Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. október 2025 14:31 Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Húsnæðismál Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun