Sport

Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Brady sagði frá því að hundurinn hans í dag, Junie, væri í raun klón af uppáhaldshundinum hans.
Tom Brady sagði frá því að hundurinn hans í dag, Junie, væri í raun klón af uppáhaldshundinum hans. Getty/Stickman/Bauer-Griffin/

NFL-goðsögnin Tom Brady fjárfesti í líftæknifyrirtæki og fékk það síðan til að endurskapa uppáhaldshundinn sinn.

Brady sagði í gær frá því að hundurinn hans í dag, Junie, væri í raun klón af gæludýrinu hans, Lua, sem drapst fyrir tveimur árum.

Brady átti pitbull-blendinginn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Gisele Bündchen, og börnum þeirra. Nýi hundurinn var klónaður með blóðsýni sem tekið var áður en Lua drapst.

Sjónvarpsmaðurinn, sem nú starfar hjá FOX, greindi frá þessu á þriðjudag og deildi tilkynningu með Colossal Biosciences, líftæknifyrirtæki í Dallas. Fyrirtækið segist vera að þróa vísindin „sem munu bjarga okkur, plánetunni okkar og tegundunum sem búa á henni.“

„Ég elska dýrin mín. Þau þýða allt fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Brady. „Fyrir nokkrum árum vann ég með Colossal og nýtti mér inngripslausa klónunartækni þeirra með einfaldri blóðprufu úr aldraðum hundi fjölskyldunnar áður en hún drapst.“

Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2021, hefur klónað gæludýr fjölmargra frægra einstaklinga.

Brady sagði einnig að Colossal „hefði gefið fjölskyldu minni annað tækifæri með klóni af ástkæra hundinum okkar“ og sagðist vera „spenntur fyrir því hvernig tækni Colossal og Viagen getur saman hjálpað bæði fjölskyldum sem missa ástkær gæludýr sín og um leið hjálpað til við að bjarga tegundum í útrýmingarhættu.“

Brady, sem var þrisvar sinnum valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar, er einnig fjárfestir í Colossal.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×