„Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2025 10:24 Kristrún Frostadóttir er hugsi yfir háum greiðslum ríkislögreglustjóra til sérfræðins í straumlínulögun. Vísir/Bjarni Einarsson Forsætisráðherra segir greiðslur embættis ríkislögreglustjóra til ráðgjafa upp á vel á annað hundrað milljónir króna yfir fimm ára tímabil ekki slá sig vel. Ríkisstjórnin ætli alls ekki að verða varðhundar kerfisins heldur lyfta við öllum steinum þar sem vísbendingar séu um að betur megi fara með fé. Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins. Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Intra ráðgjöf, þar sem Þórunn Óðinsdóttir er eigandi og eini starfsmaður, hefur þegið rúmlega 130 milljónir króna í verktakagreiðslur frá árinu 2020. Þórunn er titluð sérfræðingur í straumlínulögun en fram hefur komið í umfjöllun fjölmiðla að verkefni sem hún hefur sinnt undanfarin fimm ár hafa snúið allt frá flutningum vegna mygluvanda yfir í skreppitúra eftir húsgögnum í Jysk. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra fundaði með Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra snemma í gærmorgun í aðdraganda starfsmannafundar hjá embætti ríkislögreglustjóra sem boðað var til vegna uppsagna hjá embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru margir innan ráðuneytisins og embættisins hugsi yfir málinu. Þeim blöskri fjárútlátin á sama tíma og boðað sé til uppsagna. Sigríður Björk hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu undanfarna daga vegna málsins. Forsætisráðherra brást við málinu í gær. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel,“ sagði Kristrún. „Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Ríkisstjórnin leitaði í upphafi árs til almennings og óskaði eftir tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Alls bárust 3.985 umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda en áætlað er að um tíu þúsund tillögur hafi verið í umsögnunum tæplega fjögur þúsund. Skipaður var starfshópur og niðurstöður hans kynntar á blaðamannafundi. Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom held ég mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að vera útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Sigríður Björk hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag um viðtalsbeiðni vegna málsins.
Rekstur hins opinbera Lögreglan Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira