann hefur að segja en hann er ekki með góðan leikmannahóp í höndunum, er ég hræddur um. Það hefur verið svoleiðis undanfarinn áratug eða svo,“ segir Brady í samtali við íþróttadeild. Liam Brady var staddur hér á landi á dögunum. Hann spilaði 72 landsleiki fyrir Írland og var aðstoðarþjálfari landsliðsins um nokkurra ára skeið.Vísir/Bjarni „Ég vona að þeir haldi sig við hann. Það er alltaf erfitt að komast á HM fyrir land líkt og Írland. Það er ekki einfalt. En ég gerði mér vonir um að við myndum lenda í öðru sæti á eftir Portúgal á þessu ári og komast kannski í umspil. En það er útlit fyrir að það sé úr myndinni,“ „En ég vil að sambandið haldi sig við hann og leiði liðið í undankeppni EM. Það er auðveldara að komast í Evrópukeppnina,“ „Það eru margir ungir leikmenn í hópnum en ég er hræddur um að miðjan sé stórt vandamál fyrir hann. Við eigum enga miðjumenn í hæsta gæðaflokki. Þetta er lið í mótun og maðurinn þarf tíma,“ segir Brady. Leggja sig alla fram en eru ekki nógu góðir Það sé ekki skortur á því að leikmenn írska landsliðsins leggi sig fram en pressan er töluverð á Heimi. Einhverjir hafa ýjað að því að hann sé að berjast fyrir starfi sínu í komandi landsliðsglugga þar sem Írland mætir Portúgal og Ungverjalandi. Brady efast ekki um að leikmenn muni leggja sig alla fram en hefur þó áhyggjur af leikjunum. „Eitt sem ég vil segja um írsku leikmennina er að þeir leggja sig alltaf hundrað prósent fram. Það eru engar prímadonnur og þeir eru stoltir að klæðast græna búningnum. Það er ekki vandamál en vandamálið er gæði leikmannanna. Hann þarf einhvern veginn að skapa kerfi þar sem við náum árangri þótt það þýði að spila varnarleik eða slíkt.“ „En það væri gott að ná uppörvandi úrslitum fyrir hann. En sama hver úrslitin verða vil ég að hann verði áfram,“ segir Brady. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Írland Íslendingar erlendis Fótbolti Tengdar fréttir Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. 3. nóvember 2025 09:00