Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 07:52 Guðrún Edda Sigurðardóttir á án vafa eina af bestu endurkomum ársins í íslensku íþróttalífi. @gudruneddasig Þegar leitað verður að endurkomu ársins í íslensku íþróttalífi á árinu 2025 þá hlýtur fimleikakonan Guðrún Edda Sigurðardóttir að koma þar sterklega til greina. Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig) Fimleikar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Sjá meira
Guðrún Edda er að gera eitthvað í lok ársins sem enginn sá fyrir í upphafi þess. Hún er á leiðinni á Norðurlandamótið í hópfimleikum með Stjörnunni. Árið 2024 endaði nefnilega hræðilega fyrir Guðrúnu Eddu þegar hún hálsbrotnaði á fimleikaæfingu. Þá var hún nýorðin Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu. „Árið 2024 endaði ekkert rosalega vel þar sem ég braut hryggjarlið í hálsinum á æfingu. Krefjandi tímabil fram undan en spennt að komast aftur á fullt,“ skrifaði Guðrún Edda þá á samfélagsmiðla sína og birti mynd af sér á sjúkrahúsinu. Útlitið var vissulega svart milli jóla og nýárs í fyrra en það var hugur í henni þrátt fyrir allt. „Fyrir rétt rúmum tíu mánuðum síðan hélt ég að fimleikaferillinn minn væri búinn eftir að ég lenti í því að lenda illa á fimleikaæfingu og fékk þær fréttir upp á spítala að ég væri með brotin háls. Við tók langur bati og sérstaklega erfiður bati andlega,“ skrifaði Guðrún Edda í nýrri færslu þar sem var sannarlega ástæða til að fagna afreki hennar. Með þrautseigju, dugnaði og staðfestu hafði hún ekki aðeins komist aftur í fimleikasalinn heldur var hún búin að vinna sér sæti í Norðurlandsmótsliði Stjörnunnar. Hún nefnir þar sérstaklega andlega þáttinn og það er hægt að vekja athygli á því. Þú hálsbrotnar á æfingu sem er meiðsli sem eru öllum erfið líkamlega en hvað þá að sýna hugrekkið og hungrið að koma sér aftur inn á fimleikagólfið. Það er enn meiri sigur. „Þegar ég kom aftur inn í fimleikasalinn að horfa á liðið mitt æfa hugsaði ég strax um að mitt markmið væri að koma mér til baka og ná að keppa á Norðurlandamóti sem væri ellefu mánuðum seinna,“ skrifaði Guðrún Edda og hún er nú að ná þessu magnaða og krefjandi markmiði sínu. „Eftir alla þessa mánuði af því að byrja upp á nýtt í fimleikum er ég á leið á Norðurlandamót í Finnlandi með þessu geggjaða liði, í fyrsta skipti í nýjum galla og með nýjum liðsfélögum,“ skrifaði Guðrún Edda. Þetta verður hennar þriðja Norðurlandamót en kannski það merkilegasta af þeim öllum enda þegar sigurvegari í augum flestra sem fá að heyra ótrúlega endurkomusögu hennar. Næst á dagskrá er Norðurlandamótið í Finnlandi um komandi helgi þar sem Stjörnukonur ætla sér stóra hluti. View this post on Instagram A post shared by Guðrún Edda Sigurðardóttir (@gudruneddasig)
Fimleikar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Sjá meira