Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 13:33 Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Breytingar á veiðigjöldum Vestmannaeyjar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Aðför að Landsbyggðinni Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og stefnir að því að gera eru niðurstöðurnar sláandi. Hámarksútsvar sveitarfélaga Þeim sveitarfélögum sem hefur tekist að halda útsvarinu lægra en í hámarki eru nánast undantekningarlaust rekin með Sjálfstæðisflokkinn við völd. Með því að takmarka greiðslur úr jöfnunarsjóði við hámarksútsvar er nánast tryggt að öll sveitarfélög neyðist í hámarksútsvar. Það er skattahækkun í boði ríkisstjórnarinnar á laun fólks. Samsköttun hjóna Að afnema samsköttun hjóna er skattahækkun á fjölskyldur landsins. Samsköttun nýtist t.d foreldrum fatlaðra barna þar sem annar aðilinn þarf oft að vera meira heima til að sinna barni. Einnig má nefna dæmi um sjómannsfjölskyldur þar sem sjómenn eru oft lengi frá heimili vegna vinnu og makinn þarf að sinna heimili á meðan. Þessi aðgerð er aðför að fjölskyldum landsins. Skattur á bíla Hækkun kílómetragjalds, hærri vörugjöld á bíla, hærri álögur á bensín og svo mætti lengi telja hækkar flutningskostnað á vörum út á land og hækkar skatta á þá sem þurfa að fara yfir heiðar landsins til vinnu. Til dæmis kona sem ekur til vinnu frá Selfossi eða Hveragerði alla virka daga til að komast í höfuðborgina. Þessi kona verður skattlögð enn meira en áður og á sama tíma hækkar vöruverð í matvörubúðinni vegna aukins flutningskostnaðar sem ýtir undir verðbólgu og háa vexti. Allir tapa. Skattur á ferðaþjónustuna Hærri álögur á skemmtiferðaskip, gjöld á ferðamannastaði, hærri álögur á áfengi og vörugjöld á bílaleigubíla eru allt aðgerðir sem draga úr vægi ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni sem hefur notið góðs af blómstrandi ferðaþjónustu um land allt. Þetta er ekkert annað en enn einn landsbyggðarskatturinn. Skattur á sjávarútveginn Hækkun veiðileyfagjalda á sjávarútvegsbyggðir landsins dregur úr fjárfestingargetu greinarinnar, nánast allar framkvæmdir og fjárfestingar í greininni voru settar á frost auk uppsagna með einu pennastriki ríkisstjórnarinnar þegar alltof langt var gengið í einu lagi í skattlagningu á sjávarútveginn. Landsbyggðarskattur í sinni verstu mynd. Hér er aðeins stiklað á nokkrum þáttum sem ríkisstjórn valkyrjanna þriggja hefur eða stefnir á að framkvæma. Það er nauðsynlegt að vernda landsbyggðina fyrir ofsköttun stjórnvalda. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun