Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Aryna Sabalenka hefur verið efst á heimslista kvenna í meira en ár. Getty/STR/NurPhoto Þau sem eru nógu gömul muna eflaust eftir frægum tennisleik á milli kynjanna þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs. Þau sem yngri eru hafa kannski séð kvikmyndina. Nú keppa kynin á nýjan leik á tennisvellinum. „Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka) Tennis Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
„Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka)
Tennis Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira