Fótbolti

Sjáðu at­vikið: Há­grátandi Hakimi frá í nokkrar vikur

Valur Páll Eiríksson skrifar
Díaz tæklaði Hakimi heldur harkalega.
Díaz tæklaði Hakimi heldur harkalega. Ibrahim Ezzat/NurPhoto via Getty Images

Achraf Hakimi verður frá næstu vikurnar eftir ljótt brot Kólumbíumannsins Luis Díaz á Marokkómanninum í leik PSG og Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hakimi fór hágrátandi af velli.

Bayern vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Díaz en undir lok fyrri hálfleiks stökk hann í hættulega tæklingu með þeim afleiðingum að ökkli Hakimi fór í mask.

Eftir myndatöku í dag liggur fyrir að Hakimi verður frá í um sex vikur vegna sérlega slæmrar ökklatognunar.

Klippa: Ljót tækling Díaz og hágrátandi Hakimi

Díaz fékk að líta gult spjald fyrst um sinn en því var breytt í rautt eftir endurskoðun myndbandsdómara.

Vonast er til þess að Hakimi nái sér fyrir Afríkukeppnina sem hefst 21. desember í Marokkó. Marokkóska liðið hefur átt góðu gengi að fagna undanfarna mánuði og er talið líklegt til afreka á mótinu á heimavelli.

Myndskeið af brotinu og sárþjáðum Hakimi má sjá í spilaranum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×