Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar 1. nóvember 2025 09:02 Það eru fá mál sem snerta mann dýpra en heimilisofbeldi. Það er myrkur sem á sér margar raddir og birtist ekki alltaf í bláum marblettum. Birtingarmyndin birtist í þögninni við eldhúsborðið, í andardrættinum sem breytist þegar hurð lokast með skellum eða í barninu sem lærir að lesa stemminguna áður en það lærir að lesa orð. Árið 2015 var ég fyrst sendur á hverfastöð til að rannsaka heimilisofbeldi. Ég hef séð margt í starfi mínu en þessi mál eru einfaldlega öðruvísi en öll önnur mál. Þau standa manni nærri. Þau opnuðu dyr inn í heim sem engin lögregluþjálfun gat undirbúið mann fyrir. Heimilisofbeldi er svo falið. Við sjáum aðeins toppinn á ísjakanum, en undir honum leynast þúsundir sagna, barna, foreldra, fjölskyldna og sársauka sem enginn sér. Heimilisofbeldi er ekki eitt atvik. Það er saga sem endurtekur sig, stundum dag eftir dag, bak við lokaðar dyr. Það byrjar ekki alltaf á höggi, heldur augnaráði eða orðum. Smám saman lærir manneskja að minnka sjálfa sig til að forðast storminn. Þannig verður óttinn hluti af daglegu lífi, jafn eðlilegur og andardrátturinn. Á þessum tíma vorum við í lögreglunni að læra að sjá þessi mál í nýju ljósi, að þau væru ekki einkamál heldur samfélagsmál. Nýtt verklag var tekið upp þar sem barnavernd, félagsþjónusta og lögregla unnu saman. Við áttum ekki lengur að sjá aðeins brotið, heldur manneskjurnar og heildarmyndina sem áður var ósýnileg. Ein minning stendur þó öðrum framar, en ekki endilega sú versta, heldur sú sem breytti viðhorfi mínu til þessa málaflokks. Ég var á bakvakt þegar síminn hringdi. Það var dimmt og rólegt í bænum, en rödd varðstjórans var þung. Faðir hafði ráðist á eiginkonu sína og dóttur. Þegar ég kom að húsinu sá ég venjulegt raðhús, en þegar ég opnaði dyrnar lagði á móti mér þykk lykt af gömlum reyk og súru áfengi. Húsið var fullt af þögn, ekki rólegri heldur varkárri, eins og hún væri að hlusta á sjálfa sig. Stóll lá á hliðinni, glerbrot út um allt glitruðu á gólfinu og hálfdrukkin flaska á borðinu. Ég fann hvernig hjartað í mér sló hraðar en venjulega, en ég þurfti að halda mér rólegum. Maður lærir að virka rólegur þó að innra með sér vilji maður öskra. Eiginkonan sat á stól með handklæði við kinnina, blóðug og bólgin. Hún leit ekki á mig. Í einum af herbergisdyrunum stóð tólf ára stúlka í náttfötum með mynd af kanínu á bringunni. Hún horfði á föður sinn sem sat í horninu, handjárnaðan, biðjandi um sígarettu sem hann fékk til að róa hann. Stúlkan skalf, ekki af kulda heldur ótta. Eins og hún vissi ekki hvort hún ætti að óttast meira, okkur eða hann. Við ákváðum að fjarlægja hann. Hann var ölvaður og ekki hægt að ræða við hann fyrr en daginn eftir. Ég sagði móðurinni, sem sat í stólnum við eldhúsborðið, að við yrðum að taka manninn hennar með okkur og ræða við hann daginn eftir. Hún horfði á mig og í augum hennar var eitthvað sem ég gat greint sem blöndu af þakklæti, sorg og uppgjöf sem sagði meira en orð gátu. Ég sneri mér að stúlkunni. Hún stóð kyrr, föl í framan með tár í augum sem hún hélt niðri eins og hún skammaðist sín fyrir þau. Ég sagði nafnið hennar, rólega, en hún leit ekki upp. Ég sagði að við þyrftum að fara með föður hennar í burtu, að hann fengi að sofa hjá okkur og að við myndum tala við hann þegar hann væri edrú. Orðin virtust einföld og rökrétt, en orðin sprungu inn í herberginu. Hún kipptist við, tók skref fram á við og sagði lágt „nei“ en svo kom það og það gall yfir húsið. Það var eins og hún þyrfti tilhlaup til að segja eitthvað. Hún grét, barði mig í bringuna með litlum hnefum og hún hrópaði að hann elskaði þær báðar. Tárin runnu niður andlitið, blönduðust við blóðið á kinninni. Þetta var ekki reiði, heldur örvænting. Hún var að reyna að bjarga heiminum sínum frá því að molna endanlega. Ég reyndi að tala rólega, sagði að við myndum passa hann, en hún horfði á mig eins og ég væri sá sem ætlaði að svipta hana föður sínum. Og að einhverju leyti var það rétt. Þegar við leiddum hann út hélt hún áfram að grátbiðja okkur um að taka hann ekki frá henni. Ég sá í augum hans glitta í eitthvað sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað væri, kannski eftirsjá, skömm eða tómið sjálft. Þegar ég leit til baka stóð hún í dyrunum og horfði á hann hverfa út í nóttina. Ég sat í bílnum með hendur á stýri og fann hvernig kyrrðin umlukti mig eins og þykk þoka. Það var eitthvað sem ég skildi ekki, eitthvað sem særði mig djúpt. Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það? Hvernig getur ástin lifað af í svo miklu myrkri? Ég starði út í tómið, inn í eigin vanmátt. Ég hafði séð sársauka áður, en aldrei svona, ekki í barni. Þarna var barnið sem hélt í hönd þess sem braut það niður, ekki af blindni, heldur af þörf. Þörf fyrir að trúa. Það tók mig langan tíma að skilja að áfallið getur bundið fólk saman, eins og ósýnileg keðja sett saman úr hræðslu og von. Það sem ætti að brjóta niður getur stundum haldið saman. Þegar óttinn fléttast inn í ástina, breytist hún. Heilinn lærir að elska með skilyrðum, „ef ég er góð, þá slær hann mig ekki“. „Ef ég þegi, verður hann rólegur“. Og þannig lærir barnið að öryggi felst ekki í því að flýja þann sem særir það, heldur að halda í hann, af því að það sem særir er líka það eina sem veitir von. Samkvæmt skýrslu Barnaverndarstofu (Líndal, 2004) aðlagast börn sem búa við heimilisofbeldi oft hættunni sjálfri. Þau læra að lesa stemminguna, forðast árekstra og finna öryggi í því sem þau þekkja, jafnvel þótt það sé óttinn sjálfur. Þetta er ekki veikleiki heldur lifunarviðbragð og leið hugans til að skapa tilfinningu um stjórn í ótryggum heimi. Stúlkan var síðar færð á slysadeild. Í ljós kom að hún var með brotinn kjálka. Ég man að mér fannst menn sem gerðu svona vera aumingjar, menn sem ekki réðu við eigið líf og tóku það út á öðrum. En með árunum lærði ég að þetta var ekki svona einfalt. Ég fór að skilja að sem lögreglumaður gat ég ekki séð heimilisofbeldi aðeins sem svart eða hvítt, sekt eða sakleysi. Það sem ég áður sá sem glæp þurfti ég að læra að sjá líka sem afleiðingu, ekki til að réttlæta, heldur til að skilja. Ég áttaði mig á því að mín staða var ekki að dæma, heldur að halda jafnvægi. Sem lögreglumaður þurfti ég að vera það hlutlausa afl í miðjunni, sá sem hlustar á allar hliðar og líka á gerandann. Því aðeins með því að skilja alla myndina er hægt að finna leið út úr myrkrinu. Gerandinn er líka manneskja. Það er eitthvað sem drífur hann áfram, ótti, skömm, uppeldisáföll eða vanmáttur sem hann kann ekki að mæta. Það afsakar ekki verknaðinn, en það skýrir hann. Ég fór að sjá að á bak við hvern brotamann býr saga sem enginn spurði um. Lækningin liggur ekki aðeins í refsingu heldur í því að brjóta keðjuna sem heldur sársaukanum lifandi milli kynslóða. Heimilisofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagsmál sem krefst þess að við hlustum og tökum mark á. Það er ekki nóg að koma á vettvang og brjóta upp fjölskylduna. Við þurfum að skilja. Því aðeins þegar við skiljum hvers vegna barnið hélt í föður sinn með blóðugum fingrum og tárin í augunum, getum við séð að þetta snýst ekki um veikleika heldur um djúpa þörf mannsins fyrir tengsl, jafnvel þegar þau eru föst í sársauka. Höfundur er mannvinur og kennari. Heimild:Líndal, Þ. (ritstj.). (2004). Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi: Höggva, hýða, hirta, hæða, hóta, hafna, hrista, hræða. Barnaverndarstofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Árni Reynisson Heimilisofbeldi Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Það eru fá mál sem snerta mann dýpra en heimilisofbeldi. Það er myrkur sem á sér margar raddir og birtist ekki alltaf í bláum marblettum. Birtingarmyndin birtist í þögninni við eldhúsborðið, í andardrættinum sem breytist þegar hurð lokast með skellum eða í barninu sem lærir að lesa stemminguna áður en það lærir að lesa orð. Árið 2015 var ég fyrst sendur á hverfastöð til að rannsaka heimilisofbeldi. Ég hef séð margt í starfi mínu en þessi mál eru einfaldlega öðruvísi en öll önnur mál. Þau standa manni nærri. Þau opnuðu dyr inn í heim sem engin lögregluþjálfun gat undirbúið mann fyrir. Heimilisofbeldi er svo falið. Við sjáum aðeins toppinn á ísjakanum, en undir honum leynast þúsundir sagna, barna, foreldra, fjölskyldna og sársauka sem enginn sér. Heimilisofbeldi er ekki eitt atvik. Það er saga sem endurtekur sig, stundum dag eftir dag, bak við lokaðar dyr. Það byrjar ekki alltaf á höggi, heldur augnaráði eða orðum. Smám saman lærir manneskja að minnka sjálfa sig til að forðast storminn. Þannig verður óttinn hluti af daglegu lífi, jafn eðlilegur og andardrátturinn. Á þessum tíma vorum við í lögreglunni að læra að sjá þessi mál í nýju ljósi, að þau væru ekki einkamál heldur samfélagsmál. Nýtt verklag var tekið upp þar sem barnavernd, félagsþjónusta og lögregla unnu saman. Við áttum ekki lengur að sjá aðeins brotið, heldur manneskjurnar og heildarmyndina sem áður var ósýnileg. Ein minning stendur þó öðrum framar, en ekki endilega sú versta, heldur sú sem breytti viðhorfi mínu til þessa málaflokks. Ég var á bakvakt þegar síminn hringdi. Það var dimmt og rólegt í bænum, en rödd varðstjórans var þung. Faðir hafði ráðist á eiginkonu sína og dóttur. Þegar ég kom að húsinu sá ég venjulegt raðhús, en þegar ég opnaði dyrnar lagði á móti mér þykk lykt af gömlum reyk og súru áfengi. Húsið var fullt af þögn, ekki rólegri heldur varkárri, eins og hún væri að hlusta á sjálfa sig. Stóll lá á hliðinni, glerbrot út um allt glitruðu á gólfinu og hálfdrukkin flaska á borðinu. Ég fann hvernig hjartað í mér sló hraðar en venjulega, en ég þurfti að halda mér rólegum. Maður lærir að virka rólegur þó að innra með sér vilji maður öskra. Eiginkonan sat á stól með handklæði við kinnina, blóðug og bólgin. Hún leit ekki á mig. Í einum af herbergisdyrunum stóð tólf ára stúlka í náttfötum með mynd af kanínu á bringunni. Hún horfði á föður sinn sem sat í horninu, handjárnaðan, biðjandi um sígarettu sem hann fékk til að róa hann. Stúlkan skalf, ekki af kulda heldur ótta. Eins og hún vissi ekki hvort hún ætti að óttast meira, okkur eða hann. Við ákváðum að fjarlægja hann. Hann var ölvaður og ekki hægt að ræða við hann fyrr en daginn eftir. Ég sagði móðurinni, sem sat í stólnum við eldhúsborðið, að við yrðum að taka manninn hennar með okkur og ræða við hann daginn eftir. Hún horfði á mig og í augum hennar var eitthvað sem ég gat greint sem blöndu af þakklæti, sorg og uppgjöf sem sagði meira en orð gátu. Ég sneri mér að stúlkunni. Hún stóð kyrr, föl í framan með tár í augum sem hún hélt niðri eins og hún skammaðist sín fyrir þau. Ég sagði nafnið hennar, rólega, en hún leit ekki upp. Ég sagði að við þyrftum að fara með föður hennar í burtu, að hann fengi að sofa hjá okkur og að við myndum tala við hann þegar hann væri edrú. Orðin virtust einföld og rökrétt, en orðin sprungu inn í herberginu. Hún kipptist við, tók skref fram á við og sagði lágt „nei“ en svo kom það og það gall yfir húsið. Það var eins og hún þyrfti tilhlaup til að segja eitthvað. Hún grét, barði mig í bringuna með litlum hnefum og hún hrópaði að hann elskaði þær báðar. Tárin runnu niður andlitið, blönduðust við blóðið á kinninni. Þetta var ekki reiði, heldur örvænting. Hún var að reyna að bjarga heiminum sínum frá því að molna endanlega. Ég reyndi að tala rólega, sagði að við myndum passa hann, en hún horfði á mig eins og ég væri sá sem ætlaði að svipta hana föður sínum. Og að einhverju leyti var það rétt. Þegar við leiddum hann út hélt hún áfram að grátbiðja okkur um að taka hann ekki frá henni. Ég sá í augum hans glitta í eitthvað sem ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hvað væri, kannski eftirsjá, skömm eða tómið sjálft. Þegar ég leit til baka stóð hún í dyrunum og horfði á hann hverfa út í nóttina. Ég sat í bílnum með hendur á stýri og fann hvernig kyrrðin umlukti mig eins og þykk þoka. Það var eitthvað sem ég skildi ekki, eitthvað sem særði mig djúpt. Hvernig getur barn sem hefur verið barið svona illa, varið þann sem barði það? Hvernig getur ástin lifað af í svo miklu myrkri? Ég starði út í tómið, inn í eigin vanmátt. Ég hafði séð sársauka áður, en aldrei svona, ekki í barni. Þarna var barnið sem hélt í hönd þess sem braut það niður, ekki af blindni, heldur af þörf. Þörf fyrir að trúa. Það tók mig langan tíma að skilja að áfallið getur bundið fólk saman, eins og ósýnileg keðja sett saman úr hræðslu og von. Það sem ætti að brjóta niður getur stundum haldið saman. Þegar óttinn fléttast inn í ástina, breytist hún. Heilinn lærir að elska með skilyrðum, „ef ég er góð, þá slær hann mig ekki“. „Ef ég þegi, verður hann rólegur“. Og þannig lærir barnið að öryggi felst ekki í því að flýja þann sem særir það, heldur að halda í hann, af því að það sem særir er líka það eina sem veitir von. Samkvæmt skýrslu Barnaverndarstofu (Líndal, 2004) aðlagast börn sem búa við heimilisofbeldi oft hættunni sjálfri. Þau læra að lesa stemminguna, forðast árekstra og finna öryggi í því sem þau þekkja, jafnvel þótt það sé óttinn sjálfur. Þetta er ekki veikleiki heldur lifunarviðbragð og leið hugans til að skapa tilfinningu um stjórn í ótryggum heimi. Stúlkan var síðar færð á slysadeild. Í ljós kom að hún var með brotinn kjálka. Ég man að mér fannst menn sem gerðu svona vera aumingjar, menn sem ekki réðu við eigið líf og tóku það út á öðrum. En með árunum lærði ég að þetta var ekki svona einfalt. Ég fór að skilja að sem lögreglumaður gat ég ekki séð heimilisofbeldi aðeins sem svart eða hvítt, sekt eða sakleysi. Það sem ég áður sá sem glæp þurfti ég að læra að sjá líka sem afleiðingu, ekki til að réttlæta, heldur til að skilja. Ég áttaði mig á því að mín staða var ekki að dæma, heldur að halda jafnvægi. Sem lögreglumaður þurfti ég að vera það hlutlausa afl í miðjunni, sá sem hlustar á allar hliðar og líka á gerandann. Því aðeins með því að skilja alla myndina er hægt að finna leið út úr myrkrinu. Gerandinn er líka manneskja. Það er eitthvað sem drífur hann áfram, ótti, skömm, uppeldisáföll eða vanmáttur sem hann kann ekki að mæta. Það afsakar ekki verknaðinn, en það skýrir hann. Ég fór að sjá að á bak við hvern brotamann býr saga sem enginn spurði um. Lækningin liggur ekki aðeins í refsingu heldur í því að brjóta keðjuna sem heldur sársaukanum lifandi milli kynslóða. Heimilisofbeldi er ekki einkamál. Það er samfélagsmál sem krefst þess að við hlustum og tökum mark á. Það er ekki nóg að koma á vettvang og brjóta upp fjölskylduna. Við þurfum að skilja. Því aðeins þegar við skiljum hvers vegna barnið hélt í föður sinn með blóðugum fingrum og tárin í augunum, getum við séð að þetta snýst ekki um veikleika heldur um djúpa þörf mannsins fyrir tengsl, jafnvel þegar þau eru föst í sársauka. Höfundur er mannvinur og kennari. Heimild:Líndal, Þ. (ritstj.). (2004). Heimilisofbeldi gegn börnum á Íslandi: Höggva, hýða, hirta, hæða, hóta, hafna, hrista, hræða. Barnaverndarstofa.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun