Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2025 21:44 Frá höfuðstöðvum Ríkisendurskoðunar. Vísir/Arnar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun segist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp hjá embættinu sem hann hafi sjálfur orðið vitni að. Hann segir aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að málum gera þau sérstaklega flókin og erfið og segist ekki ætla að snúa aftur til starfa, starfsfólk stofnunarinnar sæti þöggun. Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“ Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Jóhannes er þar með fyrsti starfsmaður embættisins til þess að stíga fram og tjá sig um opinberlega stöðuna innan stofnunarinnar. Greint var frá ófremdarástandi þar innandyra í lok október. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál sem varði einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi eftir að Guðmundur Björgvin Helgason tók við sem ríkisendurskoðandi árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt við fréttastofu að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar, engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú. Segist velja heiðarleika frekar en þögn „Ég hef verið í veikindaleyfi undanfarið. Ástæður þess eru alvarleg mál sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun,“ skrifar Jóhannes Jónsson sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun á Facebook. „Þau tengjast EKKO – þ.e. einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundnu áreiti og ofbeldi. Ég hef alltof oft orðið vitni að slíku í vinnuumhverfinu. Aðkoma ríkisendurskoðanda sjálfs að þessum málum gerir þau sérstaklega flókin og erfið.“ Þá vísar Jóhannes beint í umfjöllun Morgunblaðsins þar sem vísað er til heimilda um það að andi innan stofnunarinnar sé slæmur þvert á það sem ríkisendurskoðandi hafi sjálfur haldið fram, ástæða þess að engin EKKO-mál séu uppi á borðum nú sé sú að starfsmenn sem hafi kvartað hafi horfið á braut. Ríkisendurskoðandi auk þess fært mannauðsmál undir sjálfan sig og menn kunni því síður við að leggja fram kvörtun vegna hans til hans sjálfs. Jóhannes segir þöggun alvarlegt mein. „Hún viðheldur ótta, vantrausti og óheilbrigðu vinnuumhverfi þar sem fáir þora að stíga fram og segja frá. Þegar þeir sem benda á misferli eru þaggaðir niður eða látnir hverfa úr starfi, er kerfið ekki lengur að vernda starfsfólkið, heldur þá sem beita valdi af ábyrgðarleysi. Opinber stofnun sem á að standa vörð um gagnsæi og ábyrgð má ekki sjálf verða táknmynd hins gagnstæða. Þegar traust til slíkrar stofnunar glatast er hún í reynd orðin óstarfhæf.“ Hyggst ekki snúa aftur Jóhannes tekur fram að hann hyggist ekki snúa aftur til starfa hjá stofnuninni að veikindaleyfi loknu. Slíkt væri í andstöðu við þau gildi sem hann hafi tamið sér. „Mitt siðferði og þá manneskju sem ég vil vera. Ég get ekki liðið að starfsfólki sé sýnd vanvirðing eða beitt misrétti, áreitni eða ofbeldi – virðing, heiðarleiki og mannúð eiga að vera grundvöllur hvers vinnustaðar. Ég vel heiðarleika og sjálfsvirðingu fram yfir þögn og ótta.“
Ríkisendurskoðun Stjórnsýsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira