Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2025 08:30 Aryna Sabalenka hefur verið efst á heimslista kvenna í meira en ár. Getty/STR/NurPhoto Þau sem eru nógu gömul muna eflaust eftir frægum tennisleik á milli kynjanna þegar Billie Jean King vann Bobby Riggs. Þau sem yngri eru hafa kannski séð kvikmyndina. Nú keppa kynin á nýjan leik á tennisvellinum. „Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka) Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira
„Battle of the Sexes“ eða „Barátta kynjanna“ fer fram á ný þegar Aryna Sabalenka, sem er í efsta sæti heimslistans, mun keppa við Nick Kyrgios í sýningarleik í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þann 28. desember næstkomandi. Sabalenka er frá Hvíta-Rússlandi og hefur setið í efsta sæti heimslistans undanfarnar 55 vikur og í samtals 63 vikur á ferlinum. Þetta er í fjórða sinn í sögu tennisíþróttarinnar sem viðureign kynjanna fær slíkt viðurnefni. Nick Kyrgios hefur komist í úrslit á Wimbledon-mótinu og er því enginn meðalmaður á tennisvellinum. Eftir að Sabalenka staðfesti að viðræður um leikinn væru í gangi á Opna bandaríska meistaramótinu á dögunum birtu báðir leikmenn upplýsingar um skipulagningu einvígsins á samfélagsmiðlum sínum í gær. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) Þau munu spila innanhúss í Coca-Cola Arena sem tekur sautján þúsund manns í sæti. Kyrgios sagði á þessu ári að hann fengi aðeins eina uppgjöf og myndi slá á minni hluta vallarins. Ástralinn, sem hefur lítið spilað undanfarin ár vegna meiðsla, hefur spáð því að hann muni vinna auðveldlega. „Ég get ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn,“ skrifaði Kyrgios í Instagram-færslu. „Í hreinskilni sagt líður mér frábærlega. Ég hélt aldrei að ég myndi komast aftur í þessa stöðu, að geta ferðast um heiminn, hitt aðdáendur mína og spilað frábæran tennis.“ „Þetta er að fara að gerast,“ skrifaði Sabalenka í Instagram-færslu og auglýsti leikinn. Nafn sýningarleiksins milli Sabalenka og Kyrgios er auðvitað fengið að láni frá leiknum árið 1973 milli Billie Jean King og Bobby Riggs – sem King vann í þremur settum í Houston Astrodome. Það var talið vera afgerandi augnablik og áfangi fyrir tennis kvenna. Sama ár stofnaði einmitt Billie Jean King Alþjóðatennissamband kvenna (WTA). „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Billie Jean King og því sem hún hefur gert fyrir tennis kvenna. Ég er stolt af því að vera fulltrúi tennis kvenna og taka þátt í nútímaútgáfu þessarar goðsagnakenndu viðureignar,“ segir Aryna Sabalenka. Sabalenka er fjórfaldur risamótsmeistari. Kyrgios tapaði úrslitaleik Wimbledon árið 2022 fyrir Novak Djokovic. View this post on Instagram A post shared by Aryna Sabalenka (@arynasabalenka)
Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Sjá meira