Tortryggnir í garð tolla Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2025 22:30 Mótmælandi fyrir utan hæstarétt Bandaríkjanna í dag. AP/Mark Schiefelbein Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna virðast hafa töluverðar efasemdir um það að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið að lögum við beitingu tolla sinna á undanförnum mánuðum. Það er ef marka má spurningar þeirra í dag þegar málsmeðferð um lögmæti tollanna fór fram en þá spurðu margir dómaranna lögmann ríkisstjórnar Trumps gagnrýnna spurninga. Fari svo að tollarnir, allir eða hluti þeirra, verði úrskurðaðir ólöglegir mun það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir ríkisstjórn Trumps og áherslur hans á kjörtímabilinu. Tollarnir hafa áður verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en þá ákváðu dómarar að hafa þá áfram í gildi, þar til úrskurður hæstaréttar liggur fyrir. Þar hefur málið fengið flýtimeðferð en úrskurður gæti legið fyrir eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, þó dómarar hafi tæknilega frest til næsta sumars. Sjá einnig: Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Talið er að úrskurður muni liggja fyrir í lok árs. Tollar vegna neyðarástanda Trump hefur beitt fjölmörg ríki heims umfangsmiklum tollum frá því hann tók við embætti forseta í janúar. Marga þeirra setti hann á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Tollana hefur Trump notað til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veittu forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum væri ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Trump hefur ítrekað tekið sér völd sem hingað til hafa verið þingsins en Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa sýnt lítinn mótþróa. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Dómsmálið snýr ekki að öllum tollum Trumps en þó flestum. Þeirra á meðal eru hæstu tollar hans á ríki eins og Kína, Kanada og Mexíkó. Úrskurðurinn hefur einnig áhrif á tollana frá því í apríl sem taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við önnur ríki heims. Tollar á stál, ál og bíla eru meðal þeirra sem halda enn velli. Þeir voru settir á eftir skoðun viðskiptaráðuneytisins, þar sem niðurstaðan var að innflutningur á þessum vörum ógnaði þjóðaröryggi. Það sama á við um tolla Trumps gegn Kína, frá fyrra kjörtímabili hans og tolla sem Joe Biden hélt í gildi, en þeir voru settir á eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að Kínverjar beittu ósanngjörnum aðferðum til að bæta stöðu þarlendra fyrirtækja gagnvart öðrum. Tvo íhaldssama dómara þarf til Í dómsal í dag bentu nokkrir dómarar á að enginn forseti hefði hingað til haldið því fram að lögin frá 1977 veittu þeim völd til að beita tollum án aðkomu þingsins. Þar á meðal voru þrír dómarar sem skipaðir voru í embætti af Repúblikana, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sex dómarar af níu voru skipaðir af Repúblikönum og þrír af Demókrötum. Verulega ólíklegt þykir að seinni dómararnir þrír séu hlynntir því að forseti geti beitt tollum án aðkomu þingsins og því þurfa tveir íhaldssamir dómarar að vera sammála þeim svo að tollarnir verði úrskurðaðir ólöglegir eða dregið verði úr umfangi þeirra á einhvern hátt. Hingað til hafa þeir þó ekki haft vilja til að standa í hárinu á Trump og hafa ítrekað úrskurðað honum í vil. Donald Trump þegar hann tilkynnti hluta af tollum sínum í apríl.AP/Mark Schiefelbein Endalaust neyðarástand? John Roberts, forseti hæstaréttar, Neil Gorsuch og Amy Coney Barrett virtust öll efast um réttmæti aðgerða Trumps í dag og það að neyðarástandsyfirlýsing veitti honum eins umfangsmiklar heimildir og hann og ríkisstjórn hans halda fram. Barrett spurði til að mynda hvort að tollarnir sem Trump beitti fyrst, á fjölmörg ríki heims, og byggðu á viðskiptahalla við tiltekin ríki, féllu undir neyðarástandsyfirlýsingu. „Heldur þú því fram að hvert einasta land þurfi að vera beitt tollum vegna ógna við þjóðaröryggi og iðnaðargetu?“ spurði Barrett lögmann ríkisstjórnarinnar, samkvæmt frétt New York Times. „Ég meina, Spánn? Frakkland? Ég gæti tekið það gilt með einhver lönd en útskýrðu fyrir mér af hverju svo mörg lönd voru beitt þessum tollum.“ Roberts gaf einnig til kynna að hann gæti úrskurðað Trump í vil, þegar hann sagði forseta Bandaríkjanna hafa umfangsmikil völd þegar kæmi að utanríkismálum. Hann sagði einnig að tollarnir hefðu virkað vel fyrir Trump til að ná markmiðum sínum. Bæði Barrett og Gorsuch, sem voru skipuð í embætti af Trump, gáfu til kynna að Trump gæti hafa tekið sér of mikið vald, sem ætti að vera á höndum þingsins samkvæmt stjórnarskrá, og að það yrði þinginu erfitt að fá þetta vald aftur ef Trump fái sínu framgengt. Fyrri úrskurðir gegn Biden hafa áhrif Dómararnir Brett Kavanaugh, sem skipaður var af Trump, og Samuel A. Alito yngri virtust opnir fyrir túlkun ríkisstjórnar Trumps á neyðarlögunum og spurðu lögmenn þeirra sem höfðuðu málið gegn ríkisstjórninni spurninga sem gáfu það til kynna. Kavanaugh lýsti til að mynda yfir áhyggjum af því að fjarlægja tolla úr verkfærakistu forsetans og spurði af hverju þingið ætti að hafa gefið forsetum vald til að stöðva milliríkjaviðskipti við tiltekin ríki en ekki vald til að beita tollum. Lögmaðurinn, sem er æðsti lögmaður Oregon-ríkis, sagði eðlismun á þessu tvennu. Ein nokkurra stórra spurninga sem dómararnir standa frammi fyrir er snýr að þeirri reglu að þingið verði að hafa eitthvað að segja um málefni sem hafa umfangsmikil efnahagsleg áhrif eða pólitískar afleiðingar. Það er regla sem íhaldssamir dómarar hæstaréttar notuðu til að fella úr gildi ákvörðun Joes Biden, forvera Trumps, um að fella niður námslán Bandaríkjamanna og til að fella niður aðgerðir vegna faraldurs Covid og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Það reyndi Biden að gera á grunni annarra neyðarástandslaga en dómararnir sögðu hann ekki hafa rétt til þess. Mótmælandi fyrir utan hæstarétt í dag.AP/Mark Schiefelbein Skattur eða ekki skattur, það er spurningin? Nokkuð stór hluti umræðunnar í dag snerist um það hvort tollar væru skattur eða ekki. Lögmaður sækjenda sagði að svo væri og það tóku vinstri dómararnir þrír undir. Lögmaður ríkisstjórnarinnar hélt því fram að svo væri ekki. Tollarnir væru tól til að nota þegar kemur að utanríkismálum og að tekjur sem yrðu til af þeim væru aukaatriði. Trump sjálfur gróf þó undan þeim málaflutningi seinna í dag, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Þá staðhæfði hann að tollarnir væru að fylla bauka ríkisins með hundruðum milljarða dala. Fjárlagahallinn myndi líklega dragast saman um meira en fimmtíu prósent. Mun hafa miklar afleiðingar, sama hvernig fer Fari svo að tollarnir verði úrskurðaðir ólöglegir gæti ríkisstjórnin þurft að endursemja fjölda viðskiptasamninga við önnur ríki, samninga sem hafa verið gerðir á grunni tollanna. Ríkisstjórnin gæti einnig þurft að greiða bandarískum innflytjendum fúlgur fjár vegna greiddra tolla. Áætlað er að í lok september hafi bandarískir innflytjendur greitt um 88 milljarða dala vegna tolla Trumps. Lögmaður ríkisstjórnarinnar hélt því fram, eins og Trump hefur áður gert, að slík ákvörðun gæti haft í för með sér efnahagslegar hamfarir fyrir Bandaríkin. Trump gæti þó átt aðra kosti til að beita tollum, á grunni annarra laga, en þeir yrðu umfangsminni og Trump hefði ekki eins frjálsar hendur. Á hinn bóginn, úrskurði dómararnir Trump í vil, mun það einnig hafa umfangsmiklar afleiðingar. Slíkur úrskurður gæti haft umfangsmikil áhrif á valdajafnvægi þingsins og ríkisstjórnarinnar og gert Trump kleift að beita enn breiðari tollum en hann hefur gert. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Fari svo að tollarnir, allir eða hluti þeirra, verði úrskurðaðir ólöglegir mun það hafa gífurlegar afleiðingar fyrir ríkisstjórn Trumps og áherslur hans á kjörtímabilinu. Tollarnir hafa áður verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en þá ákváðu dómarar að hafa þá áfram í gildi, þar til úrskurður hæstaréttar liggur fyrir. Þar hefur málið fengið flýtimeðferð en úrskurður gæti legið fyrir eftir nokkrar vikur eða nokkra mánuði, þó dómarar hafi tæknilega frest til næsta sumars. Sjá einnig: Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Talið er að úrskurður muni liggja fyrir í lok árs. Tollar vegna neyðarástanda Trump hefur beitt fjölmörg ríki heims umfangsmiklum tollum frá því hann tók við embætti forseta í janúar. Marga þeirra setti hann á grunni laga um neyðarástand frá 1977. Þessum lögum hafði þangað til að mestu verið beitt til að koma á refsiaðgerðum vegna ógna gegn Bandaríkjunum. Tollana hefur Trump notað til að þrýsta á ríki og ríkjasambönd til að samþykkja nýja viðskiptasamninga, sem þykja í flestum tilfellum hagstæðari Bandaríkjunum. Þá hafa tollarnir reynst stór tekjulind fyrir bandaríska ríkið. Í fyrri úrskurðum í málinu sögðu dómarar að umrædd lög veittu forseta Bandaríkjanna umfangsmiklar heimildir en það að beita tollum eða sköttum væri ekki þar á meðal. Það ætti samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna að vera á höndum þingsins. Trump hefur ítrekað tekið sér völd sem hingað til hafa verið þingsins en Repúblikanar, sem eru í meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa sýnt lítinn mótþróa. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Dómsmálið snýr ekki að öllum tollum Trumps en þó flestum. Þeirra á meðal eru hæstu tollar hans á ríki eins og Kína, Kanada og Mexíkó. Úrskurðurinn hefur einnig áhrif á tollana frá því í apríl sem taka mið af viðskiptahalla Bandaríkjanna við önnur ríki heims. Tollar á stál, ál og bíla eru meðal þeirra sem halda enn velli. Þeir voru settir á eftir skoðun viðskiptaráðuneytisins, þar sem niðurstaðan var að innflutningur á þessum vörum ógnaði þjóðaröryggi. Það sama á við um tolla Trumps gegn Kína, frá fyrra kjörtímabili hans og tolla sem Joe Biden hélt í gildi, en þeir voru settir á eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum komust að þeirri niðurstöðu að Kínverjar beittu ósanngjörnum aðferðum til að bæta stöðu þarlendra fyrirtækja gagnvart öðrum. Tvo íhaldssama dómara þarf til Í dómsal í dag bentu nokkrir dómarar á að enginn forseti hefði hingað til haldið því fram að lögin frá 1977 veittu þeim völd til að beita tollum án aðkomu þingsins. Þar á meðal voru þrír dómarar sem skipaðir voru í embætti af Repúblikana, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sex dómarar af níu voru skipaðir af Repúblikönum og þrír af Demókrötum. Verulega ólíklegt þykir að seinni dómararnir þrír séu hlynntir því að forseti geti beitt tollum án aðkomu þingsins og því þurfa tveir íhaldssamir dómarar að vera sammála þeim svo að tollarnir verði úrskurðaðir ólöglegir eða dregið verði úr umfangi þeirra á einhvern hátt. Hingað til hafa þeir þó ekki haft vilja til að standa í hárinu á Trump og hafa ítrekað úrskurðað honum í vil. Donald Trump þegar hann tilkynnti hluta af tollum sínum í apríl.AP/Mark Schiefelbein Endalaust neyðarástand? John Roberts, forseti hæstaréttar, Neil Gorsuch og Amy Coney Barrett virtust öll efast um réttmæti aðgerða Trumps í dag og það að neyðarástandsyfirlýsing veitti honum eins umfangsmiklar heimildir og hann og ríkisstjórn hans halda fram. Barrett spurði til að mynda hvort að tollarnir sem Trump beitti fyrst, á fjölmörg ríki heims, og byggðu á viðskiptahalla við tiltekin ríki, féllu undir neyðarástandsyfirlýsingu. „Heldur þú því fram að hvert einasta land þurfi að vera beitt tollum vegna ógna við þjóðaröryggi og iðnaðargetu?“ spurði Barrett lögmann ríkisstjórnarinnar, samkvæmt frétt New York Times. „Ég meina, Spánn? Frakkland? Ég gæti tekið það gilt með einhver lönd en útskýrðu fyrir mér af hverju svo mörg lönd voru beitt þessum tollum.“ Roberts gaf einnig til kynna að hann gæti úrskurðað Trump í vil, þegar hann sagði forseta Bandaríkjanna hafa umfangsmikil völd þegar kæmi að utanríkismálum. Hann sagði einnig að tollarnir hefðu virkað vel fyrir Trump til að ná markmiðum sínum. Bæði Barrett og Gorsuch, sem voru skipuð í embætti af Trump, gáfu til kynna að Trump gæti hafa tekið sér of mikið vald, sem ætti að vera á höndum þingsins samkvæmt stjórnarskrá, og að það yrði þinginu erfitt að fá þetta vald aftur ef Trump fái sínu framgengt. Fyrri úrskurðir gegn Biden hafa áhrif Dómararnir Brett Kavanaugh, sem skipaður var af Trump, og Samuel A. Alito yngri virtust opnir fyrir túlkun ríkisstjórnar Trumps á neyðarlögunum og spurðu lögmenn þeirra sem höfðuðu málið gegn ríkisstjórninni spurninga sem gáfu það til kynna. Kavanaugh lýsti til að mynda yfir áhyggjum af því að fjarlægja tolla úr verkfærakistu forsetans og spurði af hverju þingið ætti að hafa gefið forsetum vald til að stöðva milliríkjaviðskipti við tiltekin ríki en ekki vald til að beita tollum. Lögmaðurinn, sem er æðsti lögmaður Oregon-ríkis, sagði eðlismun á þessu tvennu. Ein nokkurra stórra spurninga sem dómararnir standa frammi fyrir er snýr að þeirri reglu að þingið verði að hafa eitthvað að segja um málefni sem hafa umfangsmikil efnahagsleg áhrif eða pólitískar afleiðingar. Það er regla sem íhaldssamir dómarar hæstaréttar notuðu til að fella úr gildi ákvörðun Joes Biden, forvera Trumps, um að fella niður námslán Bandaríkjamanna og til að fella niður aðgerðir vegna faraldurs Covid og veðurfarsbreytinga af mannavöldum. Það reyndi Biden að gera á grunni annarra neyðarástandslaga en dómararnir sögðu hann ekki hafa rétt til þess. Mótmælandi fyrir utan hæstarétt í dag.AP/Mark Schiefelbein Skattur eða ekki skattur, það er spurningin? Nokkuð stór hluti umræðunnar í dag snerist um það hvort tollar væru skattur eða ekki. Lögmaður sækjenda sagði að svo væri og það tóku vinstri dómararnir þrír undir. Lögmaður ríkisstjórnarinnar hélt því fram að svo væri ekki. Tollarnir væru tól til að nota þegar kemur að utanríkismálum og að tekjur sem yrðu til af þeim væru aukaatriði. Trump sjálfur gróf þó undan þeim málaflutningi seinna í dag, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Þá staðhæfði hann að tollarnir væru að fylla bauka ríkisins með hundruðum milljarða dala. Fjárlagahallinn myndi líklega dragast saman um meira en fimmtíu prósent. Mun hafa miklar afleiðingar, sama hvernig fer Fari svo að tollarnir verði úrskurðaðir ólöglegir gæti ríkisstjórnin þurft að endursemja fjölda viðskiptasamninga við önnur ríki, samninga sem hafa verið gerðir á grunni tollanna. Ríkisstjórnin gæti einnig þurft að greiða bandarískum innflytjendum fúlgur fjár vegna greiddra tolla. Áætlað er að í lok september hafi bandarískir innflytjendur greitt um 88 milljarða dala vegna tolla Trumps. Lögmaður ríkisstjórnarinnar hélt því fram, eins og Trump hefur áður gert, að slík ákvörðun gæti haft í för með sér efnahagslegar hamfarir fyrir Bandaríkin. Trump gæti þó átt aðra kosti til að beita tollum, á grunni annarra laga, en þeir yrðu umfangsminni og Trump hefði ekki eins frjálsar hendur. Á hinn bóginn, úrskurði dómararnir Trump í vil, mun það einnig hafa umfangsmiklar afleiðingar. Slíkur úrskurður gæti haft umfangsmikil áhrif á valdajafnvægi þingsins og ríkisstjórnarinnar og gert Trump kleift að beita enn breiðari tollum en hann hefur gert.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira